Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 6. september 2003                         ! " #     " $$ ! %                   Lykilleikmaður þýska landsliðsins FÓTBOLTI Michael Ballack er lykil- leikmaður þýska landsliðsins sem mætir því íslenska í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli á morgun. Ballack er einn besti miðvallarleikmaður heims og skoraði meðal annars sigurmark Þjóðverja í undanúrslitum heims- meistaramótsins í Suður-Kóreu og Japan. Hann gat ekki tekið þátt í sjálfum úrslitaleiknum á móti Brasilíu þar sem hann var í leik- banni. Þjóðverjar töpuðu leiknum og vildu margir kenna fjarveru Ballacks um. „Einbeitni og yfirvegun hefur alltaf einkennt hann þótt hann sé ekki mjög gamall,“ segir Lárus Guðmundsson, fyrrverandi at- vinnumaður í knattspyrnu. Ballack hóf að æfa knatt- spyrnu með BSG Motor Karl- Marx-Stadt þegar hann var sjö ára og lék þar allt til ársins 1995. Þá skipti hann yfir í Chemnitzer og svo í Kaiserslautern. Ballack var ekki lengi að festa sig í sessi. Hann lék 30 leiki fyrir Kaiserslautern en var keyptur til Bayer Leverkusen árið 1999. Sama ár lék hann sinn fyrsta landsleik gegn Skotum. „Þegar Ballack lék með Kaiserslautern vildi Bayern München fá hann til sín en honum fannst það of stór biti. Hann fór því til Leverkusen og sló mjög fljótlega í gegn sem síðar varð til þess að hann var keyptur til Bayern,“ segir Lárus. Að sögn Lárusar er Ballack gríðarlega fjölhæfur leikmaður en fólk tekur ekki endilega eftir honum í fyrstu. „Hann er ekki að sóla þrjá eða fjóra í einu heldur er með elegant leikstíl – mjög mjúk- ur – og er alltaf á réttum stað,“ segir Lárus. „Það sem meira er að þá reynir hann að forðast sviðs- ljósið og er mjög svo hógvær. Það er það sem ég virði hvað mest við hann – hvað hann er í raun mikill karakter. Hann er leiðtogi á vell- inum sem dregur aðra leikmenn með sér. Ef liðið hefur átt í barn- ingi er hann maðurinn sem skorar mörkin sem leysa hnútinn.“ Ballack hefur leikið 154 leiki í Bundesligunni og skorað 42 mörk. Þrátt fyrir mörkin segist hann kunna best við sig sem varnar- tengiliður. Lárus telur helsta galla Ballacks vera þann að hann sé ekki nógu fljótur. „Þess í stað les hann leikinn vel og er fljótur að skila sér í eyð- ur,“ segir Lárus. „En hann er lykil- leikmaður í þýska liðinu og ef hann nær sér á strik á móti Íslendingum er voðinn vís.“ ■ ÞÝSKA STÁLIÐ Þýska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í gær. Nokkrir leikmenn hafa verið meiddir en það skýrist í dag hvort þeir verði klárir í slaginn. Michael Ballack Leikstjórnandi Bayern München og þýska landsliðsins. Hann hefur verið einn besti leikmaður Þýskalands undan- farin ár og er potturinn og pannan í miðvallarspili landsliðsins. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.