Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 28
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að bilið á milli þýsku landsliðsmarkvarð- anna Jens Lehmanns og Olivers Kahns fari stöðugt minnkandi. Lehmann er varamarkvörður þýska landsliðsins og verður væntanlega á bekknum í leiknum gegn Íslandi í dag og gegn Skotum á miðvikudag. Hann var keyptur til Arsenal fyrir þetta tímabil og hefur staðið sig vel. „Að margra mati er Lehmann besti markvörður Þýskalands,“ sagði Wenger. „Fyrir heimsmeist- arakeppnina var Kahn sá besti en nú eiga þeir jafna möguleika á að byrja inni á með landsliðinu.“ Heimsmeistarakeppnin verð- ur haldin í Þýskalandi árið 2006. Wenger segir að Lehmann ætli sér þá sæti í byrjunarliðinu. „Lehmann veit að baráttan mun standa á milli hans og Kahns. Hver veit hvað gerist á þeim tíma.“ ■ 28 6. september 2003 LAUGARDAGURFótbolti hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 SEPTEMBER Laugardagur Oliver Kahn: Skylda að enda í efsta sæti FÓTBOLTI Oliver Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins í knatt- spyrnu, segist vilja endur- heimta efsta sætið í 5. riðli und- ankeppni Evrópumótsins með sigri á Íslendingum í dag. „Við munum mæta einbeittir í næstu tvo leiki og það er skylda okkar að enda í efsta sæti,“ sagði Kahn á blaðamanna- fundi í gær en Þjóðverjar fá Skota í heimsókn á miðvikudag. Kahn hefur verið einn besti markvörður heims síðustu ár og var meðal annars valinn besti leikmaður heimsmeistaramóts- ins í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn segir leikmenn vita hvaða þýðingu leikurinn gegn Íslendingum hafi. Það henti þeim betur að leika mikilvæga leiki en vináttu- leiki. „Þýska liðið hefur sýnt það í gegnum tíðina að þegar á móti blæs snúum við bökum saman og berjumst,“ sagði Kahn. „Við erum fullir sjálfstrausts og bjartsýnir fyrir leikinn.“ Þýsku fjölmiðlamönnunum sem staddir eru hér á landi hefur orðið tíðrætt um veðurfarið. Kahn segist ekki óttast það. „Veðrið á ekki að skipta okkur máli. Ef veðrið verður slæmt búumst við ekki við okkar besta leik en það á ekki að skipta máli. Það er andlega hliðin sem skiptir máli,“ sagði Oliver Kahn, landsliðsfyrirliði Þýskalands. ■ Íslendingar munu leika með hjartanu Landsliðsþjálfari Þýskalands stefnir að sigri í dag. Segir Íslendinga hafa engu að tapa og munu leika með hjartanu. Meiðsli í herbúðum Þjóðverja. FÓTBOLTI Rudi Völler, landsliðs- þjálfari Þýskalands, stefnir að því að ná efsta sæti 5. riðils í und- ankeppni Evrópumótsins. Læri- sveinar Völlers mæta íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í dag klukkan 17.30. „Íslendingar eru í efsta sæti riðilsins og við þurfum að berjast um það við þá. Íslendingar hafa engu að tapa og munu leika með hjartanu,“ sagði Völler á blaða- mannafundi sem boðað var til í gær. „En við erum einnig í góðri stöðu, eigum eftir einn útileik og tvo heimaleiki. Við ætlum okkur sigur í öllum leikjunum.“ Völler segir riðilinn hafa verið opinn og skemmtilegan. Íslend- ingar hafi nánast verið úr leik eft- ir tvö töp gegn Skotum en með góðum sigri og hagstæðum úrslit- um úr öðrum viðureignum séu þeir nú á toppi riðilsins. Óvíst er hvort þýski landsliðs- þjálfarinn geti stillt upp sínu sterkasta liði. Bernd Schneider og Kevin Kuranyi hafa átt við meiðsli að stríða en það skýrist væntanlega ekki fyrr en í dag hvort þeir geti verið með í leikn- um í kvöld. Þjóðverjar hafa miklar áhyggj- ur af því hve fá mörk landslið þeirra hefur skorað í síðustu viðureignum. Síðasta skipti sem liðið skoraði þrjú mörk eða fleiri var í 8-0 sigri á Sádi-Arabíu á heimsmeistaramótinu í Suður- Kóreu og Japan í fyrra. Völler segist ekki hafa miklar áhyggjur af markaleysinu. Liðið hafi náð að skapa