Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 35
20.00 Á senunni sýnir leikritið
Kvetch í Borgarleikhúsinu í kvöld. Upp-
selt er á allar sýningar.
■ ■ DANSSÝNINGAR
Reykjavík dancefestival 2003, nú-
tímadanshátið hefst á Nýja sviði Borgar-
leikhússins í dag. Markmið hennar er
að skapa vettvang þar sem sjálfstætt
starfandi dansarar og danshöfundar
kynna verk sín. Þeir sem standa að há-
tíðinni í ár eru meðal fremstu dansara
og danshöfunda á Íslandi. Þau eru;
Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett,
Jóhann Freyr, Nadia Banine, Ólöf Ing-
ólfsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
■ ■ FUNDIR
9.30 Námsstefnan „Rúnaspá Völu -
menningararfurinn og nýir miðlar“ um
ný tækifæri í gagnvirkri margmiðlun
verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur af
Vigdísi Finnbogadóttur. Námsstefnan
höfðar til þeirra sem hafa áhuga á list-
sköpun í nýjum miðlum jafnt og þeirra
sem vilja skoða nýjar leiðir í námsefnis-
gerð, tengdar Völuspá og menningararf-
inum. Fjallað verður um gagnvirka miðl-
un með hliðsjón af nýju verki ensku
fræði- og listakonunnar Maureen Thom-
as. Í kvikmynd sinni nálgast Maureen
Völuspá, Hávamál og Snorra-Eddu á nýj-
an hátt og endurvekur munnmælahefð-
ina í gegnum þau nýja miðlun. Eftir há-
degi verða pallborðsumræður þar sem
fram koma fræðimenn og listafólk sem
unnið hefur við gerð gagnvirkra verka.
Sýningin á Rúnaspá Völu stendur til 21.
september nk. en opnar þann 6. sept-
ember með tónleikum sem nefnast
söngvar Völu. Skráning er opin til 3.
september nk.
10.00 Margareta Winberg, varafor-
sætis- og jafnréttisráðherra Svíþjóðar, flyt-
ur erindi á vegum íslenskrar kvennahreyf-
ingar á Grand hóteli í Sigtúni 38. Hún
mun kynna lagaumhverfi Svía á sviði kyn-
ferðisofbeldis og sænsku leiðina í barátt-
unni gegn verslun með konur.
14.00 Peter Singer, kennari við
Princeton-háskóla og einn umdeildasti
siðfræðingur samtímans, heldur fyrirlest-
ur í Hátíðasal Háskóla Íslands í boði
Heimspekistofnunar. Í erindi sínu mun
Singer tala um heimspeki náttúruvernd-
ar út frá gildi náttúrunnar fyrir manninn.
Singer er höfundur og ritstjóri tuga
bóka, einkum á sviði siðfræði og stjórn-
málaheimspeki. Jafnframt er hann mikil-
virkur höfundur á sviði lífvísindasiðfræði
hefur hann gefið út bækur um klassíska
höfunda eins og Hegel, Marx og Darwin.
20.30 Egida Kussia frá Konsó í
Eþíópíu talar á samkomu í félagsheimili
KFUM og K í Sunnhlíð á Akureyri. Í
fylgd með Kússía verður Leifur Sigurðs-
son, kristniboði sem starfað hefur í
Kenýa undanfarin ár og túlkar hann mál
Kussía á íslensku.
■ ■ LISTSÝNINGAR
14.00 Handverkstæðið Ásgarður,
Álfossvegi 22 í Mosfellsbæ, er með opið
hús í dag milli kl. 14.00 og 18.00. Ásgarð-
ur, sem er verndaður vinnustaður á tíu
ára starfsafmæli en fagnar einnig því að
vera komin í framtíðarhúsnæði eftir að
hafa misst allt sitt í bruna fyrir tveimur
árum. Boðið verður upp á kaffi, kökur og
skemmtiatriði. Einnig er sýning á leik-
föngum sem starfsmennirnir vinna úr tré.
