Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 31
31LAUGARDAGUR 6. september 2003
Ingvar
Helgason
F
í
t
o
n
F
I
0
0
7
7
1
9
Ingvar Helgason hf. · Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is
frá 3.289.000 kr.
TERRANO
frá 4.590.000 kr.
PATROL
frá 2.490.000 kr.
DOUBLE CAB
frá 2.760.000 kr.
X-TRAIL
frá 3.860.000 kr.
MAXIMA
frá 2.260.000 kr.
PRIMERA
frá 1.650.000 kr.
ALMERA
frá 1.390.000 kr.
MICRA
Hann er japanskur og var valinn áreiðanlegasti bíll í sínum flokki af bresku neytendasamtökunum. Könnunin tók til bilanatíðni og
gangsetningar og það var okkar bíll, Nissan Almera sem náði hæstu einkunn, einfaldlega 100% áreiðanlegur bíll. Nissan Almera er
á einstöku verði miðað við búnað, þægindi og aksturseiginleika.
Komdu í reynsluakstur, 100% bíllinn stendur þér til boða fyrir aðeins 29.929 kr. á mánuði.
ÞETTA ER BÍLLINN
NISSAN ALMERA frá
29.929
á rekstrarleigu í 3 ár.
kr./mán.
Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur
allt að 20.000 km á ári, smur- og
þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók.
Consumers’ Association
100%
Var valinn áreiðanlegastibíll í sínum flokki af breskuneytendasamtökunum
áreiðanlegur
FÓTBOLTI Landsliðsþjálfararnir Ás-
geir Sigurvinsson og Rudi Völler
mættust sex sinnum í leikjum
Stuttgart og Werder Bremen í
Bundesligunni á níunda áratug síð-
ustu aldar. Ásgeir lék með Stutt-
gart á árunum 1982 til 1990 og
Völler með Werder Bremen frá
1982 til 1987.
Þeir léku báðir í sex af tíu
viðureignum félaganna á árunum
1982 til 1987. Stuttgart sigraði í
fjórum leikjanna en Bremen í
tveimur.
Leikur Bremen og Stuttgart í
næstsíðustu umferð leiktíðarinnar
1983-84 stendur upp úr. Ásgeir Sig-
urvinsson skoraði fyrra mark
Stuttgart í 2-1 útisigri sem nánast
færði félaginu meistaratilinn í
fyrsta sinn í 32 ár. Stuttgart
tryggði sér sigur í deildinni í síð-
ustu umferð eftir leik gegn Ham-
borg á heimavelli.
Ásgeir skoraði líka í 4-1 sigri
árið 1982 en eina mark Völlers í
innbyrðis viðureign landsliðsþjálf-
aranna kom í 1-0 sigri vorið 1987. ■
Landsliðsþjálfararnir:
Ásgeir hefur
vinninginnFÓTBOLTI Það verður væntanleganóg að gera hjá Árna Gauti Ara-
syni, landsliðsmarkverði í knatt-
spyrnu, þegar Ísland mætir Þjóð-
verjum á Laugardalsvelli í dag. Í
liði Þjóðverja eru markaskorarar
á borð við Fredi Bobic og
Miroslav Klose að ógleymdum
Michael Ballack, einum besta
miðvallarleikmanni heims.
„Leikurinn leggst mjög vel í
mig og það er ljóst að þetta verð-
ur mjög erfitt,“ segir Árni Gautur.
„Við stefnum að því að ná góðum
úrslitum og ef við eigum toppleik
held ég að við getum það.“
Íslenska liðið leikur væntan-
lega með þriggja manna vörn í
dag. Landsliðsmarkvörðurinn
segist ekki óttast neinn ákveðinn
leikmann úr þýska liðinu. „Það er
fullt af góðum leikmönnum í
þessu liði og það er erfitt að benda
á einn,“ segir Árni Gautur. „Við
verðum bara að leika skynsam-
lega og nýta þessi færi sem við
fáum.“ ■
Árni Gautur Arason:
Verður
mjög erfitt
ÁRNI GAUTUR ARASON
Mikið mun mæða á markverðinum í dag þegar íslenska landsliðið leikur á móti því þýska.
