Fréttablaðið - 04.06.2003, Side 16
4. júní 20032 Ferðalög innanlands
Þetta byrjaði nú ekki að neinuráði fyrr en fyrir tíu árum,þegar ég gekk „Laugaveg-
inn“,“ segir Kristjana Kristjáns-
dóttir, bókari og áhugamanneskja
um gönguferðir og útivist. „Sonur
minn var þá fararstjóri hjá Ferða-
félaginu og ég slóst í för með hon-
um, en svo gerði ég nú ekki mikið
næstu árin á eftir þar sem ég var
bundin yfir börnum. En svo fór ég á
fullt og hef verið síðan,“ segir hún.
Kristjana hefur ferðast töluvert
með Ferðafélaginu, en er nú meira
með Útivist og á eigin vegum.
Hún notar hvert tækifæri sem
gefst til að leggja land undir fót
en á ekki alltaf heimangengt, því
hún og maðurinn hennar eru líka
með hesta. „Ég þarf að skipta mér
þarna á milli, fyrir utan að vera í
tvöfaldri vinnu, en þetta er óneit-
anlega mikil útivist.“
Aðspurð um staði sem standa
upp úr segir Kristjana erfitt að
velja. „Ég er búin að ganga í öllum
landsfjórðungum og finnst alltaf
að staðurinn sem ég er á hverju
sinni sé fallegastur. En auðvitað
standa sumir staðir upp úr, eins
og Hornstrandir og Lónsöræfi.
Þangað langar mann alltaf aftur.
Líka í Víkurnar á Borgarfirði
Eystri og Loðmundarfjörð, þetta
eru allt staðir sem ég ætla að
koma á aftur.“
Kristjana segir ekki bráðnauð-
synlegt að vera toppformi til að
taka þátt í svona ferðum „Dagleið-
irnar eru frá fimm tímum upp í sjö
og stundum lengri. En það geta
þetta náttúrlega allir sem eru heil-
brigðir. Aðalatriði er að vera á góð-
um skóm og með góðan fatnað.
Það er misjafnt hvort byrðarn-
ar eru bornar á bakinu allan tím-
ann,“ segir Kristjana, „Á Horn-
ströndum í fyrra vorum við með
allt á bakinu, gistum í tjaldi og
lentum í heilmikilli vosbúð, en það
verður bara skemmtilegra í minn-
ingunni. Í Lónsöræfum gistum við
í skála, og gengum með allt nema
tjald. Ég hef bara tvisvar farið í
ferðir þar sem maturinn var inni-
falinn og fluttur á staðinn, en mér
finnst það skemmtilegra á hinn
mátann, að vera bara með allt á
bakinu.“
Að sögn Kristjönu er félags-
skapurinn í svona ferðum ótrúlega
skemmtilegur, kvöldvökur á kvöld-
in og margt til gamans gert.
„Við reynum að vera með eitt-
hvað heimatilbúið, lesum upp
leiðalýsingar og syngjum. Svo
verður auðvitað að passa upp á að
fólk fái góða hvíld. En það er engin
spurning að þetta hleður batteríin
og maður kemur endurnærður til
baka.“ ■
Það er úr svo ótal mörgu aðvelja, en ég er óskaplegahrifinn af gljúfrunum uppi
í Hofsá í Hofsárdal í Vopnafirði.
Staðir sem mér finnst ægilega
gaman að koma á og tengist að
sjálfsögðu veiðinni,“ segir
Pálmi Gunnarsson tónlistar-
maður, sem er ekki aðeins ást-
sæll söngvari heldur líka þekkt-
ur sem áhugamaður um lax-
veiði. „Vopnafjörðurinn er nátt-
úrlega óskaplega falleg sveit,
en þar er ég fæddur og uppalinn
og væri að sjálfsögðu ógurlegur
svikari ef ég segði ekki að hann
væri meðal þeirra staða sem
mér finnst yndislegast að koma
á. Þá hef ég komið mjög oft í
Vestur-Skaftafellssýslu, í kring-
um Kirkjubæjarklaustur, og
það svæði er í miklu uppáhaldi.