Níu myndlistarmenn frá Randers í
Danmörku sýna málverk og höggmynd-
um á Bókasafni Háskólans á Akureyri.
Vorið 2002 fór hópur myndlistarnema
frá Myndlistarskóla Arnars Inga til Rand-
ers í Danmörku og hélt sýningu á verk-
um sínum, og nú mun sá hópur taka á
móti níu myndlistarmönnum frá Rand-
ers til að greiða fyrir gestrisnina. Sýning-
unni lýkur 7. september.
Sýningin „Safneignin og samtíminn“
í Listasafni Árnesinga er opin laugar-
daga og sunnudaga milli 14.00 og
18.00. Síðasti sýningardagur er 21. sept-
ember. Aðgangur er ókeypis.
Listasafn Reykjavíkur sýnir „Viðtöl
um dauðann“ eftir Magnús Pálsson
myndlistarmann og Helgu Hansdóttur
öldrunarlækni í Hafnarhúsinu. Sýningin
er opin milli 10-17.
Pétur Már Gunnarsson myndlistar-
maður sýnir nú verk sitt í Gallerí Dvergi
við Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Sýn-
ing Péturs nefnist „Bréfasprengjur“ og
má þar sjá borgaraleg vopn og ástarbréf,
sem jafnframt eru til sölu. Sýningin er
opin fimmtudag til sunnudags klukkan
17-19, til 14. ágúst.
Sjöfn Har sýnir 45 ný málverk og
vatnslitamyndir í Art Icelandic Gallery,
Skólavörðustig 25 a. Opið virka daga kl.
12-18 laugard. kl. 12-16. sunnud.kl.14-
18. Sýningin stendur til og með 14 sept-
ember 2003.
Sýning Ernu Hafnes, „myndávegg“,
stendur nú yfir í Listasetrinu Kirkjuhvoli,
Akranesi. Þetta er fyrsta einkasýning
Ernu og eru verkin á sýningunni olíu- og
vatnslitaverk. Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 7. september og er Listasetrið
opið alla daga nema mánudaga frá kl.
15-18.
Hlynur Hallson sýnir ljósmynda- og
textaverkið „sund - schwimm - swim“
undir stiganum í galleríinu i8, Klappar-
stíg 33. Sýningin stendur yfir til 13. sept-
ember. Opið fimmtudaga og föstudaga
11-18, laugardaga 13-17 og eftir sam-
komulagi.
Sýning Roni Horn „This is me, this is
you“ stendur yfir í gallerí i8, Klapparstíg
33. Sýningu lýkur 13. september. Opið
fimmtudaga og föstudaga 11 - 18, laug-
ardaga 13 - 17 og eftir samkomulagi.
Sýning á verkum Errós er opin í
Hafnarhúsinu 10-17 í dag.
Höggmyndasýningin „Meistarar
formsins - Úr höggmyndasögu 20. ald-
ar“ stendur yfir í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar. Sýndar eru perlur helstu
módernista í evrópskri höggmyndasögu
og má þar nefna listamennina Degas,
Archipenko, Maillol, Moore, Marino
Marini, Manolo, Laurens, Renoir, Bar-
lach, Kollwitz, Hartung og samtímalista-
mennina Sol LeWitt, Schwegler, Per
Kirkeby og Axel Lischke. Á sýningunni
verða einnig verk eftir brautryðjendur ís-
lenskrar höggmyndalistar, þá Einar Jóns-
son, Ásmund Sveinsson, Sigurjón
Ólafsson og Gerði Helgadóttur.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir
einkasýning myndlistarmannsins Eyjólfs
Einarssonar. Sýningin ber nafnið
Hringekjur lífsins og er áherslan á stór
málverk sem listamaðurinn hefur verið
að vinna undanfarin ár. Sýningin stend-
ur til 12. október.
Andri Páll Pálsson og Brynja
Guðnadóttir sýna í Gallerí Undirheim-
um, Álafossvegi 31 Mosfellsbæ. Sýning-
in kallast Fenjavík og samanstendur af
ljósmyndum og innsetningu. Hún stend-
ur til 14. september.