sér fullt af færum en ekki nýtt þau sem skyldi. „Michael Ballack er líka kom- inn inn í liðið að nýju og þó hann leysi ekki öll vandamál léttir hann pressuna á framherjunum,“ sagði Völler. Þýski landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið vera eins og önnur norræn landslið. Það sé vel skipu- lagt, gefi mótherjanum lítið pláss og verjist vel. „Þar að auki hefur íslenska liðið Eið Smára Guðjohn- sen, sem leikur í stjörnum prýddu liði Chelsea. Það hljóta mörg stór- lið í Evrópu að vera á höttunum eftir honum,“ sagði Völler. Þýska liðið mun væntanlega leika með fjögurra manna varnar- línu í dag. Völler segist eiga eftir að gera það upp við sig hvort hann láti einn varnarmannanna fylgja Eiði Smára eftir eins og skuggi. ■ Arsene Wenger um Lehmann: Lehmann er jafn góður og Kahn ÞJÓÐVERJAR SIGURSTRANGLEGRI Stuðullinn á þýskum sigri á laug- ardag er 1,55 samkvæmt þýska veðmálavefnum Interwetten, 3,50 á jafntefli en 4,80 á sigur Íslend- inga. LEIKJAHÆSTIR Thomas Häßler og Jürgen Klinsmann eru leikja- hæstir Þjóðverja í lokakeppni Evrópumeistarakeppninnar. Häßler lék þrettán leiki á árunum 1992 til 2000 og Klinsmann jafn marga leiki á árunum 1988 til 1996. Andreas Brehme lék tólf leiki og Lothar Matthäus ellefu. LEIKJAHÆSTIR Jürgen Klinsmann er einnig markahæstur Þjóðverja í lokakeppni Evrópumeistara- keppninnar. Hann skoraði fimm mörk á árunum 1988 til 1996. Gerd Müller, Dieter Müller og Rudi Völler skoruðu fjögur mörk. RUDI VÖLLER Landsliðsþjálfari Þjóðverja fæddist 13. apríl 1960. Hann lék með Hanau, Kickers Offenbach, TSV 1860 München, Werder Bremen, AS Roma, Olympique Marseille og Bayer Leverkusen. Völler lék 90 lands- leiki á árunum 1982 til 1994 og skoraði 47 mörk. Hann lék með heimsmeistaraliði Þjóðverja árið 1990. EVRÓPUMEISTARAR 1972 Þjóð- verjar urðu fyrst Evrópumeistar- ar árið 1972 eftir 3-0 sigur á Sov- étmönnum. Meistarar Bayern München áttu sex leikmenn í byrjunarliði Þjóðverja.  12.00 Fylgst með sjötta og síðasta Gullmóti sumarsins á RÚV. Mótið fór fram á Leikvangi Baldvins konungs í Brussel í gær.  13.30 Vikan í enska boltanum gerð upp á stöð 2.  13.50 Bein útsending á RÚV frá leik Skota og Færeyinga á Hampden Park í Glasgow í undankeppni EM 2004.  15.30 Gillette-sportpakkinn er sýndur á Sýn.  15.50 Upphitun á RÚV fyrir leik Ís- lendinga og Þjóðverja á Laugardalsvelli.  16.00 Íþróttir um allan heim á Sýn.  17.20 Íslenska karlalandsliðið mæt- ir því þýska í undankeppni Evrópumóts- ins á Laugardalsvelli. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.  20.00 Útsending frá leik Makedón- íu og Englands á Sýn í 7. riðli Evrópu- mótsins.  23.40 Útsending frá hnefaleika- keppni á Sýn. Á meðal þeirra sem mæt- ast eru þungavigtarkapparnir Wladimir Klitschko og Fabio Moli frá Argentínu. OLIVER KAHN Segir þýsku leikmennina vera einbeitta en bjartsýna fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag. RUDI VÖLLER Landsliðsþjálfarinn segist ekki óttast veðrið á Íslandi. Það eigi ekki að hafa áhrif á einbeitta leikmenn Þýskalands. JENS LEHMANN Er einn besti markvörður heims. Hefur staðið í skugganum af Oliver Kahn landsliðsfyrirliða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Þýska landsliðið PAUL FREIER Leikmaður Bochum getur ekki leikið með þýska landsliðinu í kvöld vegna meiðsla. Karatedeild Víkings Komdu þér í gott form og... ...kýldu á karate með karatedeild Víkings í vetur Upplýsingar hjá Jóhanni í síma 5530877 (johannbj@hotmail.com) www.vikingur.is Mánudagar Börn, 4-8 ára byrjendur - kl.16.30-17.20 Börn, 9-13 ára byrjendur - kl.18.40-19.30 Börn, 5-8 ára byrjendur - kl.16.30-17.30 Miðvikudagar Börn 9-13 ára byrjendur kl.17.20-18.20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.