Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 19
Ég hef nú þrætt hvern krók ogkima innanlands og líður alltaf
vel í Haukadalnum í Dýrafirði þar
sem ég er staddur núna en hingað
kem ég nokkrum
sinnum á ári og
hleð batteríin. Hér
er maður á slóðum
Gísla Súrssonar og
fyllist ógnarkrafti
í hrikalegri nátt-
úru með frábæru
fólki. Haukadalur-
inn hefur sogað
mig að sér allt frá
því ég var
stráklingur í sveit
hérna“, segir Hermann
Gunnarsson þegar hann
er beðinn að nefna
draumaáfangastaðinn
sinn.
„Ef við förum út fyrir
landsteinana kemur
Taíland, með sína miklu
náttúrufegurð, strax upp
í hugann. Ég hef verið
þar mikið og meðal ann-
ars gert heimildarmynd
um landið. Það eru eink-
um tveir staðir sem
standa upp úr, annars
eyjan Kohsamui, sem er
oftast kölluð Para-
dísareyja eða Kókós-
hnetueyja, og hins
vegar fljótandi frum-
skógarhótel á Kwai-
fljótinu. Ég fer til
Kohsamui þegar ég
vil slappa af enda eyj-
an ótrúlega falleg
með tandurhreinan
sjó og strendur. Hún
er einnig nefnd eyja
hinna ástföngnu og
það eru bæði fegurðin
og fólkið sem togar í
mig ef ég vil vera
rómantískur.
Ég hef svo farið
nokkuð oft með ferðamenn á hótel-
ið á Kwai-fljótinu sem ég uppgötv-
aði fyrir mörgum árum. Þetta eru
smáhýsi á prömmum á fljótinu.
Þarna er hvorki rafmagn né heitt
vatn. Engin sími né sjónvarp, bara
olíuluktir og kerti. Þjóðflokkurinn
sem rekur hótelið er mjög vernd-
aður og lifir nánast í 16. öldinni.
Þarna fær maður dýrðlegan mat
og getur legið í hengirúmi fyrir
framan kofann sinn og skutlað sér
svo beint út í fljótið þegar
straumurinn leyfir það.“
Hemmi segist á vissan hátt vera
ævintýramaður og langar því ein-
nig að komast aftur til Norður-
Kóreu. „Ég er í hópi þeirra fáu Ís-
lendinga sem fengið hafa að koma
til landsins en ég fór þangað í
gegnum vini mína í ferðaþjón-
ustunni á Taílandi. Ég var þar í
þrjá daga og gat lítið séð en
miðað við það litla sem fyrir
augu bar er þetta eitt af fallegustu
löndum veraldar. Það er því miður
ekki öllum opið en það er hægt að
láta sig dreyma um að það verði
ferðamannastaður í framtíðinni.“ ■
19LAUGARDAGUR 6. september 2003
!!" "
#$
%$
&!
'$
Ég nefni Sir Thomas More, semvar breskur stjórnmálamaður
á stjórnartíð Hinriks
VIII í Bretlandi og
gegndi meðal annars
stöðu kanslara 1529-
1532,“ segir Jón Steinar
Gunnlaugsson, prófess-
or við lagadeild Háskóla
Reykjavíkur, um þann
mann sem hann hefur
helst í hávegum.
Jón Steinar segir eitt
og annað í tengslum við
Sir Thomas sem verð-
skuldi virðingu og aðdá-
un. „Hann neitaði að
ganga gegn eiði sínum
og viðurkenna Hinrik
konung sem yfirmann
bresku kirkjunnar og
þar með að leggja blessun yfir
samband konungs við Önnu Bol-
eyn. Varð hann að gjalda fyrir
þetta með lífi sínu.“ Jón Steinar
telur þessa staðfestu virð-
ingarverða. „Hann hélt við
sannfæringu sína, þó að
sjálft lífið lægi við.“
Ekki er það svo að Jón
Steinar hafi lagt sérstaka
lykkju á leið sína til að
kynna sér sir Thomas
More, ævi hans og störf.
