Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 22
22 6. september 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Vitsmunalegur reyfari: Skuggaleikir eftir José Carlos Somoza. Spennusaga sem fékk Gullna rýt- inginn, virtustu glæpasagnaverð- laun heims, árið 2002. Þetta er býsna snjall, bókmenntalegur og vitsmunalegur reyfari sem er á köflum nokkuð flókinn. Sögusvið- ið er Aþena til forna og nemendur úr skóla Platóns deyja vofeifleg- um dauðdaga. Ráðgátumeistar- inn Herakles Pantór glímir við gátuna en á öðrum stað reynir þýðandi að ráða í texta sem boð- ar mikla ógn. Bók sem er vel þess virði að lesa. Höfundurinn mætir á bókmenntahátíð. ■ Bókatíðindi METSÖLULISTI EYMUNDSSONAR Allar bækur 1. Mýrin. Arnaldur Indriðason 2. Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orða- bók. Orðabókaútgáfan 3. Snorra Edda. Snorri Sturluson 4. Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók. Orðabókaútgáfan 5. Dönsk - íslensk skólaorðabók. Mál og menning 6. Korku saga. Vilborg Davíðsdóttir 7. Spænsk-íslensk/íslensk-spænsk orðabók. Orðabókaútgáfan 8. Egilssaga með skýringum. Mál og menning 9. Ekið um óbyggðir. Jón G. Snæland 10. Brennu-Njálssaga með skýringum. Mál og menning Skáldverk 1. Mýrin. Arnaldur Indriðason 2. Korku saga. Vilborg Davíðsdóttir 3. Snorra Edda. Snorri Sturluson 4. Egils saga m. skýringum. Mál og menning 5. Brennu-Njálssaga. Mál og menning 6. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 8. Röddin. Arnaldur Indriðason 9. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 10. Sagan af Pi. Yann Martel METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 27. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER EFTIRSPURN EFTIR STALÍN Áhugi á félaga Jósef Stalín er langt frá því að hafa dofnað þó um hálf öld sé frá andláti hans. Ný bók um Stalín hefur setið sem fastast á metsölulista í Bretlandi síðust sjö vikur. Bókin nefnist Stalin: The Court of the Red Tsar og er eftir Simon Sebag Montefiore. Höfundur leitaði víða fanga við gerð bók- arinnar, meðal annars í skjala- safni rússneska Kommúnista- flokksins, en þar er að finna einkabréf Stalíns. ■ bækur JPV útgáfa sendir frá sér fjöl-mörg verk fyrir jólin en út- gáfubækurnar eru á sjötta tuginn. Sú skáldsaga sem vekur kannski mesta forvitni er Öxin og jörðin, söguleg skáldsaga um Jón biskup Arason og syni hans eftir Ólaf Gunnarsson. „Ég held því hiklaust fram að þetta sé besta bók Ólafs,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV útgáfu. „Sögu- legar skáldsögur henta Ólafi mjög vel sem höfundi og hér nýtur dramatísk frásagnargáfa hans og stórbrotin persónusköpun sín til fullnustu.“ Vigdís Grímsdóttir er einnig með skáldsögu á markaðnum í ár. Þegar stjarna hrapar heitir bók hennar og er lokabindið í þríleikn- um sem byrjaði með Frá ljósi til ljóss. Jón Atli Jónasson sendir frá sér skáldsöguna Í frostinu. Sigurður Pálsson verður með ljóðabókina Ljóðtímavagn og ný ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar nefnist Vetrarmegn. Þýddar úrvalsbækur Af þýddum skáldverkum ber fyrst að nefna seinna bindið af meistaraverkinu Don Kíkóta eftir Cervantes í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Jóhann Páll segir að sér hafi verið margsagt að útilokað væri að selja þá bók og allir hrist höfuðið yfir því framtaki. Þær hrakspár reyndust rangar því fyrra bindið hefur nú verið prentað í sex þúsund eintökum. Mjög hefur verið vandað til útgáfunnar. Svo fögur bein eftir Alice Se- bold er mest selda fyrsta skáld- saga höfundar nokkru sinni í Bandaríkjunum. Hún