Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 33
GamanleikarinnJerry Lewis
hélt á dögunum
góðgerðarsam-
komu þar sem
hann safnaði 4,8
milljörðum króna
fyrir þá sem þjást
af MS-sjúkdómnum. Á meðal
þeirra sem gáfu vinnu sína á
samkomunni voru Celine Dion og
Cher. Lewis er sjálfur með af-
brigði af sjúkdómnum. Hann er
orðinn 77 ára gamall.
Fyrrverandi kona Rods Stewarts,Rachel Hunter, á að leika í
breskri útgáfu af Sex and the City
sem kallast „Höfnun“. Rachel
leikur aðalhlutverkið, hina mjög
svo frjálslyndu Georgie, og ef
trúa á orðum hennar mega áhorf-
endur eiga von á enn grófari þætti
en hinum upprunalega Sex and
the City. Í viðtali á dögunum
spurði stúlkan: „Það er engin rit-
skoðun þegar það kemur að nekt í
Bretlandi, er það nokkuð?“
Dennis Rodman og löggan íBandaríkjunum hafa lengi
eldað grátt silfur saman. Nú um
daginn handtók löggan hann
meira að segja fyrir að sigla
bátnum sínum fullur. Þetta var í
Orange-sýslu en vitni höfðu
hringt og hvartað undan látunum
í kauða. Lögreglan segir að hann
hafi í raun verið svo fullur að
þeir þurftu ekki að taka á honum
heldu héldu bara á körfubolta-
kappanum og komu honum svo í
fangageymslur svo hann gæti
sofið úr sér.
Danska súpermódelið HelenaChristensen er vönust því að
vera fyrir framan myndavélina
en nú á föstudaginn opnaði hún
ljósmyndasýningu í London þar
sem myndirnar eru allar hennar
en bara ekki af henni. Hún þykir
nefnilega hæfileikaríkur ljós-
myndari og myndar auðvitað
bara stjörnurnar. Þarna er meðal
annars að finna myndir af Bono,
Michael Stipe úr R.E.M. og
Robbie Williams. Sýningin er í
Proud-galleríinu og lýkur 4.
október.
Ameríska kvikmyndastjarnanRaquel Welch lenti í bílslysi
á dögunum og þurfti á aðgerð að
halda vegna þess að handleggur-
inn á henni brotnaði. Þetta var
auðvitað í Beverly Hills en
Raquel er 63 ára og keyrði aftan
á bíl á Bensinum sínum. Hún er
þó sem betur fer á batavegi.
33LAUGARDAGUR 6. september 2003
12.00 KK og Maggi gáfu út sum-
arsmell ársins, 22 ferðalög, og fylgja
honum eftir vítt og breitt um landið.
Mæta í Bása í Þórsmörk og létta lund
mannfólksins.
22.00 Það er víst til eitthvað sem
heitir dúndrandi harmonikuball og upp-
lifunin er einstök. Miklu einstakari en allt
sem þeir auglýsa í sjónvarpinu. Því
Harmonikufélag Reykjavíkur er ekkert
venjulegt félag og félagarnir eru í Eyjum.
Halda geðfríkað ball í Höllinni í Eyjum
ásamt söngkonunum Ragnheiði
Hauksdóttur og Corinu Cubid. Dans
fyrir alla og stuð fyrir fleiri en alla.
22.00 Úúúúúúú, teknókvöld á
Grandrokk. Nei, það er ekki á hverjum
degi sem þéttu skífuþeytararnir Dj
Rikki, Exos, Tómas, Frímann, Bjössi,
Tómas aftur, Spúnk og Kira Kira koma
saman. Þetta gæti orðið nokkuð gott
kvöld. Einhverjir eru á 4 dekkja blöndur-
um á meðan aðrir eru á lifandi settöppi.
Grandrokk er framsækinn staður, sann-
kallaður sólargeisli í borg óttans.
Stuðsýningin Le Sing er á Broadway
í kvöld þar sem ýmsir leikarar og söngv-
arar halda uppi fjörinu.
Harðkjarnakvöld verður í Undirheim-
um Fjölbrautaskólans í Breiðholti í
kvöld. Þar koma fram hljómsveitirnar
Stretch Armstrong, I Adapt, Andlát og
Fighting Shit.
Exos, Tómar THX, Dj Rikki og Frí-
mann & Bjössi leika á Grand Rokk í
kvöld.
Hinir geysivinsælu Merry Plough-
boys leika á Fjörukránni í kvöld. Hilmar
Sverrisson leikur síðan fyrir dansi til kl.
03.00.
Á móti sól lofar stemningu fram eftir
öllu á Gauknum í kvöld.
