Fréttablaðið - 04.06.2003, Side 18
Á Seyðisfirði verður opnað
nýtt hótel um miðjan júní, hið svo-
kallaða „húsahótel“. Hótelið heitir
Hótel Alda og er í tveim húsum.
Gistiálman er í húsi sem byggt
var fyrir 105 árum, þá sem hótel,
en þjónaði lengst af sem banki. Nú
hefur húsið gengið í gegnum end-
urnýjun lífdaga og skartar 9 rúm-
góðum herbergjum.
Annað sem er athyglisvert og
tengist hinni einstöku gömlu
byggð á Seyðisfirði er að elsta vél-
smiðja á Íslandi verður opnuð til
sýnis fyrir almenning í júní, en
elsta riðstraums- og bæjarveita
landsins er einnig á Seyðisfirði,
reist 1913, og verður því 90 ára á
þessu ári. Virkjunin er í eigu
Rarik sem hyggst halda upp á
þessi merku tímamót í ágúst.
Virkjunin er því sem næst í upp-
runalegri mynd, enn starfhæf og
er hægt að skoða stöðvarhúsið ef
óskað er.
Ný Norræna
Í kjölfar komu nýju Norrænu
er verið að vinna að ýmsum end-
urbótum í bænum, opnuð verður
upplýsingamiðstöð í nýju ferju-
húsi sem jafnframt mun þjóna
sem umferðarmiðstöð fyrir
ferðamenn. Þar verður aðstaða
öll hin besta. Náttúruperlur eru
um allan fjörð og má þar sér-
staklega benda á Skálanes, sem
er syðsta bújörðin í Seyðisfirði.
Þar er fuglalíf afar fjölskrúðugt
og náttúrufegurð einstök. Hægt
er að gista í gamla bænum, en
þar er hvorki rafmagn né hiti.
Gönguleiðin þangað er stikuð og
boðið er upp á leiðsögn um
svæðið.
Kajaksiglingar Hlyns hafa ný-
verið fest kaup á fjallahjólum sem
leigð verða áhugasömum og Hlyn-
ur er tilbúinn að fylgja fólki um
fjörðinn hvort heldur er á hjóli
eða kajak. Einnig er hægt að fá
búnaðinn leigðan. Fjörðurinn er
oftast lygn svo kajakferð er frá-
bær afþreying, og að hjóla út með
firði er bara skemmtilegt.
Skessukatlar einstakir
Gönguklúbbur Seyðisfjarðar
setti upp göngubrú yfir Fjarðará
nýverið sem opnar skemmtilega
gönguleið og sýn að einstöku nátt-
úrufyrirbrigði sem kallast
skessukatlar og eru einstakir í
sinni röð. Einnig er vegurinn um
Fjarðarheiði meðfram Fjarðará
einn fallegasti þjóðvegarspottinn
á landinu. Hann liggur í rúmlega
600 m hæð yfir sjávarmáli með-
fram Fjarðará með sína fallegu
fossa, um 30 talsins, hvern öðrum
fallegri. Gönguklúbburinn áform-
ar að stika fleiri leiðir í sumar.
Á Seyðisfirði eru veitingahús,
netkaffi, gististaðir, sundlaug,
sauna og heitir pottar og ýmsar
verslanir. ■
4. júní 20034 Ferðalög innanlands
Þegar ferðin er skipulögð:
Góð vefsíða
fyrir ferðamenn
Á www.nat.is er hægt að komast
inn á upplýsinga- og þjónustuvef
sem hefur verið í loftinu í fimm
ár. Vefnum
er stöðugt
að vaxa
fiskur um
hrygg og er
o r ð i n n
stærsti og
efnismest i
upplýsingavefur landsins með
tæplega 2000 heimsóknir á dag.
Vefurinn nær til alls landsins,
ólíkt ótal vefsetrum hinna
dreifðu byggða, fyrirtækja og
einstaklinga.
Hann gerir fólki kleift að und-
irbúa ferðir sínar á einum stað og
í vaxandi mæli með netvæddu
bókunarkerfi, hinu eina á landinu
fyrir grasrótina, þar sem hægt er
að bóka ódýra þjónustu, líkt og hjá
flugfélögum hér og erlendis. ■
Stórborgarstúlkan MyriamDalsten lagði upp í langferðfrá Berlín árið 1996 ásamt
kærastanum sínum og var ferð-
inni heitið til Kanda. Þau byrjuðu
á að fara til Englands og síðan til
Færeyja þaðan sem leiðin lá til Ís-
lands fyrir hálfgerða tilviljun.