situr enn í efsta sæti metsölulista og er búin að vera þar í innbundinni útgáfu í á annað ár. Bókin er í fyrsta sæti á metsölulista í Bretlandi yfir kiljur og hefur verið þar á topp tíu lista í ellefu vikur. Á leið heim úr skóla mætir Susie Salmon, fjórtán ára gömul stúlka, morðingja sínum. Hún fer til himna og þar fær hún allar óskir sínar uppfylltar, nema það sem hún þráir heitast, að hverfa aftur til ástvina sinna á jörðu niðri. Bókin hlaut verðlaun breskra bóksala árið 2003. Aðrar þýddar bækur eru spennusögurnar Skuggaleikir eft- ir José Carlos Somoza sem hlaut Golden Dagger á síðasta ári, en það eru virtustu glæpasagnaverð- laun heims, og Annað tækifæri eftir James Patterson. Rósir og þyrnar Þráinn Bertelson sendir frá sér ævisögu sína, Einhvers konar ég um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi – og töframátt lífsins. Jóhann Páll segir að þetta sé sú bók á útgáfulistanum sem hafi komið honum gleðilegast á óvart: „Vissulega átti ég von á góðri bók en hún tók vonum mínum sannar- lega fram. Hún hefur allt til að bera sem prýtt getur eina góða bók: einstaka hlýju og einlægni og húmor. Þetta er óhemju falleg bók. Ég hafði ekki hugmynd um að Þráinn hefði átt svona æsku eins og hann lýsir í þessari bók. Hann elst upp með fimmtugum föður sínum, móðir hans er vistuð á geðveikrahæli og þeir feðgarnir hrekjast úr einu húsnæðinu í ann- að. Hann lýsir þeim örlögum sem voru fólgin í þessum þremur bannorðun: fátækt, móðurleysi og geðveiki. Það er óhætt að nota klisjuna: Bók sem snertir lesand- ann. Maður hlær og grætur á víxl þegar maður les þessa bók.“ Reynir Traustason skráir end- urminningar Lindu Pétursdóttur. „Þetta er mjög læsileg bók og áhugaverð,“ segir Jóhann Páll. „Hún fjallar um rósir og þyrna í lífi Lindu, viðurkenningar og vel- gengni og síðan skuggahliðarnar, þunglyndi og mjög alvarlegan alkóhólisma, ofbeldi og tilraunum til sjálfsvígs. Þetta er ein einlæg- asta minningabókin sem hefur komið út. Linda fellir algerlega grímuna og kemur fram sem manneskjan Linda Pétursdóttir en ekki sem fegurðardrottingin.“ JPV gefur einnig út minningar Gunnars Eyjólfssonar leikara sem Illugi Jökulsson skráir. Bóka- útgefendur hafa lengi haft hug á að fá Gunnar Eyjólfsson til að op- inbera ævihlaup sitt enda hefur hann lifað áhugaverðu lífi og er frábær sagnamaður, en þetta hef- ur ekki tekist fyrr en nú. Þetta er ekki eina bókin sem Illugi verður með um þessi jól því hið mikla verk hans Ísland í aldanna rás 1900-2000 kemur út fyrir þessi jól í einu bindi, alls 1.306 blaðsíður. Bækur af öðrum toga Gylfi Gröndal sendir frá sér bókina Fólk í fjötrum, sem er bar- áttusaga íslenskrar alþýðu. Þórð- ur Víkingur Friðgeirsson er höf- undur bókarinnar Stjórnun á tím- um hraða og breytinga. Meðal annarra bóka eru Dætur Kína - bældar raddir eftir Xinran, Maður að nafni Dave eftir Dave Pelzer og Ambáttin eftir Damien Lewis og Mende Nazer, sem er sönn saga um þrælahald á okkar tímum. Auk áðurnefndra bóka gefur JPV út fjölda annarra bók og má þar nefna vandaðar sjálfshjálpar- bækur, bækur um kynlíf, barna- og unglingabækur og bækur um land og þjóð. ■ kolla@frettabladid.is JPV útgáfa sendir frá sér á sjötta tug bóka þetta árið: Fjölbreytt útgáfa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ÓLAFUR GUNNARSSON Sendir frá sér dramatíska sögulega skáldsögu um Jón Arason og syni hans. LINDA PÉTURSDÓTTIR Segir sögu sína í einlægri minningarbók. ÞRÁINN BERTELSSON Sagt er að æviminningar hans muni koma á óvart. Bókmenntahátíð hefst á morg-un og fjöldi erlendra rithöf- unda mun