Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 16
Sunnudaginn 14. septemberganga frændur vorir Svíar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort sænska þjóðin skuli leggja niður sinn gamla gjaldmið- il, krónuna, og taka í staðinn upp hina nýju Evrópusambandsmynt, evruna. Svíum þykir vænt um gamlar hefðir og eru hikandi gagnvart hinni nýju mynt, að því er skoð- anakannanir að undanförnu benda til. Almennt er búist við því að meirihluti kjósenda hafni aðild að evrópska myntbandalaginu og láti einfalda aðild að Evrópusamband- inu duga í bili, og Svíar haldi áfram að reikna í krónum og aur- um. Sænska stjórnin, með Göran Persson í fararbroddi, hefur hvatt mjög til þess að evran verði tekin upp, en meirihluti þjóðarinnar hefur verið tregur til að láta sann- færast af röksemdum evrusinna. Rökræðan um evruna hefur þó verið mjög fróðleg. Finnar, næstu nágrannar Svía, búa að reynslu á þessu sviði, því þar í landi hefur evran verið tekin upp, og hefur því mjög verið litið til Finna í rök- ræðunni. Athyglisvert er að skoða helstu röksemdir sem fram hafa komið – með og móti – í aðdraganda þess- ara kosninga í Svíþjóð. thrainn@frettabladid.is 16 6. september 2003 LAUGARDAGUR Á sunnudaginn eftir viku ganga Svíar til atkvæða um hvort þeir vilji gerast aðilar að myntbandalagi Evrópu og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Rökræðan stig- magnast með degi hverjum. Svíar meta kosti og galla Evrunnar Reynsla Finna Fylgjendur segja: Finnar hafa hagnast á evrunni. Finnar eru ánægðir með nýja gjaldmiðilinn sinn. Finnskt efnahagskerfi lík- ist hinu sænska og þar hefur hagvöxtur verið meiri en í Sví- þjóð síðan evran var tekin upp. Andvígir segja: Dregið hefur úr hagvexti í Finnlandi síðan evr- an var tekin upp og atvinnu- leysi þar er áberandi meira en í Svíþjóð. Lýðræðið og sjálfstæðið Andvígir segja: Evran er ólýð- ræðisleg. Möguleikar á því að hafa áhrif í myntbandalaginu eru litlir úr því að gengis- ákvarðanir eru teknar af evr- ópskum seðlabankastjórum í Frankfurt sem við höfum ekk- ert yfir að segja. Myntbanda- lagið stingur í stúf við þá grundvallarhugmynd Evrópu- sambandsins að allar ákvarðan- ir skuli taka eins nálægt borg- urunum og mögulegt er. Fylgjendur segja: Seðlabanka- stjórarnir okkar eru líka sjálf- stæðir. Venjulegur Svíi hefur jafn lítið yfir sænsku seðla- bankastjórunum að segja og bankastjórunum í Frankfurt. En ef við tökum þátt í mynt- bandalaginu geta spákaupmenn ekki lengur hagnast á því að spila á gengi sænsku krónunn- ar. Ný og breytt Evrópa Fylgjendur segja: Það verður einfaldara að búa og ferðast í Evrópu. Maður losnar við að kaupa og selja mismunandi gjaldmiðla og það verður auð- veldara að bera saman lífskjör í hinum ýmsu Evrópulöndum. Andvígir segja: En miðstýring eykst og skriffinnskan sömu- leiðis. Það litla hagræði að vera laus við að skipta gjaldmiðlum er ekki sambærilegt við þá auknu miðstýringu og skrif- finnsku sem mun fylgja mynt- bandalaginu. Áhrif á verðlag Andvígir segja: Evran leiðir til verðhækkana. Í öllum löndum sem hafa tekið upp evruna hef- ur verðlag hækkað. Neytenda- samtök í Grikklandi og Ítalíu segja að verðhækkanir hafi ver- ið á bilinu 20 til 30%. Fylgjendur segja: Nei, það er of mikið gert úr þessum verð- hækkunum. Margar óháðar kannanir sýna að verðlag hækk- aði um 0,1 til 0,2% þar sem evr- an var tekin upp. Til lengri tíma litið mun evran halda verðlagi niðri. Áhrif á vaxtastig Fylgjendur segja: Heimilin munu hagnast á því að vaxta- byrðin lækkar. Meðan við höld- um í jafn veikburða gjaldmiðil og sænska krónan er þurfum við að greiða „áhættugjald“ í formi hærri vaxta. Andvígir segja: Háir vextir í Svíþjóð stafa af því að efna- hagsástandið hér er betra en annars staðar. Í Svíþjóð hafa vextir stundum verið lægri en á meginlandi Evrópu. Þess vegna er ekkert hægt að fullyrða um hver vaxtaþróunin verður. Hún mun haldast í hendur við efna- hagsástandið. Seðlabanki Evrópusam- bandsins Andvígir segja: Seðlabanki Evr- ópusambandsins mun ekki taka tillit til Svíþjóðar. Sameiginleg vaxtastefna hentar ekki mis- munandi þjóðfélögum. Núna eru vextir of lágir á Írlandi og of háir í Þýskalandi, en seðla- bankarnir í þessum löndum hafa ekki umráðarétt yfir vöxt- um sem henta efnahagslífinu. Fylgjendur segja: Við erum samt háð Seðlabanka Evrópu, bara með hærri vexti. Voldugur sameiginlegur gjaldmiðill eyk- ur möguleikana á hagvexti í Evrópu og skapar fleiri störf. Sænski seðlabankinn getur ekki rekið sjálfstæða efnahagspóli- tík heldur fylgir í kjölfar Seðla- banka Evrópu – bara með hærri vexti. Efnahagsleg staða Svíþjóðar Andvígir segja: Ástandið er betra í Svíþjóð en hinum Evr- ópulöndunum. Í Svíþjóð er meiri hagvöxtur, lægri verð- bólga og minna atvinnuleysi en annars staðar. Fylgjendur segja: En í evru- landinu, Finnlandi, er ástandið ennþá betra. Grannar okkar í Finnlandi tóku upp evruna og þar er hagvöxtur meiri en hér. Innan Evrópusambandsins er Svíþjóð komin í tólfta sæti efna- hagslega. Peningamálastefnan Andvígir segja: Maður á ekki að segja skilið við peningamála- stefnu sem hefur sannað gildi sitt. Fljótandi gengi hefur nýst Svíþjóð vel og valdið því að hægt hefur verið að halda at- vinnuleysi niðri. Fylgjendur segja: Fljótandi gengi sænsku krónunnar hefur gert okkur fátækari. Það er ekki fljótandi gengi að þakka að hægt hefur verið að halda at- vinnuleysi í skefjum. Nokkur rök með og á móti GÖRAN PERSSON Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur hvatt mjög til þess að Svíar taki upp evruna. JÁ-MENN MEÐ BLÖÐRUR Þótt þeir séu kátir á þessari mynd er almennt búist við því að Svíar hafni aðild að myntbandalaginu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.