Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. september 2003 23
■ Sagt og skrifað
SVERRIR LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI
Sverrir Hermannsson er í hópi
litríkari stjórnmálamanna og það
hlýtur því að
vera fengur
að ævisögu
hans sem Al-
menna bóka-
félagið gefur
út í haust.
Bókin hefur
fengið heitið
Sverrir -
Skuldaskil.
Sverrir mun
meðal annars
segja frá
hatrömmum
deilum og
flokkadrætti
bak við tjöldin sem leiddu til þess
að Landsbankamálið svokallaða
fór af stað. Hann dregur fram í
sviðsljósið ýmislegt sem ekki
hefur þolað dagsins ljós og á ör-
ugglega eftir að valda fjaðrafoki
víða. Þá fjall-
ar hann um
endurkomu
sína inn í
stjórnmálin
og varpar
hulunni af
ýmsu sem
tengist
Frjálslynda
flokknum.
Hann lætur
einnig hug-
ann reika til
æsku sinnar og áranna sem þing-
maður og ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins þar sem ýmislegt
óvænt skýtur upp kollinum.
Pálmi Jónasson fréttamaður
skrifaði bókina.
SILJA ÞÝÐIR MADONNU Nú stytt-
ist í útgáfu fyrstu barnabókar
Madonnu af fimm fyrirhuguðum.
Mikil leynd hefur hvílt yfir útliti
og efni bókarinnar og verður hul-
unni ekki svipt af leyndardómn-
um fyrr en þegar Ensku rósirnar
koma í búðir á 30 tungumálum í
yfir 100 löndum mánudaginn 15.
september á slaginu 20:00. Á ís-
lensku kemur bókin út hjá Máli
og menningu í þýðingu Silju Að-
alsteinsdóttur, sem hljóta að telj-
ast nokkur
meðmæli
með bókinni
því þær
barnabækur
sem Silja hef-
ur þýtt fram
að þessu hafa
ekki verið
neitt slor.
Einn virtasti
útgefandi
Bandaríkj-
anna,
Callaway Ed-
itions, sér um
útgáfuna
vestanhafs en af öðrum útgefend-
um má nefna Penguin í Bretlandi,
Gallimard í Frakklandi og
Hanser í Þýskalandi. Undirbún-
ingur íslensku útgáfunnar er vel
á veg kominn og mun blásið til
veislu í verslun Pennans Ey-
mundssonar í Austurstræti áður-
nefndan dag, mánudaginn 15.
september, kl. 20.
SVERRIR
HERMANNSSON
Varpar hulunni af fjöl-
mörgum málum í nýrri
ævisögu.
LANDSBANKINN
Kemur víða við sögu í
ævisögu Sverris
MADONNA
Fyrsta barnabók henn-
ar kemur út í íslenskri
þýðingu þann
15. september.
Bókmenntahátíð verður sett íNorræna húsinu á morgun kl.
15.00 en meðal þeirra sem þar
flytja ávörp eru José Saramago og
Thor Vilhjálmsson. Öflug bók-
menntadagskrá verður síðan alla
vikuna en hátíðinni lýkur á laug-
ardaginn 13. september.
Frá sunnudegi til föstudags
verða upplestrar í Iðnó sem hefj-
ast klukkan 20.00. Annað kvöld
eru það Hallgrímur Helgason,
Emmanuel Carrere, Gerður
Kristný, Per Olov Enquist og
Yann Martel sem lesa úr verkum
sínum.
Meðal atriða sem ástæða er til
að vekja sérstaka athygli á er há-
degisspjall Silju Aðalsteinsdóttur
við Haruki Murakami sem verður
á mánudag í Norræna húsinu og
hefst klukkan 12.00 og Hjálmar
Sveinsson ræðir síðan við David
Grossman. Klukkan 15.00 hefjast
svo í Norræna húsinu pall-
borðsumræður um enskar heims-
bókmenntir.
Á þriðjudag, klukkan 12 í Nor-
ræna húsinu, ræðir Jón Karl
Helgason við Hanif Kureishi og
Halla Kjartansdóttir ræðir við
Per Olov Enquist. Á fimmtudag,
á sama tíma, ræðir Torfi Tulinius
við Nóbelsverðlaunahafann José
Saramago og klukkan 15.00 taka
við umræður um glæpasögur en
þar eru meðal þátttakenda Henn-
ing Mankell, Boris Akunin, José
Carlos Somoza og Árni Þórarins-
son.
Á föstudag klukkan 12.00 í
Norræna húsinu ræðir Jón Hall-
ur Stefánsson við Yann Martel.
Klukkan 15.00 hefjast svo pall-
borðsumræður um „miðju
heimsins nær og fjær“.
Hátíðinni lýkur á laugardag
en klukkan 10.00 þann dag held-
ur Halldór Guðmundsson fyrir-
lestur í Norræna húsinu um ís-
lenskar bókmenntir og að erind-
inu loknu verða pallborðsum-
ræður um möguleika íslenskra
bókmennta á erlendum vett-
vangi.
Það sem hér hefur verið talið
upp er aðeins brot af því sem í
boði verður en dagskrá hátíðar-
innar er rækilega auglýst á vef-
síðunni bokmenntahatid.is ■
Dagskrá bókmenntahátíðar spannar heila viku og hver stórstjarnan af
annarri mun lesa úr bókum sínum eða taka þátt í pallborðsumræðum:
Brot af því besta
á bókmenntahátíð HANUKI MURAKAMISilja Aðalsteinsdóttir ræðir viðjapanska meistarann kl. 12 á
mánudaginn í Norræna húsinu.
THOR VILHJÁLMSSON
Flytur ávarp við setningu bók-
menntahátíðar í Norræna hús-
inu á morgun.
EMMANUEL CARRERE
Les upp úr verkum sínum
annað kvöld í Iðnó. Þar verða
upplestrar öll kvöld, frá kl. 20.