Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 1
● óttast ekki veðurfarið Landsliðsþjálfari Þýskalands: ▲ SÍÐA 28 Stefnir að sigri ● vikan sem var Valgerður Matthíasdóttir: ▲ SÍÐA 38 Flytur með Bo ● partí þrjátíu vinkvenna Elma Lísa Gunnarsdóttir: ▲ SÍÐA 32 Þrítug í dag ● leyndardómar ástarinnar Rúnar Júlíusson: ▲ SÍÐA 38 Saman í fjörutíu ár MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 28 Sjónvarp 36 LAUGARDAGUR FRÆÐIR UM MANNRÉTTINDI Dómsmálaráðherra segist munu fræða Luo Gan, æðsta yfirmann löggæslumála í Kína, um afstöðu íslenskra stjórnvalda til mann- réttindamála. Sjá bls. 2 MIÐLAR MÁLUM Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir stjórn sína reiðubúna að hlusta á gagnrýni sem komið hefur fram á ályktun hennar um framtíð Íraks. Sjá bls. 2 BJÓÐA KYNNINGU Talsmenn Greenpeace bjóða fram aðstoð sína við að kynna Ísland sem ferðamanna- stað ef látið verður af hrefnuveiðum í rann- sóknaskyni. Þeir telja að þetta geta skilað Íslendingum milljörðum. Sjá bls. 6 MINNA SJÚKRAHÚS? Framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs Landspít- ala – Háskólasjúkrahúss segir það skilaboð frá stjórnvöldum að minnka sjúkrahúsið ef fjárframlög eru ekki í samræmi við verkefni þess. Sjá bls. 8. STÓRLEIKUR Í LAUGARDAL Ís- lenska landsliðið tekur á móti Þjóðverj- um í fyrri leik liðanna í undankeppni Evr- ópumeistaramótsins í fótbolta klukkan 17:30 í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Ís- land mætir sameinuðu liði Þýskalands en það hefur 16 sinnum mættum liðum Austur- og Vestur-Þýskalands. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM ÚRKOMA í borginni. Bjart allra norðaustast, vindur genginn niður og lítið eitt kólnandi. Sjá nánar bls. 6 UMFERÐARÞUNGI „Met var sett í umferðarþunga í Ártúnsbrekk- unni í síðustu viku þegar um 82 þúsund bílar óku þar um á sólar- hring. Bílunum fór þó örlítið fækkandi seinni hluta þessarar viku,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborg- ar. Björg segir að á sama tíma í fyrra hafi rúmlega 74 þúsund bílar ekið um Ártúnsbrekkuna á sólarhring. Hluta að aukning- unni má rekja til framkvæmda á gatnamótum Stekkjabakka og Reykjanesbrautar. Erfiðustu umferðarstíflurnar myndast á Miklubraut og Kringlumýrarbraut þar sem að- eins eru tvær akreinar í hvora átt. Á Miklubrautinni austan við Kringlumýrarbraut er gatna- kerfið að springa, en þar fara um 42 þúsund bílar á sólarhring. „Þar getur hreinlega ekki orðið aukning á umferð, gatnakerfið er fullmettað.“ Björg segir að stöðugt sé unnið að lausnum til að greiða fyrir umferð á Miklu- braut og Kriglumýrarbraut. „Í dag er hugsað meira fram í tím- ann en áður var og gert ráð fyrir aukinni umferð. Það sést best á gamla bænum í Reykjavík, þar sem gatnakerfið er barn síns tíma.“ ■ IÐNAÐUR „Það verður kannað á næstu vikum og dögum með Hitaveitu Suðurnesja og Orku- veitu Reykjavíkur hvort þær geti lagt til orku. En það er lítill tími til stefnu,“ segir Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Lands- virkjunar að fresta Norðlinga- ölduveitu. Frestunin setur áform um stækkun á Norðuráli í fullkomið uppnám. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er verið að kanna hvort jarðvarma- virkjun geti komið í stað fyrir- hugaðrar Norðlingaölduveitu. Mikil óvissa er um að slíkt tak- ist. „Ég er eiginlega hvorki svart- sýnn né bjartsýnn heldur reyni ég að kanna alla möguleika. Það kemur svo í ljós hver niðurstað- an verður,“ segir Ragnar. Hann segir að Norðurál sé í ágætum rekstri og því sé það ekk- ert úrslitaatriði að fyrirtækið stækki. „Við hefðum náð fram ákveð- inni stærðarhagkvæmni sem þá næst ekki. Þetta er fjárfesting upp á 26 milljarða króna sem frestast eða fellur niður ef við fáum ekki orku,“ segir Ragnar. Hann segir að þegar liggi fyrir viðunandi tilboð í súrál og raf- skaut. Verð á súráli hafi verið að hækka undanfarið og ekki sé hægt að segja fyrir um þróunina. „Við höfum mjög stuttan tíma til að svara þessu tilboði. Það hefði því