Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 18
Traustið til okkar er algert þvífyrirtækin munu ekki hlutast til um það á nokkurn hátt hvernig við verjum þessum fjármunum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, sem nýlega tók við starfi fram- kvæmdastjóra Háskóla Reykja- víkur. HR fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni hefur verið undirritaður svokall- aður „Bandamannasamningur“ við sjö öflug fyrirtæki sem munu styrkja skólann um 42 milljónir á næstu tveimur árum. Þetta eru Eimskip, Íslandsbanki, (sem nú er að endurnýja hliðstæðan samning við HR), Sjóvá-Almennar, Lands- síminn, VÍS, Skeljungur og Orku- veitan. Samspil atvinnulífs og aka- demíu Samningurinn er til tveggja ára. Að stórfyrirtæki styrki skólastarf með beinum fjárfram- lögum má heita nýlunda á Íslandi þó þetta fyrirkomulag sé þekkt víða erlendis. „Fyrir þremur árum gerðum við samning við sex fyrirtæki en sá samningur var bundinn við að styðja við uppbyggingu tölvunarfræði- deildarinnar. Það gafst vel. Nú er fjármununum ætlað að styrkja skólastarfið í heild, sérstaklega nýsköpunarþáttinn,“ segir Hanna Katrín. Hún leggur á það ríka áherslu að samningurinn sé án skilyrða. Þau hjá HR hafa þó ekki heyrt neinar gagnrýniraddir þó þessi háttur sé hafður á. „Hugsanlega hafa einhverjir skoðanir á því að þarna sé hætta á óæskilegum af- skiptum og yfirráðum atvinnu- lífsins á akademískum vinnu- brögðum. En það er ekki svo að við séum að skapa teymi fyrir- tækja, einhverja blokk,“ segir Hanna Katrín. Hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra Stjórn- endaskólans, frá ársbyrjun 2002. Hanna Katrín á að baki MBA, viðskipta- og stjórnunarfræði- nám, í Kaliforníu. Áður hafði hún numið við MR og var í hagfræði við Háskóla Íslands. Seinna lagði hún stund á heimspeki við HÍ og segir hún blöndu hagfræði og heimspeki góða. Hún lauk námi frá HÍ árið 1999 og fór svo ásamt konu sinni, Ragnhildi Sverrisdótt- ur blaðamanni, til Bandaríkjanna og var í tvö ár. „Þetta var frábær tími. Eitt helsta áhugamál mitt er þróun sprotafyrirtækja og við vorum nálægt Silicon Valley þar sem lífið nánast snýst um nýsköp- un í atvinnulífi. Nú snýst einnig allt um það hér, menn sjá mögu- leika í því að kenna og búa til viskiptahugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd.“ Það má því segja að Hanna Katrín sé á réttum stað, en hún segir hið nýja starf hafa borið brátt að. Ekki er enn búið að finna arftaka hennar hjá Stjórnenda- skólanum þannig að hún er milli vita. „Þetta er ný staða hér hjá HR en hefur verið á skipuritinu um nokkurn tíma. Ég stökk á tæki- færið þegar það bauðst. Það að koma að stefnumörkun og rekstri framsækinnar skólastofnunar er ómetanlegt tækifæri.“ Fjölbreytilegur bakgrunnur Fyrirtækjunum sjö hugnast vel skilgreint markmið Háskóla Reykjavíkur: Að efla samkeppn- ishæfi íslensks atvinnulífs. Leið- arljósin eru þrjú: Nýsköpun, tækniþróun og alþjóðavæðing. Fyrirtækin fá nöfn sín letruð á veglegan glervegg í skólanum og er hampað í öllu kynningar- og útgáfuefni skólans. „Enda erum við stolt af okkar samstarfsaðil- um og viljum gjarnan vera sýni- leg með okkar bandamönnum.“ Hanna Katrín segir þetta sam- starf lið í að byggja brú milli at- vinnulífs og menntunar. Líklega hafi þar verið of breitt bil. Það er markmið Háskólans í Reykjavík að efla tengsl við atvinnulífið og við munum áfram leita allra leiða til þess.“ Margir kannast við Hönnu Katrínu sem keppniskonu í hand- bolta í Val og jafnframt var hún um árabil í landsliðinu. Hún er/var örvhent skytta. „Ég hef mikinn áhuga á öllum keppnisí- þróttum. Á þær er misgaman að horfa en þetta konsept heillar mig.“ Hanna Katrín tók sér frí frá námi, fór í sumarstarf hjá Morg- unblaðinu og ílengdist þar. „Árin á Morgunblaðinu urðu ellefu. Fyrst var ég á íþróttadeildinni, en þaðan fór ég á viðskiptablað Moggans og var í ein fimm ár. Árið 1995 tók ég við umsjón sérblaðanna Daglegt líf og Ferðablaðið. Þá fannst mér tímabært að huga að því að ná mér í gráðu, ljúka því námi sem ég hóf og alltaf stóð til að ljúka.“ Fyrst í Neðra-Breiðholtið Það kemur nokkuð á óvart að heyra Hönnu Katrínu tala um sig sem Breiðhylting. En fjölskylda hennar, ásamt fjölskyldu verðandi menntamálaráðherra, var með þeim fyrstu sem fluttu í Neðra- Breiðholtið. „Við vorum í berjamó þar sem nú er verið að byggja stærstu umferðarmannvirki borg- arinnar og tjölduðum þar sem síð- ar var byggð lönguvitleysublokk- in í Fellahverfi,“ segir Hanna Katrín. Æskuvinkona hennar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og spiluðu þær handbolta saman í ÍR. Svo skildu leiðir, Hanna Katrín fór í Val og Þorgerður Katrín í FH. Og í Hlíðunum hefur Hanna Katrín búið síðan ef frá eru talin árin í Bandaríkjunum. „Ég er í staðfestri samvist með Ragnhildi og saman eigum við tvíbura sem eru tveggja og hálfs árs. Ragn- hildur er blaðamaður á Morgun- blaðinu og laganemi við Háskóla Reykjavíkur,“ segir Hanna Katrín sem gefur ekki mikið út á spurn- inguna hvort Ragnhildur sem nemi komi á skrifstofu hennar til að ræða það sem betur megi fara í skólastarfinu. jakob@frettabladid.is 18 6. spetember 2003 LAUGARDAGUR Nýr framkvæmdastjóri Háskóla Reykjavíkur er fyrrum handboltastelpa úr ÍR, Val og landsliðinu. Hún er keppniskona og þess sér stað í metnaði hennar fyrir hönd síns skóla, sem nýlega ritaði undir nýstárlegan risasamning við sjö af stærstu fyrirtækjum landsins Keppniskona í háskóla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A HANNA KATRÍN FRIÐRIKSSON Breiðhyltingurinn sem býr í Hlíðunum er Valsari og nýr framkvæmdastjóri HR. Maki hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, er við laganám þar en ósagt skal látið hvort hún leggi leið sína á skrifstofu framkvæmdastjórans og hlutist til um skólastarfið. Þetta er ný staða hér hjá HR en hefur verið á skipuritinu um nokkurn tíma. Ég stökk á tækifærið þegar það bauðst. Það að koma að stefnu- mörkun og rekstri framsæk- innar skólastofnunnar er ómetanlegt tækifæri. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.