Fréttablaðið - 04.06.2003, Page 45
25MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2003
Pondus eftir Frode Øverli
OUTLET GRANDI
ATHUGIÐ! AÐEINS Í 5 DAGA
GERÐU FRÁBÆR KAUP Á MERKJAVÖRU Í
HÆSTA GÆÐAFLOKKI Á ÓTRÚLEGU VERÐI
50 – 80% LÆGRA VERÐ
HÓLMASLÓÐ 4, 2. hæð
(gula húsið við Granda)
OPIÐ: 4.6. til 8.6.
FRÁ KL. 11-19
SÍMI: 694 8907
PETIT BATEAU
Frönsk hágæða barnanærföt og náttföt
ÖNNUR MERKI FYRIR MINNA:
Úrvals pólóbolir og skyrtur fyrir karlmenn
EVENFLO
Kerrur, burðarpokar, bílstólar og fleira
ÖRFIRISEY
H
Ó
L
M
A
S
L
Ó
Ð
FIS
KI
SL
ÓÐ
GR
AN
DA
GA
RÐ
UR
OUTLET GRANDI
13.30 Karl Júlíus Eiðsson, áður Lauga-
vegi 159a, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu.
13.30 Jón Finnur Jóhannesson, Kópa-
vogsbraut 22, Kópavogi, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju.
15.00 Minningarathöfn um Unu Guð-
rúnu Einarsdóttur, Sólbakka 3,
Breiðdalsvík, fer fram frá Foss-
vogskirkju.
Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í
Reykjavík, lést 2. júní.
Sveinn Guðmundsson, Blöndubakka 3,
lést 1. júní.
Valdimar Óskarsson, Lækjarsmára 2,
Kópavogi, lést 1. júní.
Kristján G. Kristjánsson, fyrrverandi
hafnarvörður, lést 31. maí.
■ Jarðarfarir
■ Andlát
Æskan líður, ung og fjörleg
STÚDENTAR „Þetta er afskaplega
samheldinn og skemmtilegur hóp-
ur,“ segir Ingileif B. Hallgríms-
dóttir en gamlir skólafélagar henn-
ar úr A-bekk Menntaskólans í
Reykjavík söfnuðust saman á
heimili hennar í Vesturbænum á
laugardaginn áður en haldið var á
Jubilantaball MR á Hótel Sögu.
„Við höfum haft það fyrir sið að
hittast alltaf í tvígang á fimm ára
fresti og þar fyrir utan hittist fólk
svo oftar í minni.“
Ingileif og gestir hennar út-
skrifuðust frá MR árið 1938 og
voru því að fagna 65 ára stúdents-
afmæli sínu. Það var létt yfir hópn-
um sem ræddi málin yfir guða-
veigum og stemningin var slík að
fátt gaf til kynna að gestirnir væru
allir komnir vel yfir áttrætt.
Í hópnum voru meðal annarra
bankastjórarnir fyrrverandi Jónas
Haralz og Helgi Bergs, en Jónas
telur víst að það sé einsdæmi að
tveir bekkjarfélagar hafi verið
bankastjórar á sama tíma, Ástríð-
ur Andersen, fyrrverandi sendi-
herrafrú, ekkja Hans G. Andersen,
þjóðréttarfræðings og sendiherra,
og Margrét Vilhjálmsdóttir, ekkja
Andrésar Björnssonar, fyrrver-
andi útvarpsstjóra.
Ástríður og Ingileif segja að
þrátt fyrir að hópurinn sé ólíkur og
að oft hafi verið himinn og haf
milli fólks, ekki síst í pólitík, þá
hafi vináttan ætíð verið byggð á
traustum grunni.
A-bekkurinn frá 1938 er ekki
síst merkilegur fyrir þær sakir að
stúlkur voru í yfirgnæfandi
meirihluta, sem var einsdæmi á
þessum árum. „Við vorum nítján
stelpurnar,“ segir Ingileif „en allt
frá 1915 til 1938 urðu stelpurnar í
bekk aldrei fleiri en átta og árin
eftir 1938 fækkaði stúlkunum aft-
ur. Ég veit ekkert hvernig stóð á
þessum fjölda í okkar árgangi.“
Jónas segist einhvern tíma
hafa skoðað hagskýrslur og reynt
að fá einhvern botn í þetta, meðal
annars með tilliti til spænsku
veikinnar, en hafi ekki fundið
neinar haldbærar skýringar.
Hann lætur það svo fylgja sög-
unni að piltarnir hafi síður en svo
kunnað illa við sig í kvennafansin-
um. „Þær voru mjög áberandi og
það var eftir þeim tekið þar sem
þær spókuðu sig í fínum, gráum
dröktum. Ég var á stærðfræði-
braut og þar voru tómir strákar,
þannig að við fórum í ræningja-
ferðir og hinir urðu þá bara að
reyna að stela þeim til baka.“
thorarinn@frettabladid.is
Við Laugaveg 1 stendur látlausttimburhús á einni hæð með
háu risi. Hús þetta var reist árið
1848 og var hugmyndin að reka
þar veitingasölu. Reksturinn gekk
ekki sem skyldi og var húsið selt
Jóni Péturssyni yfirdómara. Jón,
sem var bróðir Brynjólfs Fjölnis-
manns, var lengi dómstjóri við
Landsyfirréttinn og sat á Alþingi.
Á meðan Jón og fjölskylda
hans bjuggu í húsinu var það prýtt
glæsilegum málverkum og ýmsu
skrauti, ef marka má frásögn
Benedikts Gröndal. Í hallanum
neðan við húsið var fagur aldin-
garður umgirtur háum grjótgarði.
Árið 1915 hófu tveir kunnir at-
hafnamenn verslunarrekstur í
húsinu. Opnuðu þeir matvöru-
verslunina Vísi sem enn er til
húsa að Laugavegi 1. Húsinu hef-
ur verið talsvert breytt á síðari
árum. ■
ÚTSKRIFTARÁRGANGURINN 1938
Samankomin í Hressingarskálagarðinum,
nýbúin að setja upp hvítu kollana. Það
fylgir stúdentafögnuði að söngurinn
Gaudeamus er kyrjaður. Þar segir meðal
annars að æskan líði, ung og fjörleg en
„ellin bíður, þung og hrörleg“. Hún virðist
þó lítið hafa bitið á þennan líflega hóp
sem söng óðinn til æskunnar fyrst fyrir 65
árum síðan.
GAUDEAMUS
Þessi gamli stúdentasöngur var leikinn hátt og snjallt þegar hópurinn stillti sér upp fyrir
myndatöku og skömmu síðar var hringt á stóran leigubíl og hópurinn fór á ball á Hótel
Sögu. Á myndinni eru: Jónas Haralz, Hjalti Gestsson frá Hæli, Margrét Sigurðardóttir, Helgi
Bergs, Ingileif B. Hallgrímsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigfríður Nieljohniusdóttir, Guð-
mundur Pétursson og Ástríður Andersen.
Pældíðí...maður
sér það alltaf
á söngvurum
hvernig tón-
listin er!
Sko...ef þeir
halda SVONA á
míkrófóninum er
örugglega sveitt
grúv!
...og ef allir í
bandinu eru eins
klæddir...úff,
maður...
Þúsund-
kall fyrir
eyrna-
tappa!
En ef þeir halda
SVONA... þá er
það pottþétt
köld blómkáls-
súpa!
Hvað
mein-
arðu?
Einmitt!
HREÐJA-
GRIP!
Akkúrat...
algjör
Michael
Bolton!
■ Húsið