Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina „Marcelino pan y vino“ í Bæjarbíó, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndin er frá árinu 1954 og er leikstjóri hennar Ladislavo Vajda. Með helstu hlutverk fara Pablito Calvo, Rafael Rivelles og Juan Calvo. Með tilkomu myndarinnar varð Pablito Calvo frægasta barnastjarna Spánar þessa tíma. Hann hætti kvikmyndaleik við 16 ára aldur og snéri sér að öðru. Miðasala opnar hálf- tíma fyrir sýningu og er miðaverð 500 kr. Myndin er svarthvít og með enskum texta.  Nú standa yfir Breskir bíódagar í Há- skólabíói. Það er kvikmyndaklúbburinn Film undur í samvinnu við Græna ljós- ið/Íslensku kvikmyndasamsteypuna og Bergvík sem stendur fyrir hátíðinni. Kvik- myndahátíðin stendur til 14. september og er sérstaklega mælt með myndunum Sweet Sixteen eftir Ken Loach og Magdalene Sisters eftir Peter Mullen. ■ ■ TÓNLEIKAR  KK og Magnús Eiríksson opna tón- leikaferð sína um landið með hádegistón- leikum í Þórsmörk í dag. Þeir spila í Bás- um í glæsilegri aðstöðu Útivistar. Þórs- merkurlögin eru stór partur af nýútkomn- um geisladiski þeirra „22 ferðalög“ og því við hæfi að hefja tónleikaferðina þar.  16.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Hveragerðiskirkju. Á efnisskránni eru mjög aðgengileg verk. Þar á meðal Trompetkonsert eftir J.N. Hummel, verk eftir W. A. Mozart, Franz Lehár og fleiri. Hljómsveitarstjóri á tón- leikunum verður Rumon Gamba.  17.00 Kirkjukór Zions-kirkjunnar í Bethel í Þýskalandi undir stjórn Rol- ands Mullers syngur í Akureyrakirkju í dag. Með kórnum leikur blásarakvartett. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  18.00 Bandaríska rokksveitin Stretch Arm Strong heldur tónleika í Undirheimum FB í kvöld. Með þeim spila I Adapt, Andlát og Fighting Shit. Ekkert aldurstakmark, vímulaus skemmtun, 1.000 kr. inn. ■ ■ FJÖLSKYLDUSKEMMTANIR  10.00 Í tilefni af afmæli kennara- deildar Háskólans á Akureyri hefur ver- ið ákveðið að bjóða til hátíðardagskrár í húsnæði deildarinnar að Þingvallastræti 23 undir yfirskriftinni „Mennt er máttur“. Menntamálaráðherra og fleiri ávarpa gesti um morgnuninn. Eftir hádegi kl. 14 stendur kennaradeild fyrir málstofu þar sem fimm brautskráðir M.Ed. og B.Ed nemar kynna lokaverkefni sín. Að lok- inni málstofu mun Ásta Magnúsdóttir, nemi á tónlistarsviði kennaradeildar, syngja nokkur lög undir stjórn Roberts Faulkners tónlistarkennara við kennara- deild.  10.00 Fyrsta gangan í syrpunni Haustgöngur skógræktarfélagsins verða í dag. Í Hafnarfirði er gengið frá Kaldárseli og endað í Skólalundi og göngustjóri er Jónatan Garðarsson.  Hausthátíð er í Vesturbæ í dag. Frítt er í Vesturbæjarlaugina til hádegis og helgistund er í Neskirkju kl. 11. Skátafé- lagið Ægisbúar býður upp á skemmti- dagskrá í skátaheimilinu kl. 12-16 og skemmtidagskrá verður á KR-svæðinu og í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli kl. 14.-16. Nánari upplýsingar eru á vefslóð- inni www.rvk.is  10.00 Kayakklúbburinn heldur Hvammsvíkurmaraþon í dag ef veður leyfir. Skráning hefst kl. 9 á Geldinganes- inu. Boðið verður upp á kvenna- og karlaflokka. Verðlaunaafhending og grill- veisla er áætluð í Hvammsvík kl. 16.30. Þáttökugjald í maraþoninu er kr. 1500 og nánari upplýsingar eru á vefslóðinni www.this.is/kayak  11.00 Grasagarður Reykjavíkur stendur fyrir uppskeruhátíð. Þar verður fræðsla um ræktun matjurta í heimilis- garðinum en einnig fær fólk að bragða á góðgætinu. Dagskráin hefst í hvíta lysti- húsinu við garðskálann. Allir velkomnir. ■ ■ LEIKHÚS  14.00 Lab Loki sýnir barnaleikritið Baulaðu nú, dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls, í Hafnarhúsinu. Sýningin er ætluð börnum frá 3-9 ára. Það kostar 1.200 kall inn og miðapantanir eru í síma 590- 1200.  15.00 Aukasýning er á söngleikn- um Grease í Borgarleikhúsinu í dag. Uppselt.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir leiksýn- inguna Með fulla vasa af grjóti og örfá sæti eru laus í kvöld.  20.00 Vesturportið sýnir Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Uppselt. 6. september 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 6 7 8 9 SEPTEMBER Laugardagur SVEITABALL „Þetta er búið að ganga alveg æðislega vel, nánast hús- fyllir á allri tónleikaferðinni,“ segir Björgvin Halldórsson um sveitaballarúnt Brimklóarmanna en hljómsveitin spilar í Vala- skjálf á Egilsstöðum í kvöld. „Við hófum ferðalagið á Skagaströnd um verslunarmannahelgina ásamt KK og Magga Eiríks og viðtökurnar hafa verið mjög ánægjulegar.“ Brimkló gerði á sínum tíma fimm stórplötur með fjöldanum öllum af vinsælum lögum og flest þeirra lifa enn góðu lífi: „Unga kynslóðin þekkir öll lögin og það er sungið með frá fyrsta lagi. Þegar við tökum lagið Skólaball þá get ég bara farið og fengið mér kaffi og salurinn sér um að syngja.“ Í Brimkló eru sjö meðlimir: „Það eru fjöldamörg ár síðan við spiluðum saman síðast en það er sama stemningin í loft- inu. Það var líka sérstaklega ánægjulegt að Sigurjón Sighvats- son, einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar, skyldi geta verið með okkur í Hlégarði í Mosfells- bæ um síðustu helgi. Diddú kom líka í heimsókn og þegar við tók- um Nínu og Geira ætlaði allt um koll að keyra.“ Tónleikaferðinni lýkur opinberlega þarnæsta laug- ardag í Stapanum. Líkur eru þó á að einhverjum tónleikum verði bætt við vegna fjölda áskorana: „Okkur langar á Akranes, Selfoss og til Vestmannaeyja. Það er búið að vera svo gaman að ég held að það verði erfitt að hætta eftir þetta.“ ■ ■ SVEITABALL Erfitt að hætta eftir þetta Nýr veitingastaður Aðalstræti 12 restaurant bar take-away Sólin rís í austri sushi, salöt, misósúpur, curries, núðlur og grillréttir opið frá kl.12.00 mán. - fös. og frá kl.17.30 lau. og sun. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Hljómsveitin Brimkló spilar í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.