Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 21
Börsungar eiga mikið lið ogharðsnúið í fótbolta. Fátt er þar þó heimamanna en þeim mun fleira aðkomufólk á mála og marg- ur Hollendingurinn síðan Johan Cruyff fór fyrir Glóaldinsgang- verki Niðurlendinga sællar minn- ingar og gerði garðinn frægan í röðum Barselónumanna á Nývangi - Camp Nou - á áttunda áratug ald- arinnar sem leið. Eigiaðsíður er Futbol Club Barcelona ennþá „més que un club“ (meira en knatt- spyrnufélag) svo að slett sé kata- lónsku og vitnað í fleyg orð eins af formönnum félagsins fyrr á tíð, þá er Börsungar gerðust eitt helsta tákn þjóðernishyggju Katalóníu- manna. Stoltir félagsmenn Real Madrid er vissulega eitt helsta stolt fótboltafíkinna Ma- drídarbúa. Þó er það engan hátt einskonar hornsteinn madrísks samfélags sem Barselóna þess katalónska. Madrídingar hafa ein- faldlega ekki til að bera þá þjóð- ernishyggju sem til þarf og setur svip sinn á ýms héruð Spánar. Þeir eru sumir í mesta lagi spænskir þjóðernissinnar, sem er sosum ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ma- drídarborg er án efa meiri deigla en Barselóna, deigla þar sem sam- an bráðnar fólk úr öllum áttum innanlands og úr öllum heimshorn- um nú síðustu ár með fjölgun inn- flytjenda á Spáni. Fáir innfæddir borgarbúar eru heldur Madríding- ar að langfeðgatali. Fæstir ná að rekja lengra aftur en 2-3 ættliði. Og Real Madrid hefur aldrei getað orðið tákn neins líks þótt félagið hafi löngum verið talið nokkurt teikn miðstýringarafls höfuðborg- arinnar. Og það var vissulega nokkur augasteinn Francos ein- ræðisherra. Það er því ekkert grundvallaratriði að vera félagi í Real Madrid eða gallharður stuðn- ingsmaður þess til að teljast fram- bærilegur Madrídarbúi. Hins veg- ar liggur við að enginn sé almenni- legur Barselónubúi, eða jafnvel Katalóni, nema hann hafi einhverj- ar taugar til Börsunga. Futbol Club Barcelona - Barça - er í mörgu einskonar kjarni katalónskrar þjóðernishyggju. Það er meiri upp- hefð - eða minna feimnismál - að vera áhangandi hinna rauðbláu Börsunga en hvítvoðunganna í Real Madrid ef maður telst til þekktra mannlífsbrekkna, menn- ingarvita og listamanna hvors staðar. Örfáir slíkir eru yfirlýstir Madrídingar. Í Katalóníu eru hins- vegar margir fremstu listamenn og menningarfrömuðir héraðsins stoltir af því að vera borgandi fé- lagar í Barça. Katalónsk þjóðernisvakning Joan Laporta er nýkjörinn for- seti Börsunga. Hann er þjóðernis- sinnaður og vill auka áherslu á þann þátt félagsins. Í samninga leikmanna eru nú komnar klausur þar sem þeir heita því að „samlag- ast katalónsku samfélagi og bera fulla virðingu fyrir tungumálinu, stofnunum, menningu og sögu“ héraðins. Semsagt, að þeir „séu hvorki einfaldir málaliðar né sjálfhverfingar“ einsog einn sam- starfsmaður forsetans hefur tekið til orða. Barselóna er tvítyngd borg. Þar tala menn jöfnum höndum kata- lónsku og kastilísku (spænsku) og margir erlendir fótboltamenn (og innflytjendur) ná ekki lengra en að verða rétt talandi á spænsku. En nú skulu leikmenn Barselónu ganga fram með góðu fordæmi. Og félagið ætlar að hjálpa fót-, körfu- og handboltamönnum sínum að læra katalónsku. Joan Gaspart, fyrirrennari nafna síns Laporta, hafði reyndar undirritað samninga við katalónsku heimastjórnina um málanám leikmanna, og sumir jafnvel mætt í tíma. En hinn nýi forseti lítur enn hærra. Félagið hefur gert samn- ing við stofnanir í einu fátækasta hverfi Barselónuborgar um að að- stoða við að efla þar íþróttir sem þátt í að aðlaga innflytjendur þjóðfélaginu. Og Laporta hefur látið hafa eftir sér að þessi nýja katalónska þjóðernisvakning Bör- sunga væri þversamfélagsleg, nú- tímaleg, þegnleg og borgaraleg. Börsungar yrðu að stuðla að því að hinir nýju Katalóníumenn, hvort sem þeir ættu rætur að rekja til Marokkós eða Suður-Am- eríku, samþættust katalónsku þjóðfélagi því að Barça væri óstéttbundið, óháð, samþættandi. Semsagt, meira en bara fótbolta- félag. ■ KRISTINN R. ÓLAFSSON skrifar frá Madríd ■ Skámánifrá Spáni Tuðruspark og tungumál BÖRSUNGAR FAGNA MARKI Í samninga leikmanna eru nú komnar klausur þar sem þeir heita því að „samlagast katalónsku samfélagi og bera fulla virðingu fyrir tungumálinu, stofnunum, menningu og sögu“ héraðins. LAUGARDAGUR 6. september 2003 21

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.