Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 32
Hefðbundið laugardagskvöld ílífi Elmu Lísu Gunnarsdótt-
ur er frekar rólegt því hún tekur
það að hafa það náðugt með eig-
inmanni sínum Reyni Lyngdal
fram yfir stuðið. Oft halda þau
matarboð og fá vini í heimsókn
eða láta aðra hafa ofan fyrir sér.
Kvöldið í kvöld verður því
fremur óhefðbundið því hún ætl-
ar að fá um 30 vinkonur sínar í
mat og opna um 30 vínflöskur í
tilefni þess að hún fagnar 30 ára
afmæli sínu í kvöld. Stóri dagur-
inn er þó ekki fyrr en á morgun.
„Ég hefði ekki haldið afmæl-
isveisluna ef við hefðum frum-
sýnt á fimmtudaginn eins og til
stóð upphaflega,“ segir Elma
Lísa en hún æfir þessa dagana
fyrir sýninguna „Vinur minn
heimsendir“ sem Hafnarfjarðar-
leikhúsið setur upp. „Ég ákvað
því að skella í stelputeiti í
kvöld.“
Reyni verður þó ekki hent út í
kvöld, enda fellur hann vel inn í
stúlknahópinn og þykir góður
þegar dansfiðringurinn rennur í
tærnar. Enda vanur plötusnúður
með Gullfossi & Geysi. „Hann
hefur líka gaman af því að hitta
skvísurnar. Hver myndi ekki
vilja vera einn með 30 gyðjum?
Hann er líka besti vinur minn og
mér finnst ekki hægt að halda
upp á afmælið mitt án hans.“
Elma er ekki búin að skipu-
leggja dagskrá kvöldsins niður í
mínútu. Segir að sér líði best í
heimahúsi en að hún sé jafnvel
til í að skreppa eitthvað með vin-
konum sínum ef þær langar út.
Síðustu dagar hafa verið eril-
samir hjá Elmu því frumsýna á
leikritið þann 18. september og
því strangar æfingar í gangi.
„Þetta er frábært leikrit og það
standa miklar breytingar yfir
núna.“ Mótleikarar hennar eru
m.a. Ólafía Hrönn, Guðmundur
Ingi, Frank og Arndís Hrönn
sem var með henni í Beyglunum.
Leikritið er eftir Krístínu
Ómarsdóttur en um leikstjórn
sér Krístín Eysteinsdóttir.
biggi@frettabladid.is
32 6. september 2003 LAUGARDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
Laugardagskvöld
ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR
■ er þrítug á morgun og því er þetta
laugardagskvöld með merkilegri kvöldum
ársins, sér í lagi eftir miðnætti. Hún ætlar
að bjóða 30 vinkonum í mat.
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
Aukaálegg að eigin vali kr. 150
1500 kr. tilboð
sótt kr. 1.500
Stór pizza með 2 áleggsteg.,
brauðstangir, sósa og 2l gos
1000 kr. tilboð
Aukaálegg að eigin vali kr. 150
kr. 1.000
Stór pizza með
2 áleggstegundum
sótt
Arnold Schwarzenegger gerirlítið úr vafasömum atburðum
fortíðar sinnar
sem hafa verið
dregnir upp á yf-
irborðið núna til
þess að sverta
mannorð hans
fyrir væntanleg-
ar ríkisstjóra-
kosningar í Kali-
forníu. Hann seg-
ir þetta hafa ver-
ið „vitskerta
tíma“ og að hann
sé breyttur mað-
ur í dag. Hann segist hlakka mik-
ið til kappræðnanna.
Það varð allt vitlaust í herbúð-um Guns ‘n’ Roses á föstudag
eftir að bandarískur hafnabolta-
kappi lék eitt af nýju lögum
sveitarinnar í út-
varpi. Lagið heit-
ir „I.R.S.“ og er
sagt vera af plöt-
unni „Chinese
Democracy“ sem
Axl Rose á að
hafa verið að
vinna að í nokkur
ár. Stöðin fékk
þúsundir fyrir-
spurna frá hlust-
endum um að
leika lagið aftur en umboðsmenn
sveitarinnar hafa hótað lögsókn-
um láti þeir verða af því. Laginu
hefur verið lýst sem sambræð-
ingi af rokki og teknó.
Blaðamenn breska dagblaðsinsThe Sun telja sig vera búna að
finna út hvað sjötta og sjöunda
bókin í Harry Potter-seríunni
muni heita. Þeir urðu varir við
það að búið væri að kaupa einka-
réttinn að nöfnunum „Harry Pott-
er and the Mudblood Revolt“ og
Vandræðin á tónleikaferð TheRolling Stones halda áfram en
Mick Jagger hefur átt við mikil
hálsvandræði að stríða. Eins og
flestir íslenskir aðdáendur
Steinanna muna hættu þeir við
tónleikana sem átti að sýna í
sjónvarpinu hér vegna þessa. Nú
hafa þeir ákveðið að flýta fyrir-
huguðum tónleikum á Wembley
um einn dag. Þeir verða því 13.
september en ekki þann 14.
Fréttiraf fólki
Fréttiraf fólki
„Harry Potter and the Quest of
the Centaur“. Þeir reyndu að fá
þetta staðfest hjá talsmönnum
J.K. Rowling en starfsfólk henn-
ar er þögult sem gröfin.
Elektróclashgellan Peaches erað verða eftirsótt þessa dag-
anna. Bæði Britney
Spears og Pink hafa
sóst eftir því að vinna
með henni en Peaches
lætur ganga á eftir
sér. Henni leist ekkert
á að vinna með Britn-
ey þar sem hún var nokkuð viss
um að textar sínir yrðu ritskoðað-
ir. Aftur á móti var hún alveg til í
að vinna með Pink og kemur hún
því fram á næstu plötu hennar í
lagi sem heitir „Oh My God“.
Fyrir þá sem ekki þekkja til
Peaches er hún þekkt fyrir mjög
opinskáar kynferðislegar lýsing-
ar í textum sínum.
ELMA LÍSA
Eyðir laugardagskvöldum vanalega í rólegheit en ætlar að skemmta sér ærlega í kvöld, enda fagnar hún þrítugsafmæli sínu á morgun.
30 gyðjur, 30 flöskur og 30 ár
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Sólarkrem er
ljóti viðbjóð-
urinn!
Ekki síst á
loðnum
körlum!
Já, þetta
festist í hár-
unum og maður
verður að
nudda og nag-
ast til að ná
þessu úr þeim!
Manni verður
hálfóglatt af
þessu!
Nennirðu ann-
ars að smyrja
á mér bakið?
Hvað
heldur
þú?