„Við slógumst í för með Finna
sem ætlaði að finna þorp á Íslandi
sem hefði 1.500 íbúa eða fleiri, og
setjast þar að,“ segir Myriam
hlæjandi. „Við ílentumst svo á Ís-
landi, vorum í vinnu hjá bændum
víða um land og líkaði vel.“
Myriam og kærastinn hennar
héldu svo aftur af landi brott og
unnu um tíma í Þýskalandi og
Sviss. „En Ísland kallaði,“ segir
Myriam. „Árið 1998 kom
ég til að setjast hér að. Við
keyptum bæinn Skeið í
Svarfaðardal og ákváðum
að breyta honum í gisti-
hús. Maðurinn minn þoldi
hins vegar ekki veturna á
Íslandi og fór til baka til
Þýskalands. Við erum
samt enn mjög góðir vin-
ir.“
Myriam finnst yndis-
legt í Svarfaðardalnum og
saknar ekki stórborgar-
innar. „Náttúran er svo
stórkostleg og þó ég sé
auðvitað alin upp í stór-
borg, og finnist reyndar
mjög gaman í stórborg-
um, vil ég ekki búa þar.“
Hvergi skjól fyrir mengun í
Þýskalandi
Myriam segir sannarlega mik-
ið af fallegum stöðum í Þýska-
landi. „Það er bara svo mikil
mengun. Maður getur hvergi ver-
ið í Þýskalandi og sloppið við há-
vaða frá umferðinni. Það sem
ferðamenn hér á Skeið eru að upp-
lifa eftir að hafa sofið hér eina
nótt er þessi mikla kyrrð. Fólk
heyrir ekkert nema niðinn frá
ánni og fuglasöng. Þessi friður
finnst því alveg dásamlegur.“
Myriam er skapandi einstak-
lingur og þar sem hún getur ekki
lifað af gistiheimilinu tekur hún
að sér að passa bæi fyrir bændur
í sveitinni þegar þeir þurfa að
bregða sér af bæ. „Ég er líka í
söngnámi á Akureyri og er að láta
til mín taka í pólitíkinni á Dalvík,“
segir hún hlæjandi. „Þar er ég í
Framfarafélaginu, við erum til
dæmis mjög virk í að byggja upp
samvinnu í ferðaþjónustunni.“ Þá
er Myriam líka í íslenskunámi í
Alþjóðastofunni á Akureyri.
Gistihúsið Skeið er í 18 kíló-
metra fjarlægð frá Dalvík og er
opið allt árið. ■
MYRIAM
Ílentist á Íslandi og rekur nú gistiheimili í friðsældinni
fyrir norðan.
BÆRINN SKEIÐ
Stendur á rólegum stað í botni
Svarfaðardals vestanverðum. Skeið er fyrst
nefnt á 11. öld í sögu landsins. Í botni
dalsins eru tveir jöklar, en þaðan renna
tvær ár, sem eru upptök Svarfaðardalsár.
FRÁ SEYÐISFIRÐI
Gríðarleg náttúrufegurð er á
Seyðisfirði og margt að sjá og
skoða í nánasta umhverfi.
Seyðisfjörður:
„Nýtt“ 105 ára hótel
Frá Berlín í
Svarfaðardalinn
Tók ástfóstri
við landið
Í Dalvíkurbyggð er fjölbreyttafþreying auk einstakrar nátt-úrufegurðar. Gönguleiðir eru
víða og þar geta allir fundið leið
við hæfi. Tröllaskaginn er paradís
göngufólks og byggðasafnið Hvoll
á Dalvík mjög skemmtilegt safn,
en þar er meðal annars að finna
muni Jóhanns Svarfdælings og
fjölda merkilegra hluta fyrri tíma.
Fyrir þá sem vilja slappa af eða
styrkja kroppinn í fríinu er Sund-
laug Dalvíkur góður kostur, þar er
fín sundlaug með góðum heitum
potti, gufubaði og ljósabekk.
Vatnsrennibraut heldur þeim sem
vilja meira fjör við efnið, meðan
aðrir geta tekið á í nýjum tækjum
í heilsuræktinni.
Fyrir veiðimenn er Svarfaðar-
dalsá falleg og skemmtileg sil-
ungsá þar sem alltaf er von á góð-
um fiski. En þeir sem vilja stærri
fisk geta skroppið á sjóstöng frá
Hauganesi með eikarbátnum
Níelsi Jónsyni. Fjölbreyttar
hestaferðir við allra hæfi eru frá
Hringsholti, stærsta hesthúsi
landsins.
Byggðasafnið
1. júní-31. september Byggða-
safnið Hvoll. Opið frá klukkan 11-
18 alla daga vikunnar og einnig
um helgar.
2.-17.júní Kveðið á safninu.
Þórarinn Hjartarson kveður rím-
ur. Kaffi og kleinur.
3.-13.júlí. Hinn alþjóðlegi
safnadagur. Spónasmiður sýnir
aðferðir við spónagerð. Kaffi og
kleinur.
4.-9. ágúst. Fiskidagurinn mikli.
Handverksfólk tálgar og skapar
úr fiskibeini. Kaffihúsið Sogn.
Fiskidagurinn mikli 9. ágúst,
öllum boðið í mat. Einstök fjöl-
skylduhátíð sem engin ætti að
missa af. ■
Svarfaðardalur:
Tröllaskaginn
er paradís
FRÁ HÖFNINNI Á DALVÍK
Vinalegur bær skammt
frá Svarfaðardal.