Sýningin “4 colours 4 ladies“,
stendur yfir í Listhúsi Ófeigs Skóla-
vörðustíg 5. Um er að ræða fjórar
norskar textillistiðnaðar konur. Hilde
Horni, Torill Haugsvær Wilberg, Tove
Nordstad og Inger Lise.
Pétur Kjærnested sýnir heimilda-
mynd sína um ástandið í Palestínu í
Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. Mynd-
ina tók Pétur upp í Palestínu í mars
2003, viku áður en stríðið braust út í
Írak, og sýnir hún kaldan veruleikann á
átakasvæðum Palestínu og Ísrael. Mynd-
in verður sýnd á klukkutíma fresti en
sýningar standa til 13. september.
Sýning Charlottu Sverrisdóttur á
olíumálverkum stendur yfir í kaffihúsinu
Te og Kaffi að Laugavegi 27.
■ ■ OPNANIR
Sex myndlistarmenn opna sýningu
á verkum sínum í Safnahúsinu á Húsa-
vík í dag. Sýningin nefnist Landslag og
er opin 13.00-17.00 alla daga.
14.00 Myndhöggvarinn Sæmund-
ur Valdimarsson opnar sýningu á Kjar-
valsstöðum. Trémyndir sínar vinnur
listamaðurinn úr rekaviðardrumbum og
sýna þær ævintýraverur hulduheima
sem standa landsmönnum nærri í gegn-
um þjóðtrú og sagnaminni. Sæmundur
fagnaði 85 ára afmæli sínu á dögunum.
14.00 opnar Rúna K. Tetzschner
sýningu á Kaffi Karólínu á Akureyri. Á
sýningunni verður úrval myndskreytinga
frá tímabilinu 1999-2003 við skrautskrif-
uð ljóð Rúnu og Þorgeirs Rúnars Kjart-
anssonar (1955-1998). Myndirnar eru
unnar í anda fornra handritaskreytinga
en ljóðin vísa á nútímann og fela verkin
í sér sameiningu hins gamla og nýja. Við
opnunina les Rúna ljóðin upp við undir-
leik fjöllistamannsins Friðríks sem einnig
mun syngja. Sýningin stendur til 3. okt.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
15.00. Inga Jónsdóttirm, myndlist-
arkona opnar sýningu sína RYK í Ás-
mundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í
dag. Á sýningunni RYK eru þrívíddar- og
myndbandsverk, ljósmyndir og teikning-
ar. Sýning Ingu Jónsdóttur stendur til 21.
september.
16.00 Hjörtur Hjartarson opnar
sýningu í Slunkaríki á Ísafirði. Þar sýnir
hann teikningar og málverk sem unnin
hafa verið á þessu og síðasta ári. Þema
verkanna eru mismunandi „Hópar“ þ.e.
ekki einstaklingurinn heldur hvernig
hann er innan um sína hjörð. Sýningin í
Slunkaríki verður opin kl. 16-18 fimmtu-
daga-sunnudaga til sunnudagsins 28.
september.
17.00 Nína Magnúsdóttir mynd-
listarmaður opnar sýningu sína „Opið“ í
Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23.
Nína útskrifaðist frá MHÍ 1995 og með
Postgraduate gráðu frá Goldsmiths Col-
lege í London árið 1999. Þetta er þriðja
einkasýning Nínu og hér notar hún
myndbandsverk og ljósmyndir til að
miðla hugmyndum sínum. Sýningin
stendur til og með 28. september. Kling
& Bang gallerí opið fimmtudaga til
sunnudaga frá klukkan 14-18“.
