Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 8
8 6. september 2003 LAUGARDAGUR ■ Lögreglufréttir Sælir eru... „Það er hreint ótrúlegt hvað góð úrslit í fótboltaleikjum gera menn káta.“ Guðjón Þórðarson, stjóri Barnsley, í DV 5. sept- ember. Aldrei of varlega farið „Ég kærði áætlun tollstjórans en það sem ég uppskar úr því var að þeir kærðu mig á móti fyrir svindl.“ Fjölnir Þorgeirsson í DV 5. september. Hver vill heyra sannleikann? Fyrir löngu var vitað, að ekki væri rúm á Íslandi fyrir fleiri en 200-300 sauðfjárbændur, ef bú- stærð þeirra ætti að vera fjár- hagslega hagkvæm. Menn voru sagðir óvinir bænda fyrir að spá því, sem nú hefur rætzt að öllu leyti. Jónas Kristjánsson á vef sínum 5. september. Orðrétt HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn er að sinna mun meiri þjónustu en ríkið ætlar honum samkvæmt fjárlög- um. Samkvæmt rekstararuppgjöri fyrir fyrstu sjö mánuði ársins er Landspítalinn kom- inn 665 milljónir króna umfram fjár- heimildir. Á öllu síðasta ári fór spít- alinn 800 milljónir króna umfram heimildir. „Ef fjárlög taka ekki mið af þjónustunni eins og hún er núna eru skilaboðin náttúrlega þau að okkur beri að minnka spítalann,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Landspítalans. „Þá þýðir ekkert annað en fækka verk- efnum eða minnka þjónustu. Við erum að vinna að þessum málum með stjórnvöldum. Stjórnarnefnd og framkvæmdastjórn spítalans hafa verið að veita stjórnvöldum upplýsingar og fundað með þeim um þessi mál.“ Tæplega 5.000 manns vinna hjá spítölunum, en ársverkin eru um 3.900. Aðspurð segist Anna Lilja ekki búast við uppsögnum á þessu ári. „Ef við fækkum verkefnum og minnkum þjónustuna kæmi það ekki til framkvæmda fyrr en eft- ir einhvern tíma. Það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður, en það mun líklega skýrast í næstu viku.“ Anna Lilja segir ástæðurnar fyrir því að spítalinn sé kominn þetta langt fram úr fjárheimildum vera ýmsar. Hún segir helstu skýr- inguna vera þá að undanfarin ár hafi fjárheimildir lækkað, t.a.m. hafi fjárveiting fyrir þetta ár verið um 750 milljónum króna lægri en árið 2000 miðað við fast verðlag. Þetta sé hvorki í samræmi við langtímaþróun í aldurssamsetn- ingu, sem sýni að hlutfall eldri borgara hafi hækkað um 2,4% á ári síðastliðin 10 ár, né breytta búsetu- hætti, en íbúum á höfuðborgar- svæðinu fjölgar um 1,8% á ári. Anna Lilja segir aðra þætti einnig hafa áhrif á rekstur spítal- ans. Framlag í séreignasjóði starfsmanna hafi hækkað undan- farin ár og á þessu ári sé gert ráð fyrir að það verði um 150 milljónir króna. Hún segir lyfja-, lækninga- og hjúkrunarvörukostnað einnig hafa aukist mikið, um 8% milli ára, á meðan fjárlögin hafi aðeins hækkað um 1,3%. Að lokum segir hún sérhæfða starfsemi hafa auk- ist, m.a. hafi skurðaðgerðum, hjartaþræðingum og kransæða- víkkunum fjölgað mikið. trausti@frettabladid.is Varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar um fjárhagsvanda Landspítalans: Var rétt að sameina spítalana? HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðis- og trygginganefnd átti fund með Magnús Péturssyni, forstjóra Landspítalans, fyrir skömmu þar sem fjárhagsvandi spítalans var ræddur. „Það hefur verið unnið að sam- einingu Borgarspítalans og Land- spítalans í mörg ár þannig að það eru heilmikil vonbrigði að það skuli vera svona mikill halli á rekstrinum,“ segir Drífa Hjart- ardóttir, varaformaður heilbrigð- is- og trygginganefndar. „Stjórn- endur spítalans verða að fara að sýna fram á að þessi sameining hafi verið hagkvæm. Var hún rétt eða var hún röng? Ég get ekki svarað því en mér hefur alltaf fundist að það væri hægt að nota sjúkrahúsin í kringum Reykjavík betur, þá fyrir minniháttar að- gerðir. Sólarhringurinn inni á svona hátæknisjúkrahúsi eins og Landspítalanum er gríðarlega dýr.“ Drífa segir að staða sjúkra- húsanna sé gríðarlega erfið og þar komi margt til. Stjórnendur Land- spítalans hafi t.d. kvartað undan miklum lyfjakostnaði. Hann hafi aukist mikið og þeir vilji eiga kost á því að kaupa sjálfir lyf að utan en það megi þeir ekki gera samkvæmt núgildandi lögum. Aðspurð vildi hún ekki svara því hvort ríkið myndi koma til með að heimila lyfjakaup erlendis frá. Um hugsanlegan niðurskurð og uppsagnir starfsmanna segir Drífa: „Ég held við verðum að gefa stjórninni tækifæri til að vinna betur að sínum málum. Hún er nú þegar búin að skera af sér eina deildina, sem er vistheimil- ið í Gunnarsholti. Það getur vel verið að hún verði að breyta ein- hverju meiru.