„Nei. Hjá mér byggist
þetta á þeirri mynd af
þessum manni, sem birt-
ist í kvikmynd um líf
hans, „A Man for All Sea-
sons“. Myndin fékk Ósk-
arsverðlaun sem besta
kvikmyndin árið 1966.“
Í sjálfu sér er of langt
seilst að segja Sir Thomas
More hafa breytt lífi Jóns
Steinars þó svo að staðfesta hans
sé aðdáunarverð. „Það get ég
varla sagt. En saga hans er manni
hins vegar áminning um að láta
ekki meintan veraldlegan ávinn-
ing glepja sig frá því að halda fast
við þau gildi, sem maður metur
mest í lífinu.“ ■
SIR THOMAS MORE
(1529-1532)
Var breskur stjórnmála-
maður og gegndi með-
al annars stöðu kansl-
ara. Hann neitaði að
viðurkenna Hinrik VIII
sem yfirmann bresku
kirkjunnar og galt fyrir
með lífi sínu.
Að halda í sannfæringu sína
■ Maður að mínu skapi
JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON
Nefnir Sir Thomas More sem mann að
sínu skapi, en saga hans er áminning um
að láta ekki meintan veraldlegan ávinning
glepja sig frá þeim gildum sem menn
meta mest í lífinu.
HERMANN GUNNARSSON
Þegar fólk hefur lokið
kvöldverðinum sest það út
á stóran bar á prömmun-
um og drekkur kaffi eða
eitthvað annað. Það
talar nánast ekkert
saman og hlustar í
niðamyrkri á tugi ef
ekki hundruð
dýrahljóða.
Taíland og Haukadalur toga í Hemma Gunn:
Rómantískur á Kókóshnetueyju
■
Þarna fær mað-
ur dýrðlegan
mat og getur
legið í hengi-
rúmi fyrir fram-
an kofann sinn
og skutlað sér
svo beint út í
fljótið þegar
straumurinn
leyfir það.
HAUKADALUR Í DÝRA-
FIRÐI
Hemma líður best í Hauka-
dalnum en getur þó vel
hugsað sér að fara til
Kókóshnetueyju undan
ströndum Tælands þegar
hann vill slappa af í róman-
tísku umhverfi.
■ Næsta stopp
Pínulitlar myndavélar:
Frjáls eins og
Lara Croft
Panasonic kynntiá dögunum þrjú
ný fjölnota tæki
sem notast öll við
SD minniskort
sem eru að taka
forystu á mark-
aðnum vegna
þess hve öflug
þau eru þrátt
fyrir smæð
sína. Panason-
ic kallar tækin
öll D-snap en
þau eru svo nett
að hægt er að
koma þeim fyr-
ir í buxnavasa.
Þarna eru á
ferðinni fyrsta MPEG2 mynd-
bandsupptökuvélin, þynnsta
stafræna myndavélin sem sögur
fara af og alhliða græja sem tek-
ur kvikmyndir og myndir, er
upptökutæki og spilar tónlist.
D-snap, SV-AV100 myndbands-
upptökuvélin, vegur einungis 156
grömm og er á stærð við
greiðslukort en gefur mynd-
bandstökuvélum í fullri stærð
ekkert eftir. 512 MB minniskortið
getur geymt allt að 20 mínútna
myndskeið í DVD-gæðum eða
þrjá og hálfan klukkutíma í stöðl-
uðum MPEG-gæðum. Þá tekur
tækið ljósmyndir í 640x480 pixla
upplausn.
Stafræna SV-AS10 myndavél-
in er með linsu sem hægt er að
snúa 180 gráður en þessi eigin-
leiki og smæð tækisins gera
fólki kleift að taka myndir við
ólíklegustu aðstæður á meðan
það er að gera hinar ýmsu
hundakúnstir.
Notagildi þessarar tækni kom
berlega í ljós í nýju Tomb Raider
myndinni um fornleifafræðing-
inn Löru Croft en hún notaði D-
snap AV-20 græjuna, sem samein-
ar bæði hin tækin, til að safna
gögnum í miðjum byssubardaga
svo eitthvað sé nefnt. ■
■ Tækniundrið
LARA CROFT
Panasonic bindur
vonir við nýju tækin
sem súper-
gellan notaði í
Tomb Raider 2.
Veljið ferðamennsku
- ekki hvalveiðar
Greenpeace er í heimsókn á Íslandi,
verið velkomin um borð í skip okkar
Rainbow Warrior:
Reykjavík Í dag milli kl. 14 og 18
Ísafjörður 9. sept.
Akureyri 11. sept.
Húsavík 13. sept.
Seyðisfjörður 15. sept.
Höfn 17. sept.
www. .org