Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 6
6 6. september 2003 LAUGARDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 80,92 -0,74%
Sterlingspund 128,07 -0,09%
Dönsk króna 11,91 0,19%
Evra 88,46 0,20%
Gengisvístala krónu 126,86 0,86%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 520
Velta 8.610 milljónir
ICEX-15 1.739 0,72%
Mestu viðskiptin
Fjárfest. Straumur hf. 615.364.950
Bakkavör Group hf. 149.492.850
Eimskipafélag Íslands hf. 140.912.857
Mesta hækkun
Flugleiðir hf. 6,19%
Jarðboranir hf. 3,43%
Bakkavör Group hf. 3,33%
Mesta lækkun
Tryggingamiðstöðin hf. -1,60%
Nýherji hf. -1,18%
Sölum. Hraðfrystihúsanna hf. -0,91%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 9.545,5 -0,4%
Nasdaq*: 1.875,7 0,4%
FTSE: 4.257,2 0,2%
DAX: 3.574,7 0,1%
NK50: 1.413,9 0,0%
S&P*: 1.027,9 0,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hversu mikið hefur Landspítali - Há-skólasjúkrahús farið fram úr fjárheim-
ildum sínum það sem af er ári?
2Á annað hundrað dauðadómum hefurverið hnekkt í Bandaríkjunum. Hvers
vegna?
3Hvern útnefndi KSÍ sem þann ís-lenska knattspyrnumann sem hefði
skarað mest fram úr síðustu 50 árin?
Svörin eru á bls. 38
Ísbirnir á Svalbarða skipta litum:
Birnirnir verða hvítir á ný
NOREGUR, AP Hvergi nema á Sval-
barða í Barentshafi er að finna
svarta ísbirni. En nú verður
breyting á. Ákveðið hefur verið
að breyta til og hafa alla birni á
eyjunni hvíta. Raunar eru ísbirn-
irnir sjálfir sem valsa um eyjuna
hvítir en á skiltum meðfram veg-
um, sem varað hafa bílstjóra við
dýrunum, eru svartir birnir á
hvítum grunni.
Mikið hefur verið kvartað
undan þessu, enda á bangsinn að
vera hvítur. Yfirvöld hafa því
ákveðið að verða við óskum gagn-
rýnenda.
Norska vegagerðin hefur látið
hanna ný viðvörunarskilti vegna
ísbjarna og verða þeir eftirleiðis
hvítir á svörtum grunni.
Verða þau senn sett upp við
Longyearbyen og nágrenni.
Talið er að 2.000 til 3.000 ís-
birnir eigi heimkynni á Sval-
barða. Af og til villast birnirnir
til byggða og reyna að komast inn
í húsakynni fólks í leit að æti og
eru dæmi um að þeir hafi banað
mönnum.
HVALVEIÐAR „Okkar loforð er það að
biðla til okkar félagsmanna um
víðan heim að hafa Ísland í huga
þegar farið er í ferðalög,“ sagði
Lennart Dalian, framkvæmda-
stjóri Grænfriðunga á Norður-
löndum, um tilboð það sem þeir
hafa lagt fram til íslenskra stjórn-
valda, hætti Íslendingar hvalveið-
um hið snarasta.
Á fundinum kom fram vilji
samtakanna að starfa með Íslend-
ingum og að ekki stæði til undir
nokkrum kringumstæðum að
hvetja til refsiaðgerða gagnvart
Íslendingum. „Við viljum taka
höndum saman við þá Íslendinga
sem er annt um náttúruauðlindir
sínar. Með stuðningi okkar félags-
manna, sem skipta milljónum, geta
landsmenn haft góðan hagnað af
því að hætta nú þegar veiðunum.“
Lennart sagði samtökin ekki
hafa farið þessa leið áður og því
væri rennt blint í sjóinn með ár-
angur. „Það er hins vegar stað-
reynd að stuðningur Íslendinga
sjálfra við veiðarnar fer minnk-
andi, vísindagildi þessara veiða er
ákaflega takmarkað, ef nokkuð,
og með því að fara þessa leið eru
miklar líkur á að gjaldeyristekjur
landsins geti aukist mikið. Hér
vinna allir.“
Bent var á að Grænfriðungar
nytu mikils stuðnings meðal
þeirra þjóða sem mest heimsæktu
Ísland. Samtökin hafa nú þegar
sent tölvupóst til félagsmanna
sinna þar sem spurt er hvort við-
komandi hafi áhuga á að fá upp-
lýsingar um landið. Frode Pleym,
annar talsmaður samtakanna,
sagði að þegar hefðu yfir þúsund
manns óskað frekari upplýsinga.
