Fréttablaðið - 04.06.2003, Page 32

Fréttablaðið - 04.06.2003, Page 32
4. júní 200318 Ferðalög innanlands Frá Ægisgarði við Reykjavíkur-höfn er hægt að fara í hvala- skoðunarferðir daglega meðhvalaskoðunarskipinu Eldingu. „Við byrjuðum í Keflavík vorið 2000,“ segir Einar Örn Einarsson leiðsögumaður, „en síðan hefur þetta þróast þannig að nú gerum við alfarið út frá Reykjavík. Við erum með þrjár fastar ferðir á dag, en síðan eru alls kyns auka- ferðir í boði, stangveiðiferðir, þar sem farþegar geta jafnvel gert að aflanum og grillað hann um borð, veisluferðir og ævintýraferðir hvers konar fyrir hópa. Við skil- greinum okkur sem þjónustuaðila í skemmtisliglingum,“ segir Ein- ar. Blaðamaður tók sér ferð á hendur með Eldingu en hafði ekki miklar væntingar um hvalamergð á leiðinni. Það brá hins vegar svo við að fjöldi hvala bylti sér fyrir farþega þennan fallega sunnudag, sem þar að auki var sjómannadag- urinn, og hnísuhópar léku sér við skipshlið, sem var ótrúlega skemmtileg sjón. Einar segir að árangurinn í hvalaskoðuninni sé 98%, sem sé talsvert umfram það sem gengur og gerist í öðrum löndum. „Svo má ekki gleyma því að við erum líka með svokallaðar sæþotur eða „jet ski“ og það hefur verið vinsælt að fara með minni bátnum okkar út á sundin, leika sér á þeim, veiða og grilla,“ segir Einar. Elding býður líka upp á sigl- ingar í Hvalfjörðinn með leið- sögn. „Það er afskaplega skemmtilegt svæði, þrungið ör- lögum og atburðum gegnum ald- irnar, hérna rétt við bæjardyrn- ar.“ Einar segir sögu Eldingarinn- ar skemmtilega. Hún var smíð- uð í Kópavogi fyrir Hafstein kafara frá Akranesi, sem var þekktur víða um heim, en hann smíðaði nokkrar seglskútur sem allar bera nafnið Elding. „Hann lét smíða þessa sem björgunar- og aðstoðarskip fyrir síldarflot- ann, en skipasmíðastöðin sem smíðaði hana fór á hausinn svo Hafsteinn stal henni úr slippn- um. Síðar var lokið við smíðina og nú á hún langan og lánsaman feril að baki. Eldingin var afla- sælt fiskiskip um tíma, en end- urbyggð frá grunni árið 1997 og hefur hentað sérstaklega vel í þessar ferðir,“ segir Einar að lokum. ■ FARÞEGAR Á ELDINGU Horfa hugfangnir á hvalina bylta sér í sjávarborðinu. Hvalaskoðun frá Reykjavík: Á gömlu fengsælu og „stolnu“ skipi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.