Spútnik heldur dúndurball á Pakk-
húsinu í kvöld.
Hljómsveitin Hunang verður á
Players í kvöld.
Milljónamæringarnir skemmta
ásamt Páli Óskari & Bjarna Ara á
Castro í Reykjanesbæ í kvöld í tilefni
Ljósanætur.
Hinn eini sanni Geirmundur Valtýs-
son og hljómsveit halda uppi sveiflunni
á Kringlukránni í kvöld.
Tommi White og Raggi Gúrka á
Vegamótum. Tommi spilar house, diskó,
funk o.f.l. Raggi spilar undir á bassa.
Óskar Einarsson trúbador skemmtir
gestum á Ara í Ögri í kvöld.
Sálin hans Jóns míns heldur loka-
dansleik sumarsins á Broadway í kvöld.
Strákarnir úr hljómsveitinni Jagúar verða
þeim til halds og trausts.
The Hefners verða með diskó á Zet-
unni í Keflavík.
Stjórnin leikur í Sjallanum á Akur-
eyri í kvöld. Sveitin hefur ekki haldið ball
þar í nokkur ár.
SSSól leikur fyrir dansi á Players í
Kópavogi í kvöld.
Ljósbrá verður á Græna hattinum,
Akureyri.
Solla söngfugl og Njalli í Holti
verða á Kaffi strætó. Það er eitthvað við
þau. Ó já!
Skítamórall leikur ásamt Írafári í
Stapanum Reykjanesbæ í tengslum við
Ljósanótt þar syðra. Í fyrra sóttu yfir 20
þúsund manns Reykjanesbæ heim
þetta kvöld og voru móttökurnar hinar
prýðilegustu.
Hermann Ingi Jr. á Búálfinn endur-
tekur leikinn frá því í gær og tryllir konur
og karla á Búálfinum í Hólagarði.
Breiðholt rules!
Búðarklettur, Borgarnesi, Traffic.
Nafnið er sæmilega kúl og það verður
gaman ef þér þóknast að drattast af
stað.
Á Hellu er til huggulegur kaffistað-
ur sem er reyndar pöbb líka. Hann
heitir Kristján X og er svoldið kósí.
Þú beygir beint af brúnni og brunar
niður eftir lengstu og stærstu götunni
í bænum þar til þú kemur að Hellu-
bíói. Kristján X er þarna við hliðina.
Svoldið danskt nafn en í kvöld spila
Tríóið Copy og Paste. Leynigestur
kemur svo þegar allir hafa skolað
einhverju niður.
Gísli galdur í Leikhúskjallaranum.
Danni og Dixílanddvergarnir eru
auðvitað aftur á Kaffi Central.
Ekki trúa öllu sem þú lest. Dj
Steini og Olli eru góðir strákar og
drengilegir mjög. Halda uppi fjörinu
á Amsterdam!
Dj Johnny Logan á flottasta plötu-
snúðanafn landsins og það er nú ekkert
smá. Hann þeytir skífum á Felix í kvöld.
Á skemmtistaðnum Catalína mætir
gamla kempan Halli Reynis og syngur
ofan í gesti og gangandi.
Hilmar Sverrisson og Merry
Ploughboys skipta bróðurlega á milli
sín kvöldinu á Fjörukránni. Hann með
ball á eftir írskri kráarstemningu þeirra.
Og það er nú eitthvað til að skola þessu
öllu saman niður með. Stuð í firðinum.
Þóóóóór Bæring heldur uppi þvílíkt
mögnuðu stuði á Glaumbar í kvöld.
Gunnukaffi er á Hvammstanga og
þar verður Gilitrutt.
Dj Benni á Hverfisbarnum.
Kaffi Krókur á Sauðárkróki býður
upp á hina mögnuðu Sixties í kvöld. Ef
það verður ekki móða á rúðunum í
kvöld þá er eitthvað mikið að.
Svo verður Jói með létta tónlist í
kvöld á Kaffi-læk.
Nasa er langflott-
asti skemmtistaður-
inn í Reykjavík en því
miður með eitt af
ljótustu nöfnunum.
Þetta er altalað. Þessi
staður er svo fallegur
að innan að fólk fell-
ur í stafi sé það ekki þegar fallið í... Nei,
nei. Jónsi Í svörtum fötum tryllir lýðinn
með hljómsveit sinni en hann er víst
langflottastur líka.
Douglas Wilson á Odd-vitanum,
Akureyri.
Pakkhúsið: Spútnik.
