Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 30
30 6. september 2003 LAUGARDAGUR
RÚNAR KRISTINSSON
Setur nýtt landsleikjamet í kvöld þegar
hann leikur 102. landsleik sinn.
Fótbolti
Varfærni til að byrja með
Pétur Ormslev segir að Íslendingar verði að leika varfærnislega. Þjóðverjar verði án efa meira
með boltann og erfitt sé að sækja á þá. Íslendingar verða að vera þolinmóðir.
FÓTBOLTI „Dagskipunin hlýtur að
vera að fara varlega og fá ekki á
sig mark snemma í leiknum,“
sagði Pétur Ormslev þegar Frétta-
blaðið bað hann að spá í leik Ís-
lendinga og Þjóðverja og líkleg
byrjunarlið. Pétur lék með Fort-
una Düsseldorf í þýsku
Bundesligunni á árunum 1981 til
1984.
„Við þurfum að halda haus og
láta það ekki fara í taugarnar á
okkur að við séum ekki mikið með
boltann. Við munum örugglega
tapa boltanum oftar í þessum leik
en oft áður og það verður enginn
hægðarleikur að sækja á þá. Þeg-
ar við töpum boltanum þurfum við
að vera komnir strax aftur í varn-
arstöðuna því þeir geta refsað
okkur mjög fljótt,“ segir Pétur.
„Þjóðverjarnir fara örugglega
varlega af stað nema þeir finni að
það sé eitthvað að hjá okkur. Þá
verða þeir fljótir eins og rándýr
að bráðinni. Ég held að bæði lið
verði varfærin til að byrja með en
Þjóðverjar sækja meira. En hvað
þora þeir að sækja á mörgum
mönnum og af hve miklum
ákafa?“
Pétur segir að Þjóðverjar muni
ekki vanmeta íslenska liðið. „Þeir
eru alveg nógu meðvitaðir og
reyndir,“ segir hann og vísar til
erfiðra leikja Þjóðverja við Fær-
eyinga.
Vangaveltur um val í byrjunar-
lið og uppstillingu eru hefðbundn-
ar í aðdraganda landsleikja. Pétur
telur að í líklegu byrjunarliði Ís-
lands verði Árni Gautur í markinu
og Hermann, Ólafur Örn, Lárus
Orri og Indriði í vörninni. Jóhann-
es Karl og Þórður verði á köntun-
um, Rúnar, Pétur og Brynjar á
miðjunni en Eiður einn frammi.
Pétri finnst val þýsku fjölmiðl-
anna í lið þeirra líkleg. Samkvæmt
því verður Kahn í markinu og
Friedrich, Wörns, Baumann og
Rahn í vörninni. Á miðjunni verða
Schneider eða Deisler, Ramelow,
Jeremies eða Kehl, og Ballack.
Klose og Neuville verða í sókninni.
Þjóðverjarnir velja Neuville
fremur en Bobic og telur Pétur
það vera vegna þess að Neuville
er fljótari. Einnig gæti Friedrich
leikið framar ef Deisler verður
ekki með og þá kæmi Rehmer inn
vörnina. ■
Jóhannes Rúnar Brynjar Þórður
Eiður
Hermann Lárus Orri
Pétur
Indriði
Ólafur Örn
Árni Gautur
Friedrich Wörns Baumann Rahn
NeuvilleKlose
Schneider Ramelow
Ballack
Jeremies
Kahn
Hugsanleg uppstilling Hugsanleg uppstilling
Höfum gaman,
hjólum saman.
Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is
Allt þetta er innifalið:
Yogaspuni 3 í viku. Vikuleg vigtun, fitumæling, ummálsmælingar, ítarleg
kennslugögn, matardagbók og leiðbeiningar varðandi fæðuval,
fræðsludagur, vatnsbrúsi, bolur, vegleg verðlaun!
Vikuna 8. – 15. september
hefjast í World Class hin vinsælu 8-vikna aðhaldsnámskeið.
Yogaspuni Gauja litla
UNDIRBÚNINGUR
Íslenska landsliðið hefur undirbúið sig vel
fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í kvöld. Eiður
Smári Guðjohnsen verður í eldlínunni.
FÓTBOLTI Skotar fá Færeyinga í
heimsókn í 5. riðli undankeppni
Evrópumótsins í dag klukkan 14.
Stuttu eftir að leikurinn verður
flautaður af hefst leikur Íslend-
inga og Þjóðverja á Laugardals-
velli. Riðillinn er galopinn og eiga
þrjú lið enn möguleika á efsta
sætinu. Efsta sætið tryggir þátt-
töku á Evrópumótinu í Portúgal á
næsta ári. Liðið sem lendir í öðru
sæti þarf að leika aukaleik um
laust sæti á EM.
Íslendingar eru efstir í riðlin-
um og eiga tvo leiki eftir, gegn
Þjóðverjum heima og að heiman.
Þjóðverjar eru stigi á eftir Íslend-
ingum og eiga leik til góða, gegn
Skotum heima. Skotar mæta einn-
ig Litháum í síðustu umferð und-
ankeppninnar.
Nái Íslendingar fjórum stigum
úr leikjunum við Þjóðverja
tryggja þeir sér sigur í riðlinum
að því gefnu að Skotar tapi að
minnsta kosti einum leik. Fari svo
að Íslendingar nái aðeins einu
stigi úr viðureignum sínum gegn
Þjóðverjum verða þeir að treysta
á hagstæð úrslit úr viðureignum
Skota. ■
Staðan í 5. riðli undankeppni EM:
Fjögur stig tryggja efsta sætið
STAÐAN Í 5. RIÐLI
UNDANKEPPNI EM:
Lið L U J T M S
Ísland 6 4 0 2 11-6 12
Þýskaland 5 3 2 0 8-3 11
Skotland 5 2 2 1 7-5 8
Litháen 6 2 1 3 4-9 7
Færeyjar 6 0 1 5 5-12 1
Í dag:
Skotland - Færeyjar
Ísland - Þýskaland
10. september:
Færeyjar - Litháen
Þýskaland - Skotland
11. október:
Skotland - Litháen
Þýskaland - Ísland
EFTIRSÓTTIR
Fjölmiðlar og almenningur hópaðist í kringum íslensku landsliðsmennina eftir æfingu
og vildu spyrja þá spjörunum úr.
LAUGARDALSVÖLLUR
Gola eða kaldi verður á leik Íslands og
Þýskalands í dag.
Veðrið á landsleiknum:
Gola
eða kaldi
FÓTBOLTI „Það verður væntanlega
suðaustan átt með þremur til átta
metrum á sekúndum,“ segir Theó-
dór Hervarsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, um veðrið í dag
þegar landsleikur Íslands og Þýska-
lands fer fram. Það þýðir að gola
eða kaldi ætti að ríkja á vellinum.
„Það verða skúrir fyrri hluta
dagsins en með kvöldinu fer hann
að hvessa úr austri. Verður 8-13
metrar á sekúndu og rigning. Ef
það rignir ætti það að gerast seinni
hluta leiks,“ segir Theódór veður-
fræðingur. ■