Fréttablaðið - 04.06.2003, Side 30
Austurland geymir margarnáttúruperlur og nyrstihluti Austurlands og eitt
best varðveitta leyndarmál
landshlutans er náttúruperlan
Bakkafjörður, eða Bakkaflói,
sem greinist í þrjá firði, Finna-
fjörð, Miðfjörð og Bakkafjörð.
Við Bakkaflóa eru fallegar fjör-
ur, sumar fullar af rekaviði, og
fengsælar laxveiðiár. Upp úr
aldamótum 1900 tók þéttbýli að
myndast við Bakkafjörð og er
þar nú lítið þorp og öflugur smá-
bátafloti. Skeggjastaðahreppur
er kjörland fyrir fuglaskoðara
og er krían af mörgum talin
táknræn fyrir Bakkafjörð.
Vopnafjörður dregur nafn af
landnámsmanninum Eyvindi
Vopna, sem segir frá í Vopnfirð-
ingasögu. Kauptúnið Vopnafjörð-
ur stendur á svokölluðum Kol-
beinstanga og er eitt fallegasta
bæjarstæði á Austurlandi. Í
Handverkshúsinu er hægt að
kaupa handunnar afurðir Vopn-
firðinga og gamla verslunarhús-
ið Kaupvangur er prýði í hjarta
bæjarins. Vopnfirðingar byggja
afkomu sína að miklu leyti á út-
gerð og þar eru stundaðar há-
karlaveiðar.
Sundlaug Vopnfirðinga er á
bökkum Selár þar sem hún renn-
ur í grunnu gljúfri. Á sumrin
geta sundlaugargestir horft á
veiðimenn berja fallegan hylinn
neðan við laugina. Leitun er að
jafn skemmtilega staðsettri
sundlaug, enda rómuð fyrir um-
hverfi sitt.
Lagarfljótsormurinn
laðar að
Fljótsdalshérað er stærsta
landbúnaðarhérað Austurlands,
nær yfir mestan hluta hálendis-
ins norðan Vatnajökuls og vatna-
svæði stórfljótanna tveggja, Jök-
ulsár á Dal og Lagarfljóts. Bæði
koma til sjávar í Héraðsflóa í
sameiginlegum ósi skammt frá
náttúruparadísinni Húsey. Þar er
mikið fuglalíf, merktar göngu-
leiðir og selur á ströndinni.
Í Kjarvalshvammi stendur
enn sumarhús meistara Kjarvals
þar sem hann dvaldi löngum.
Nokkru innar er hið forna höfuð-
ból Eiðar, sem lengi var helsta
skólasetur Austurlands.
Egilsstaðir eru einn af stærri
bæjum Austurlands og helsti
þjónustukjarni fjórðungsins.
Þaðan er stutt í allar áttir og þar
er Upplýsingamiðstöð Austur-
lands. Minjasafn Austurlands er
á Egilsstöðum og einnig Héraðs-
skjalasafn Austurlands, en þang-
að sækja afkomendur Vestur-Ís-
lendinga eftir upplýsingum um
forfeðurna. Á Egilsstöðum er
margvísleg ferðaþjónusta, góð
sundlaug og glæsilegur alhliða
íþróttavöllur.
Gegnt Egilsstöðum, hinum
megin við Lagarfljótsbrú, stend-
ur Fellabær, annar af stóru þétt-
býliskjörnum Héraðsins. Þar er
vinsæll 9 holu golfvöllur að
Ekkjufelli. Ýmsa þjónustu er að
finna í Fellabæ, meðal annars
fjölbreytta gistimöguleika. Í
Fellunum er mikið af góðum
veiðivötnum.
Í Lagarfljótinu, þar sem það
er stöðuvatn, býr Lagar-
fljótsormurinn (Laggi). Þar hef-
ur hann hafst við í margar aldir
og oft og tíðum skotið upp kollin-
um og kryppunum og vakið bæði
skelfingu og forvitni. Ekki er
langt síðan síðast sást til hans.
H a l l o r m s s t a ð a r s k ó g u r,
stærsti skógur Íslands, vex á
bökkum Lagarfljótsins. Þar er
Atlavík, vinsæll ferðamanna-
staður.
Frá kirkjustaðnum og höfuð-
bólinu Valþjófsstað er einn dýr-
mætasti gripur í eigu Þjóðminja-
safns Íslands, Valþjófsstaðar-
hurðin, gerð á 13. öld.
Fyrrum heimkynni trölla
Milli Skriðuklausturs og
Hengifoss er vegurinn upp á
Fljótsdalsheiði og inn að Snæ-
felli, hæsta fjalli utan jökla, sem
1.832 m hátt trónir formfagurt
yfir Fljótsdalshéraði eins og kór-
ónan á sköpunarverkinu.