Svo upp á síðkastið hef ég verið
að skoða Kelduhverfi og Öxar-
fjörð og þar opnaðist eitthvað
alveg nýtt fyrir mér,“ segir
Pálmi. ■
Tvö ný landakort eru kominút hjá Landmælingum ríkis-ins og hið þriðja kemur út
um miðjan júní. Þórdís Arthurs-
dóttir hjá Landmælingum segir
þessi kort geyma allar grunnupp-
lýsingar fyrir ferðalanginn. „Við
höfum verið að breyta kortunum,
áður vorum við með níu kort á
mælikvarðanum 1 á móti 250.000,
sem spanna allt landið, en núna
breyttum við mikið til og erum
með þrjú kort, en látum þau jafn-
framt skarast mikið, þannig að
ferðamannasvæðin komi saman á
korti,“ segir Vigdís og kveður
þetta mikla hagræðingu fyrir
ferðafólk.“
„Fyrsta kortið kom út í fyrra
og heitir Vestfirðir og Norður-
land. Inni á því korti er Snæ-
fellsnesið, Vestfirðirnir
allir og svæðið aust-
ur fyrir Akureyri.
Kort númer tvö kom
út í apríl og þar tök-
um við svæðið frá
Snæfellsnesi og aust-
ur fyrir Skaftafell, og
inni á þessu svæði eru
allir möguleikar á
dagsferðum frá
Reykjavík. Lengst er
hægt að komast austur í
Skaftafell á einum degi,
eða norður á Snæfellsnes.“ Kortin
eru í þannig broti að þau séu
þægileg og hentug í bílinn.
„Í einu broti er til dæmis
Reykjanesið, á annarri opnu Suð-
urlandsundirlendið, þar sem með-
al annars er að finna upplýsingar
um „gullna hringinn“, á einni
opnu er Fjallabaksleið syðri og í
þeirri opnu eru Kaldidalur og
Sprengisandur aðgreindir.“
Vigdís segir þriðja og síðasta
kortið í vinnslu, en það er væntan-
legt um miðjan júní. „Það tekur
yfir allt Austurland og lendir inni
á sama svæði og Húsavík, Mý-
vatn, Dettifoss og Askja, og síðan
er auðvitað allt Austurlandið.
„Skurðurinn er eiginlega um
Vaðlaheiði og niður úr,“ segir hún.
Vigdís segir að kortin geymi
allar upplýsingar sem séu ferða-
manninum nauðsynlegar, meðal
annars eru merktar inn vega-
lengdir og auðvelt að sjá hvað
ákveðnir vegbútar eru langir. Þá
eru upplýsingar um allar bensín-
stöðvar, hvort þær eru opnar árið
um kring eða bara yfir sumartím-
ann. Sömuleiðis er að finna ná-
kvæmar upplýsingar um gisti-
staði og tjaldsvæði. afþreyingu,
sundlaugar og söfn. „VIð höfum
reynt að mæta þörfum ferða-
manna og höfum bætt við margs-
konar upplýsingum, meðal annars
um golfvelli. bátsferðir, hringsjár,
áningarstaði Vegagerðirnar, frið-
lýstar fornleifar og auðvitað upp-
lýsingamiðstöðvar,“ segir Vigdís.
„Kortið er á fjórum tungumálum,
íslensku, ensku, þýsku og
frönsku, svo það ætti að nýtast
flestum. „
Þá voru Landmælingar að gefa
út nýtt heildarkort af landinu í
hlutföllunum 1 á móti 500.000.
„Þar er líka að finna allar upplýs-
ingar, en þó ekki jafn ítarlegar og
í minni kortunum,“ segir Vigdís. ■
Landmælingar íslands:
Ný og betri kort
MIÐNÆTURSTEMNING
Í KELDUHVERFI
Pálmi Gunnarsson á sér nokkra
uppáhaldsstaði á Íslandi.
Einn af þeim er í Kelduhverfinu
þar sem Litlá mætir Jökulsá.
Hér er Pálmi að veiðum í
miðnætursólinni.
Gljúfrin í Hofsá
og Kelduhverfið
ÞRJÚ NÝ ÍSLANDSKORT
HAFA VERIÐ GEFIN ÚT
Allar merkingar eru inni á kortunum, svo
sem gististaðir, tjaldsvæði og bensínstöðvar.
Uppáhalds
staðurinn minn
KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR
Vill helst bera sínar byrðar sjálf og finnst frábært að gista í tjaldi á gönguferðunum.
Göngugarpur í tíu ár:
Hver staður
fallegastur
hverju sinni
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/R
Ó
BE
RT
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M