“ Drífa, sem einnig situr í fjár- laganefnd, segist ekki vilja tjá sig um það hvað komi í hlut spít- alans á fjárlögum. „Auðvitað munum við reyna að fá eitthvað þar. Það verður bara að fara yfir alla þessa hluti.“ ■ Norskur unglingspiltur: Festist í þvottavél OSLÓ, AP Slökkviliðið í Asker í Nor- egi fékk það óvenjulega verkefni á dögunum að ná fimmtán ára göml- um dreng út úr þvottavél. Pilturinn hafði klifrað upp í stóra þvottavélina til að sækja lykla sem höfðu dottið í gegnum gat á troml- unni. Ætlaði hann að snúa tromlunni hálfan hring og grípa þá þegar þeir dyttu út en ekki vildi betur til en að hann festist í þvottavélinni. Þegar slökkviliðið kom hafði pilturinn set- ið fastur í tromlunni í rúma klukku- stund. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að bera á hann sápu til að gera hann sleipan og þannig tókst að bjarga honum úr prísundinni. ■ VETUR Dagarnir verða ekki jafn kaldir í vetur og þeir hefðu venjulega orðið. Ástæðan er sjávarhitinn. Sjávarhiti í hæsta lagi: Kaldir dagar hlýrri í vetur VEÐUR Hlýindi í sjónum valda því að komandi vetur verður ekki eins kaldur og hann yrði ef sjór- inn væri í meðallagi eða kaldur. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir áhrifin helst birtast á köld- ustu dögunum. „Þeir verða ekki eins kaldir og þeir hefðu orðið í venjulegu ári, þar sem hlýr sjór- inn vegur upp á móti.“ Sjórinn kringum landið er um tveimur til þremur gráðum hlýrri en í meðalári eftir óvenju- mildan vetur og methita í sumar. Sjórinn virkar sem eins konar hitaforði og mun áhrifa til hlýn- unar af hans völdum gæta út vet- urinn. ■ Suðurland: Sigmundur í útvarpið FJÖLMIÐLAR Sigmundur Sigurgeirs- son, blaðamaður og kennari á Sel- fossi, tekur við starfi frétta- og dagskrárgerðarmanns við svæðis- útvarp Ríkisútvarpsins á Suður- landi. Útvarpsráð tók ákvörðun þessa efnis í vikunni. Alls sóttu sex manns um stöð- una. Ríkisútvarpið hefur fest sér aðstöðu að Austurvegi 4 á Sel- fossi. Útsendingar Svæðisútvarps Suðurlands hafa legið niðri síðan 1. ágúst en munu væntanlega fara af stað aftur skömmu eftir að ráð- ið verður í stöðuna. ■ INNBROT Í FYRIRTÆKI Brotist var inn í fyrirtæki í Skip- holti í fyrrinótt. Þjófurinn hafði brotið rúðu til að komast inn. Litlu sem engu var stolið. VELTI SEXHJÓLI Sexhjól valt í Jökuldal á fimmtu- dagskvöld. Tveir voru á hjólinu og var annar fluttur nokkuð slas- aður á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn ökumanns- ins festist annað framhjólið í bremsu með þeim afleiðingum að það valt. Ályktun frá Starfsmannaráði Landspítalans: Lýsir áhyggjum vegna fjárveitinga HEILBRIGÐISMÁL Starfsmannaráð Landspítalans skorar á Alþingi að standa vörð um starfsemi Land- spítalans og bendir á að mestu verðmæti hans felist í þekkingu og reynslu starfsfólks sjúkra- hússins. Jóhanna Konráðsdóttir, vara- formaður starfsmannaráðsins, segir starfsmenn ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá stjórn spít- alans um að uppsagnir séu hugs- anlega fram undan líkt og greint hafi verið frá í Sjónvarpinu í fyrrakvöld. Hún segist því ekki vilja tjá sig um málið en segir starfsmannaráðið hafa ályktað um það á fundi í gær. Í ályktuninni lýsir starfs- mannaráðið þungum áhyggjum vegna fjárveitinga til sjúkra- hússins. „Svið sem sinna mikilli bráða- þjónustu við sjúklinga svo sem lyf- lækningasvið, skurðlækningasvið og slysa- og bráðasvið eru verulega umfram fjárheimildir,“ segir í ályktuninni. „Skýrist þessi aukni kostnaður meðal annars af fjölgun sjúklinga og því að sjúklingar sem leggjast inn á spítalann eru að jafn- aði veikari en áður. Þetta hefur leitt til aukins álags á starfsfólk sjúkra- hússins. Ljóst er að verði fjárfram- lög til Landspítala - Háskólasjúkra- húss ekki aukin verður ekki unnt að viðhalda nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu við alla landsmenn.“ ■ LANDSPÍTALINN Starfsmenn hafa ekki fengið neinar upp- lýsingar frá stjórn Landspítalans um að uppsagnir séu yfirvofandi. LANDSPÍTALINN Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Landspítalans, segir helstu skýringuna á rekstrarvanda spítalans vera þá að undanfarin ár hafi fjárheimildir lækkað. Til að mynda hafi fjárveiting fyrir þetta ár verið um 750 milljónum króna lægri en árið 2000 miðað við fast verðlag. ■ „Þá þýðir ekk- ert annað en fækka verkefn- um eða minnka þjónustu.“ DRÍFA HJARTARDÓTTIR Drífa segir að staða sjúkrahúsanna sé gríð- arlega erfið og þar komi margt til. Skilaboðin eru að minnka beri spítalann Landspítalinn er kominn 665 milljónir króna umfram fjárheimildir. Tæplega 5.000 manns vinna þar. Uppsagnir blasa við nema ríkið komi til móts við vandann. Málið skýrist í næstu viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.