verið gott að nýta þetta lag til að fara í þessa framkvæmd. Þetta er kannski ekki beint tjón en við missum af tækifæri. Íslenskt sam- félag missir af tækifæri til að auka við útflutningstekjurnar. Vestur- land sem atvinnusvæði missir sér- staklega af tækifæri,“ segir Ragn- ar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sendi Davíð Oddssyni forsætisráðherra yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsir áhyggjum bæj- arstjórnar vegna frestunar Norð- lingaölduveitu og segir samfélagið á Akranesi hafa búið sig undir að mæta fjölgun starfa og þar með íbúa vegna stækkunar Norðuráls. Hann beinir þeirri áskorun til for- sætisráðherra að gripið verði til aðgerða til að vega upp á móti áhrifum frestunar. Þá er þess kraf- ist að ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að höggva á þann hnút sem virð- ist vera í málinu varðandi orkuöfl- un Landsvirkjunar. rt@frettabladid.is Meira á bls. 4 BÍLL VIÐ BÍL Umferðin gengur oft hægt fyrir sig á sumum helstu umferðaræðum borgarinnar. Sérstaklega er brýnt að greiða fyrir umferð á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Met var sett í umferðarþunga í Ártúnsbrekku á dögunum. Umferðarþunginn eykst á helstu götum höfuðborgarsvæðisins: Hluti gatnakerfisins er sprunginn 6. september 2003 – 213. tölublað – 3. árgangur Kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu: Bandaríkin gefa eftir WASHINGTON, AP Bandaríkjastjórn hefur fallið frá kröfum sínum um að Norður-Kórea leggi til hliðar kjarnorkuáætlun landsins áður en áframhaldandi efnahagsað- stoð frá Bandaríkjunum kemur til álita. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið staðfesti þetta síðdeg- is í gær. Hótanir gengu á víxl eft- ir að fundi sex ríkja um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreu lauk í Peking á dögunum en nú virðist mesti móðurinn runninn af full- trúum ríkjanna. Frekari viðræð- ur eru fyrirhugaðar um málið innan tveggja mánaða. ■ Omagh-tilræðið: Fyrsta ákæran BELFAST, AP 34 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir að eiga þátt í sprengjuárásinni í Omagh sem kostaði 29 manns lífið. Árásin er mannskæðasta tilræðið í sögu átakanna á Norður-Írlandi. Maðurinn er fyrsti einstakling- urinn sem er ákærður fyrir árásina. Hann mætir fyrir dómara í dag og er búist við að þá verði upplýst hver maðurinn er. Hann er talinn hafa átt þátt í skipulagningu sprengjuárás- arinnar. Kona hans var handtekin með honum en henni var sleppt á fimmtudag. ■ STJÓRNARHERMAÐUR Indónesískur hermaður í eftirlitsferð í Aceh-héraði. Átökin í Aceh-héraði: 800 fallnir INDÓNESÍA, AP Indónesískir stjórn- arhermenn skutu til bana tólf meinta uppreisnarmenn og hand- tóku átta í hörðum bardaga í Aceh-héraði. Að sögn talsmanns hersins áttu átökin sér stað í frumskógi skammt frá bænum Lhokseumawe. Stjórnarherinn segist hafa drepið 800 uppreisnarmenn og handtekið hátt í 1.400 síðan hern- aðaraðgerðir gegn aðskilnaðar- sinnum í Aceh-héraði hófust 19. maí síðastliðinn. Talsmenn upp- reisnarmanna fullyrða hins vegar að mannfall í þeirra röðum sé óverulegt en herinn hafi myrt fjölda óbreyttra borgara. ■ ■ „Íslenskt sam- félag missir af tækifæri.“ 26 milljarða króna fjárfesting í uppnám Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls, segist hvorki bjartsýnn né svartsýnn á orkuöflun. Akurnesingar senda forsætisráð- herra ákall vegna frestunar Norðlingaölduveitu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Magnús Scheving Leiðin til Latabæjar Tæp tvö ár eru liðin frá árásinni á Bandaríkin og Osama bin Laden er enn ófundinn. Sumir telja hann látinn en aðrir segja hann í óðaönn við að skipu- leggja aðra hryðjuverkaárás úr felustað sínum. Osama bin Laden ▲ SÍÐA 20 Finnst ekki þrátt fyrir mikla leit ▲ SÍÐA 14 Latibær með íþróttaálf Magnúsar Scheving í broddi fylkingar mun senn koma fyrir augu barna um víða veröld. Ferðin hefur staðið í ellefu ár og nú er risasamningur í höfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.