Austan við Snæfell eru Eyja-
bakkar einstök gróðurvin á há-
lendinu þar sem er stærsta felli-
svæði heiðagæsa í veröldinni.
Mjóifjörður er 18 km langur
og þröngur fjörður og heitir
Fjarðardalur fyrir botni. Þar er
skógarkjarr og fossum skrýddar
fjallshliðar. Fyrir miðjum firði
norðanverðum er Brekkuþorp
en þar búa um 30 manns. Einnig
er búið á Dalatanga, þar sem er
viti og veðurathugunarstöð.
Áhugavert er að skoða gamla
vitann sem reistur var 1899.
Reyndar er skemmtileg leiðin
öll um Mjóafjörð og út á Dala-
tanga þar sem háir fossar og
skemmtilega klettóttar fjörur
skiptast á um að gleðja augað. Á
Asknesi við sunnanverðan fjörð-
inn má enn sjá leifar hvalstöðv-
ar sem Norðmenn reistu um
aldamótin 1900 og var stærsta
hvalstöð i heimi, enda unnu þar
um 200 manns.
Fáskrúðsfjörður dregur nafn
sitt af eyjunni Skrúði, hárri
klettaeyju, sem stendur við
mynni fjarðarins. Þar býr tröllið
Skrúðsbóndinn í geysistórum
helli sínum, Skrúðshelli. Mikið
fuglalíf er í Skrúðnum og nytjar
af honum miklar í gegnum tíð-
ina. Falleg kirkja er á Kolfreyju-
stað við Fáskrúðsfjörð. Kirkju-
staðurinn er kenndur við skess-
una Kolfreyju. Áður var Fá-
skrúðsfjörður heimkynni trölla
en er orðinn kunnur sem
„franski bærinn“ á Íslandi, en
seinni hluta 19. aldar og fram á
þá 20. var Fáskrúðsfjörður ein
helsta bækistöð franskra sjó-
manna hér á landi. Fáskrúðsfirð-
ingar minnast tengslanna við
Frakka á margvíslegan hátt. Alla
helstu þjónustu er að hafa á Fá-
skrúðsfirði, svo sem verslun,
banka, pósthús, sundlaug, lækn-
isþjónustu og fleira. ■
4. júní 200316 Ferðalög innanlands/Austurland
Fyrir nokkrum árum var settupp á Fáskrúðsfirði safniðFransmenn á Íslandi og átti
Albert Eiríksson frumkvæði að
því. Franskir sjómenn veiddu við
Ísland í rúmlega þrjár aldir, og
höfðu aðalbækistöð sína á Fá-
skrúðsfirði. Þeir byggðu þar
nokkur hús, höfðu ræðismann og
lækni og enn þann dag í dag má
sjá greinileg ummerki um veru
Frakkanna þar.
Petrína Rós Karlsdóttir leið-
sögumaður hefur farið reglulega
með franska ferðamenn á safnið
og segir þá undantekningarlaust
mjög snortna yfir þessari sögu.
„Þeir eru að sama skapi afar glað-
ir að koma í lítið sjávarþorp þar
sem sögunni eru gerð jafn góð
skil,“ segir Petrína. „Franski graf-
reiturinn á Fáskrúðsfirði er líka
mjög aðgengilegur og þar eru göt-
ur merktar á íslensku og frönsku.
Þá vekur það alltaf jákvæð við-
brögð gesta minna að heyra að Fá-
skrúðsfirðingar draga upp fána á
Bastilludaginn 14. júlí.“
Petrína segir einnig vert að
benda á bæjarhátíðina Franska
daga sem haldnir eru á Fáskrúðs-
firði síðustu helgina í júlí.
„Hátíðin dregur að sér fleiri
þúsund gesti árlega,“ segir Petr-
ína. „Þetta er fjölskylduvæn bæj-
arhátíð þar sem stutt er í grín og
glens. Eitt árið var til dæmis
haldið Íslandsmeistaramót í
sveskjusteinaspýtingum, annað
árið í stígvélasparki og í fyrra var
haldinn markaður með staka
sokka.“ Upplýsingar um safnið og
Franska daga má fá á
www.faskrudsfjordur.is. ■
Austurland:
Ólýsanleg
fegurð Austfjarða
FRÁ REYÐARFIRÐI
Einn af mörgum fallegum
bæjum á Austfjörðum.
FRÁ FRÖNSKUM DÖGUM
Mikill mannfjöldi sækir Fáskrúðs-
fjörð heim síðustu helgina í júlí,
en þá halda heimamenn bæjarhá-
tíðina Franska daga.
Spennandi saga Fransmanna á Fáskrúðsfirði:
Áhugavert safn
og mikil bæjarhátíð
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Mest lesna blaðið - alls staðar!