„Það steðjar mikil ógn að náttúru-
tengdum ferðaiðnaði hér á landi
ef veiðarnar halda áfram. Við vilj-
um gjarna hjálpa Íslendingum að
verða vist og náttúruvænt þjóðfé-
lag í framtíðinni.“
Á fundinum kom fram að skip
samtakanna, Rainbow Warrior,
sigli kringum landið á næstu dög-
um og þar verði öllum sem áhuga
hafa kynnt tilboðið og starfsemi
Grænfriðunga.
Stefán Ásmundsson hjá Sjávar-
útvegsráðuneytinu sagði að tilboð
Grænfriðunga væri til skoðunar
eins og önnur mál.
albert@frettablaðið.is
Miltisbrandur:
Pósthús loks
hreinsað
NEW JERSEY, AP Póstþjónustan í
Bandaríkjunum hefur hafist
handa við að sótthreinsa pósthús-
ið í Trenton í New Jersey sem lok-
að var vegna miltisbrands. Þetta
er síðasta byggingin sem hreinsuð
er af eitrinu. Pósthúsinu var lokað
fyrir tæpum tveimur árum þegar
í ljós kom að að minnsta kosti
fjögur bréf með miltisbrandi
höfðu farið þar í gegn.
Sautján manns smituðust af
miltisbrandi í Bandaríkjunum
árið 2001. Fimm þeirra létust. Yf-
irvöld hafa heitið sem svarar
rúmum 200 milljónum íslenskra
króna í verðlaun fyrir upplýsing-
ar sem gætu leitt lögregluna á
spor þeirra sem dreifðu eitrinu en
enn hefur enginn verið handtek-
inn í tengslum við málið. ■
Umhverfisstofnun:
Hunang
innkallað
NEYTENDUR Umhverfisstofnun hefur
stöðvað dreifingu á hunangstegund-
inni Hornbeck Akasíu-
honning frá Ungverja-
landi og beinir því til
neytenda sem hafa
keypt hunangið að skila
því til verslunarinnar
þar sem það var keypt.
Upplýsingar um að leif-
ar af sýklalyfi
hafi fundist í
akasíuhunangi
frá Ungverja-
landi bárust í
gegnum alþjóð-
legt viðvörunar-
kerfi um matvæli. Sýklalyfið er
talið hafa borist með kínversku hun-
angi sem bætt var í það ungverska.
Hunangið fékkst í 340 gramma gler-
krukkum og er framleiðandi Scand-
ic food. ■
Bygging álvers:
Samningar
undirritaðir
FRAMKVÆMDIR Bernt Reitan, fram-
kvæmdastjóri frummálmvinnslu
hjá Alcoa, og Andrew Greig, hjá
Bechtel, undirrituðu í gær 80
milljarða króna samning um
byggingu álvers á Reyðarfirði.
Talið er að alls muni 2.300 manns
starfa við bygginguna á fram-
kvæmdatímanum og mest 1.500 á
sama tíma.
Gangi áætlanir eftir hefur ál-
verið framleiðslu í apríl árið 2007
og verður farið að skila fullum af-
köstum síðar sama ár. Það á að
framleiða 322.000 tonn af áli ár
hvert. ■
RÉTTUR LITUR
Svartir ísbirnir á hvítum grunni víkja
nú á Svalbarða fyrir hvítum björn-
um. Íbúar eyjarinnar voru ósáttir við
svarta litinn á björnunum og urðu
yfirvöld við óskum um litaskipti.
Skattalækkanir:
Ekki á
næstunni
SKATTAR Þess er ekki að vænta að
skattar verði lækkaðir á næstunni.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í samtali við Stöð 2 að
skattar verði ekki lækkaðir að ráði
á næsta ári og komi ekki til fram-
kvæmda fyrr en á síðari hluta kjör-
tímabilsins.
Fjármálaráðherra segir í viðtali
við DV í gær að fyrstu skrefin verði
tekin í tengslum við kjarasamninga
í vetur og skattalækkanir því í
ákveðinni biðstöðu. Óvíst sé hvort
skattalækkanir verði tilkynntar í
haust, vetur eða næsta haust.
Hvorki náðist í fjármálaráðherra
né utanríkisráðherra í gær. ■
AKASÍUHONN-
ING
Leifar af sýklalyfi
fundust í akasíu-
hunangi frá Ung-
verjalandi.
FRÁ BLAÐAMANNAFUNDINUM
Þar kynntu Grænfriðungar tilboð sitt til Íslendinga hætti þeir öllum hvalveiðum.
VIÐKOMUSTAÐIR
RAINBOW WARRIOR
4-8. sept. Reykjavík
9-10. sept. Ísafjörður
11-12. sept. Akureyri
12-14. sept. Húsavík
15-16. sept. Seyðisfjörður
16-17. sept. Höfn
19-21. sept. Reykjavík
Boða mikinn hagnað
Grænfriðungar hafa gert stjórnvöldum tilboð um að auka ferðamanna-
straum til landsins gegn því að Íslendingar hætti öllum hvalveiðum.
Gangi spár þeirra eftir aukast gjaldeyristekjur um milljarða.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M