Þýskir fjölmiðlar:
Fótboltafár á Íslandi
FÓTBOLTI „Eftirvæntingin hér
heima er mjög mikil og við erum
allir ákaflega spenntir. Fyrir mér
er landsleikurinn gegn Þjóðverj-
um sá mikilvægast á mínum ferli,“
sagði Þórður Guðjónsson, leikmað-
ur VfL Bochum, við vefútgáfu
Rheinische Post. Hann segir að Ís-
land hafi enn ekki keppt á stórmóti
og það væri draumur allra ef það
tækist. Vefurinn heldur því fram
að á Íslandi ríki fótboltafár fyrir
leikinn gegn Þjóðverjum.
Þórður sagði við Rheinische
Post að Íslendingar hafi engar tál-
sýnir um sigur og sæti í úrslita-
keppni Evrópumeistarakeppninn-
ar í Portúgal á næsta ári. „Við
verðum að eiga mjög góðan dag
og Þjóðverjar mjög slæman dag.
Undir eðlilegum kringumstæðum
eigum við enga möguleika.“
„Þjálfarinn okkar þekkir þýska
liðið og þýskan hugsunarhátt og
þess vegna verðum við vel undir-
búnir. Með baráttu og réttum und-
irbúningi reynum við að láta það
ómögulega gerast.“
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
„Með baráttu og réttum undirbúningi reyn-
um við að láta það ómögulega gerast.“
Evrópukeppni U-21 liða:
Tap fyrir
Þjóðverjum
FÓTBOLTI Íslendingar töpupu 1-3
fyrir Þjóðverjum í undankeppni
Evrópukeppni U-21 liða á Akra-
nesi í gær. Benjamin Auer skor-
aði fyrsta mark leiksins á 25.
mínútu en Sigmundur Kristjáns-
son jafnaði skömmu fyrir leik-
hlé. Auer skoraði öðru sinni á
63. mínútu, nú úr vítaspyrnu, og
Mike Hanke bætti þriðja mark-
inu við skömmu síðar.
Með sigrinum höfðu Þjóð-
verjar efsta sæti riðilsins af Lit-
háum en Íslendingar eru enn
neðstir og án stiga eftir fimm
leiki.
Skotar eru í þriðja sæti
riðilsins en þeir leika við
Þjóðverja í næstu viku.
Síðasti leikur Íslendinga í
keppninni verður gegn Þjóð-
verjum í Lübeck 10. október. ■
Evrópumeistarakeppnin 2004:
Þjóðverjar ekki slakir
FÓTBOLTI Þjóðverjar hafa leikið sjö
leiki á þessu ári, unnið Serba og
Svartfellinga, Kanadamenn og
Færeyinga, gert jafntefli við Lit-
háa og Skota en tapað fyrir Spán-
verjum og Skotum. Þjóðverjar
hafa skorað tíu mörk í leikjunum
sex.
Gengið eftir heimsmeistara-
keppnina í fyrra var lítið betra og
hefur árangur liðsins orðið tilefni
yfirlýsinga heima fyrir um slakara
lið en Þjóðverjar hafi áður átt.
Ásgeir Sigurvinsson gefur lítið
fyrir þessar yfirlýsingar. „Þjóð-
verjar urðu í öðru sæti í síðustu
heimsmeistarakeppni. Þeir spila
alltaf vel þegar þeir þurfa á því að
halda.“ Eiður Smári Guðjohnsen
tók undir það og sagði að Þjóð-
verjar væru alltaf sagðir vera
með slakasta liðið frá upphafi
þegar mikið væri í húfi. Alltaf
kæmi fram einhver fyrrum lands-
liðsmaður Þýskalands og lýsti
þessu yfir þegar illa gengi. ■
ÞÝSKA LANDSLIÐIÐ
„Þjóðverjar spila alltaf vel þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Ásgeir Sigurvinsson