TÓNLEIKAR Birkir Viðarsson er
helsti krossfari rokksins á Ís-
landi. Hann er duglegasti inn-
flytjandi hljómsveita en hann
græðir ekki krónu á því. Síðustu
árin hefur hann af einskærum
metnaði staðið fyrir innflutningi
á fjölda bandarískra rokkbanda
og þannig skaffað rokkþyrstum
Íslendingum skammtinn sinn.
Í síðustu viku hélt hann tón-
leika með sveitinni Let It Burn,
en í dag er komið að hljómsveit-
inni Stretch Arm Strong.
„Þetta er mjög beinskeytt
sveit á tónleikum og það er tonn
af áhrifum í gangi í tónlistinni,“
segir Birkir, sem hefur fylgst
með sveitinni um langt skeið.
„Það er fullt af hreinum söngköfl-
um, svo öskrar söngvarinn ofan á
metal-, pönk- eða hardcore gítar-
riff. Mjög fjölbreytt sveit, fáran-
lega kraftmikil og alltaf grípandi.
Þegar ég hélt í sakleysi mínu að
hardcore væri að skíta í sig fyrir
fjórum eða fimm arum, þá komst
ég yfir safndisk með þessari sveit
og það var miklu flottara en allt
sem var í gangi á þeim tíma.“
Birkir lýsir tónlistinni sem
frekar ástríðufullri og segir text-
ana einlæga. „Þetta er ekki póli-
tískt band eða reitt. Þetta er með
stærri böndum í þessari senu í
Bandaríkjunum, svipað stórt og
Sick of It All.“
Birkir hefur samband við
sveitirnar upp á eigið frumkvæði
og býðst til þess að halda utan um
tónleikana. Sveitirnar taka
áhættu með því að koma hingað
því eina tekjulindin er innkoma af
inngangseyri. Birkir setur ekkert
í sinn vasa. „Þess vegna er svo
mikilvægt að allir komi, til þess
að halda svona starfsemi gang-
andi.“
Tónleikar Stretch Arm Strong
verða í Undirheimum FB í kvöld
og hefjast kl. 18. Um upphitun sjá
hljómsveit Birkirs, I Adapt, sem
nýlega er komin úr löngu tón-
leikaferðalagi um Evrópu, Andlát
og Fighting Shit.
Ekkert aldurstakmark er og
ölvun er harðbönnuð. 1.000 kr.
inn.
biggi@frettabladid.is
Mér hefur fundist það frekarlúðalegt síðustu misseri
hvernig rokkið virðist vera farið
að snúast um það hver sé harðast-
ur eða kraftmestur. Þetta skiptir
ekki öllu máli, því það eru margar
leiðir til þess að vera beittur.
Gamla breska sveitin Killing
Joke er ekki sú þyngsta eða
pungsveittasta en sker samt
dýpra en flestar ungu rokksveit-
irnar í dag.
Rödd Jaz Coleman söngvara
setur mikinn svip á nýju plötuna.
Textarnir eru stórkostlegir, nán-
ast allir um stöðu heimsmála og
hér eru öll spjót úti. Utanríkis-
stefna Bandaríkjanna fær m.a.
einn á tjúllann hér í laginu „Total
Invasion“.
Coleman kýs frekar að túlka
texta sína með tilþrifum í sam-
ræmi við innihald þeirra en að
syngja fallega. Fyrir vikið hljóm-
ar hann eins og sárþjáður sand-
blásinn engill sem berst fyrir
réttvísinni í hjarta helvítis. Ynd-
islegt.
Fyrir þá sem ekki vita urðu
liðsmenn Killing Joke Íslandsvin-
ir á Rokk í Reykjavík tímabilinu
og áttu sinn þátt í því að splundra
bestu sveit þess tíma, Þey, í ör-
eindir sínar.
Killing Joke hefur nokkuð sem
margar sveitir vantar í dag, til-
gang. Þessi tónlist er hjartans mál
og það skín í gegn. Hér er ekki
verið að reyna að safna grúbbíum
í hljómsveitarútuna. Hér er verið
að reyna að bjarga heiminum frá
glötun.
Svo er eins og allt sem Íslands-
vinurinn Dave Grohl snerti verði
að gulli. Hann sér um trommu-
leikinn, og er auðvitað stórkost-
legur. Frábær plata.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
KILLING JOKE
Killing Joke
Sárþjáður
sandblásinn
engill
STRETCH ARM STRONG
Er með stærri rokksveitum í bandarísku harðkjarnasenunni. Rokkarar á öllum aldri fá
tækifæri til þess að sjá sveitina í Undirheimum FB í kvöld.
„Fjölbreytt, fáranlega
kraftmikil og alltaf grípandi“
hvað?hvar?hvenær?
3 4 5 6 7 8 9
SEPTEMBER
Laugardagur