mæta á hátíðina. Bæk- ur eftir marga þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu en þær fást einnig á frummálum og í enskum þýðingum. Í bókabúðum Ey- mundssonar og Máls og menning- ar er búið að stilla þessum bókum upp á áberandi stað. Þar er af nógu að taka en sérstök ástæða er til að mæla með bókum Nóbels- verðlaunahafans José Saramago og bókum japanska meistarans Haruki Murakami. Virtasti gestur hátíðarinnar er sennilega José Saramago. Ferill hans sýnir að allt er mögulegt á bókmenntasviðinu því það var ekki fyrr en hann var orðinn sex- tugur sem hann tók að vekja veru- lega athygli. Sextán árum síðar hlaut hann Nóbelinn. Þegar hinn virti bandaríski gagnrýnandi Harold Bloom gaf út bók sína Snillingar, þar sem hann fjallar um látna snillinga orðsins, tók hann fram í formála að ef hann ætti að nefna dæmi um lifandi snilling kæmi nafn Saramagos samstundis upp í hugann. Skáld- saga Saramagos Blinda kom út í íslenskri þýðingu árið 2000 og hún er einfaldlega snilldarverk. Bækur Haruki Marakami njóta gríðarlegra vinsælda víða um heim enda er hann bæði frumleg- ur og skemmtilegur höfundur og sérkennilega mystískur. Einungis ein bók hefur komið út eftir hann á íslensku, hin fallega ástarsaga Sunnan við mæri - vestur af sól. Hún þykir reyndar ekki ein af hans allra bestu bókum en er bæði seiðandi og eftirminnileg. Sömuleiðis er rétt að benda á bækur Hanif Kureishi, Náin kynni og Náðargjöf. Sú fyrri er miskunnarlaus frásögn miðaldra rithöfundar sem hyggst yfirgefa eiginkonu sína og unga syni vegna yngri konu. Sú seinni fjallar einnig um fjölskyldu í upplausn en er hlýrri og elskulegri bók sem fjallar meðal annars um græðandi mátt listarinnar. Af bókum norrænna höfunda sem ástæða er til að mæla með má nefna hina gríðarlega vinsælu sögulegu skáldsögu Líflækninn eftir Per Olov Enquist og Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi. ■ Bókmenntahátíð hefst á morgun og upplagt að nota tækifærið og grípa í bækur hinna erlendu gesta: Hátíðarbækur Ljóð sem ég leita í Það er ein ljóðabók sem mér ersérstaklega kær,“ segir Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld. „Það er Hendur og orð eftir Sigfús Daða- son. Ég fékk hana í afmælisgjöf þegar ég var tvítug frá kærastan- um mínum. Mér fundust ljóðin mjög góð en ég lagði líka persónu- lega merkingu í þau og taldi að kærastinn væri að segja mér eitt- hvað með því að gefa mér ná- kvæmlega þessa bók. Ég las hana með lituðu hugarfari og leitaði að ástarjátningu í henni. Á þessum árum fann ég yfirleitt það sem ég var að leita að og kom auga á ást- arjátningu en inn á milli þóttist ég einnig finna önnur skilaboð sem voru ekki eins falleg. Þetta voru fyrstu ljóðin sem ég las eftir Sigús og ég las allar bæk- urnar hans í kjölfarið og beið alltaf spennt eftir nýrri bók. Það er enginn annar höfundur og eng- in önnur ljóð sem ég leita jafn oft í. Lengi vel vildi ég ekki viður- kenna að ljóð hans hefðu haft áhrif á ljóðagerð mína. Ég gætti þess vel að verða ekki fyrir með- vituðum áhrifum og vera ekki að stæla og stela en núna sé ég mjög skýrt að ég hef stundum tekið upp nær orðrétta frasa án þess að hafa haft hugmynd um það á þeim tíma - og þóttist vera að varast það. ■ LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR Engin ljóðabók er henni jafn kær og Hendur og orð eftir Sigfús Daðason. Það er enginn annar höfundur og engin önnur ljóð sem ég leita jafn oft í. Lengi vel vildi ég ekki viðurkenna að hafa ljóð hans hefðu haft áhrif á ljóðagerð mína. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.