17:00 Valgerður Guðlaugsdóttir
opnar sýninguna „Skemmtun“ í Gallerí
Hlemmi, Þverholti 5. Sýning Valgerðar
er innsetning þar sem gestum og gang-
andi er boðið upp á afþreyingu. Valgerð-
ur útskrifaðist frá Myndlista- og handíða-
skólanum árið 1994 og hefur unnið að
list sinni síðan. Hún hlaut tveggja ára
starfslaun á þessu ári og er þetta hennar
6 einkasýning. Sýningin stendur frá 6.-
28. september og er opin frá fimmtu-
degi til sunnudags frá kl. 14-18.
17:00 Kristinn Pálmason opnar
málverkasýningu í Gallerí Skugga á
Hverfisgötu 39 í dag. Sýningin stendur
til 21. september og galleríið er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Að-
gangur er ókeypis.
21.00 Snorri Ásmundsson opnar
sýningu sína „Til þín“ í Gallerí Svarta
kassanum í Listamiðstöðinni á Akureyri.
Snorri er nátengdur almættinu að eigin
sögn. Hann sameinar hina heilögu
þrenningu í líkama sínum og sál; leið-
togann, hinn heilaga og hinn skapandi
mann. Á sýningunni mun hann opin-
bera hið sérstaka samband sitt við al-
mættið og deila því með þeim sem
móttækilegir eru.
Tilkynningar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
LAUGARDAGUR 6. september 2003
■ MENNING
35
Margmiðlunarverk úr Völuspá
HELEN MCGREGOR
leikur Völu í Rúnaspá Völu
MENNING Rúnaspá Völu er heiti á
nýju margmiðlunarverki sem
ensk lista- og fræðikona,
Maureen Thomas, er nú að leggja
lokahönd á. Í verkinu nálgast hún
Völuspá, Hávamál og Snorra-
Eddu með nýjum hætti. Maureen
flytur fyrirlestur á námsstefnu
um ný tækifæri í gagnvirkri
margmiðlun í Ráðhúsi Reykjavík-
ur í dag: „Maureen hefur bæði
brennandi áhuga á íslenskum
menningararfi og nútímamarg-
miðlun.“ segir Anna Hildur Hildi-
brandsdóttur, sem er ein af skipu-
leggjendunum. „Hávamál og
Völuspá voru samin til munnlegs
flutnings og margmiðlunarverk
Maureen er tilraun til að endur-
vekja munnlegu hefðina með nú-
tíma tölvutækni. Þar sem verkið
er gagnvirkt fer áhorfandinn í
gegnum verkið á eigin hraða og
þá er m.a. hægt að láta völuna spá
fyrir sér. Valan spáir þó aldrei
eins fyrir neinum tveimur.“
Í Ráðhúsinu verður einnig
flutt tónlist við Rúnaspá Völu:
„Við höfum fengið hingað til
lands tónlistarkonu frá Lettlandi
að nafni Kariina Gretere en hún
gerði tónlist við kvikmyndina.
Hún ætlar að flytja tónverkið
ásamt íslenskri kvennahljóm-
sveit sem hún hefur sett saman.“
Maureen Thomas hefur aðeins
komið að íslenskri kvikmynda-
gerð og var m.a. handritsráðgjafi
í kvikmyndinni Með allt á hreinu.
Maureen bjó hér um tíma og
lærði þá forníslensku.“ Dagskrá-
in hefst í dag kl. 10.00 en Vigdís
Finnbogadóttir heldur opnunar-
ræðu á undan fyrirlestri Maureen
Thomas. Námsstefnugjaldið er
8.000 krónur en margmiðlunar-
verkið er til sýningar í ráðhúsinu
til 21. september. ■
Lab Loki sýnir í Listasafni Reykjavíkur -
Hafnarhúsinu barnaleikritið
„Baulaðu nú...“
Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls.
Í dag 6. sept. kl. 14:00
lau 13. sept kl. 14:00
sun 21. sept. kl.14:00
lau 27. sept. kl. 14:00
Miðaverð er 1200.
Miðapantanir í síma 590-1200.
Nánari upplýsingar í síma 662-4805
Bogomil Font
og Orkuveitan
á Hótel Borg í kvöld.
Í síðasta skipti á þessu ári