Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 12
12 6. september 2003 LAUGARDAGUR ■ Andlát ROGER WATERS Gamla kempan úr Pink Floyd er 59 ára í dag og deilir deginum með leikkon- ununni Rosie Perez og söngkonunni Ninu Persson úr Cardigans. Við vorum mest hissa þegar tit-illinn var í höfn á mánudags- kvöldið, áttum alls ekki von á því þarna um kvöldið,“ segir Gunnþór Sigurðsson, meðlimur í Sebrunum, stuðningsmannaliði KR-inga, en liðið landaði Íslandsmeistaratitlin- um á mánudagskvöld í Grindavík. Gunnþór segir að þrátt fyrir að menn hafi verið hissa þarna um kvöldið hafi aldrei leikið á því vafi í hugum stuðningsmanna KR að titillinn ynnist. Gunnþór hefur verið harður KR-ingur svo lengi sem hann man eftir sér. Hann er sonur Sigurður Ólafssonar söngvara og lék með Q4U fyrir margt löngu. „Bróðir minn var í KR og það var aldrei nein spurning að halda með KR þó að ég ætti heima í Laugarnesinu.“ Hann klæðir sig upp á fyrir hvern leik og mætir ásamt félög- um sínum á alla leiki KR. Þeir safnast saman í stúkunni með trommur og önnur áhöld og hvetja liðið til dáða. Hann segist ekki vita hve margir þeir séu því það sé ekki hægt að telja svona marga saman- komna í röndóttum búningum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ég læt mig aldrei vanta. Ég held að ekkert gæti komið í veg fyrir að ég mætti annað en ef ég andaðist og jafnvel ekki það því ég gengi ábyggilega aftur í stúkunni.“ Gunnþór segir sögu af frænda sínum, Hauki Einarssyni frá Mið- dal, sem var mikill KR-ingur. „Hann lifði það ekki að sjá KR vinna Íslandsmót í 31 ár og sagði við mig áður en hann lést 1991 að ég yrði að koma með KR-fánann til sín. Mér var ljúft að standa við það árið 1999 þegar titillinn vannst loksins og fór með fánann í kirkju- garðinn og setti hann niður á leiðið hans. Ég er viss um að hann fylgd- ist með mér.“ Gunnþór segir að nú sé bikarinn eftir og ekki standi á mönnum að hvetja liðið til sigurs þar. „Þá yrði þetta fullkomnað,“ segir Gunnþór Sigurðsson, einn harðasti stuðn- ingsmaður KR-liðsins. ■ GUNNÞÓR SIGURÐSSON Hann lætur sig aldrei vanta á KR-leiki og segir ekkert nema andlát sitt koma í veg fyrir að hann mæti á KR-leiki. 6. september Björgunarsveitin Ársæll á Sel-tjarnarnesi stendur fyrir kynningu á starfsemi sveitarinn- ar miðvikudaginn 10. september. Öllum sem hug hafa á að kynna sér út á hvað björgunarstarf gengur er velkomið að mæta að Suðurströnd 7 og kynnast búnaði og þiggja veitingar. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla sem vilja starfa í björgunar- sveit að koma og kynna sér mál- in. Sérstaklega eru nýliðar vel- komnir en deild fyrir 14-16 ára er starfandi. Fyrir þá sem eldri eru og vilja taka þátt í starfi sveitar- innar er haldið uppi öflugu ný- liðastarfi og aldrei of seint að byrja. ■ OPIÐ HÚS ■ Nú eru félagasamtök í óðaönn að kynna starfsemi sína á komandi vetri. Um að gera fyrir áhugasama að hafa samband og mæta á staðina. 6. september Ársæll með opið hús ÁSGEIR, BÁTUR SVEITARINNAR Auk hans hefur sveitin yfir mörgum öflugum tækjum að ráða. 1888 Joseph Patrick Kennedy, pabbi John Kennedy,, fæðist. 1941 Öllum gyðingum á þýsku yfirráð- asvæði yfir 6 ára aldri gert að ganga með gyðingastjörnuna. 1959 Mattel Toy Corporation seldi fyrstu barbídúkkuna. 1961 Bob Dylan spilar í fyrsta skipti á Gaslight Cafe í New York. 1964 The House of the Rising Sun með Animals er á toppnum. 1966 Star Trek frumsýnt á NBC-sjón- varpsstöðinni. 1997 Útför Diönu prinsessu í Westmin- ster Abbey en hún dó aðeins 36 ára gömul. Í jarðarförinni frum- flutti Elton John Candle in the Wind í nýjum búningi: England’s Rose. ■ Þetta gerðist Halla Magnúsdóttir, Hringbraut 103, Reykjavík, lést þriðjudaginn 2. septem- ber. Stefán B. Aspar, Snægili 111, Akureyri, lést mánudaginn 1. september. Sverrir Hermannsson, Sóltúni 9, Reykja- vík, lést miðvikudaginn 3. september. Áslaug Gunnarsdóttir, Seljahlíð, Hjalla- seli 55, lést fimmtudaginn 28. ágúst. Út- förin fór fram í kyrrþey. Guðmundur S. Benediktsson frá Hömrum í Haukadal, Hraunbæ 140, lést miðvikudaginn 3. september. Kristján S. Guðmundsson, vélvirki, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, lést sunnudag- inn 31. ágúst. ■ Jarðarfarir Magnús Gunnarsson, fyrrum forstjóri VÍS, er 57 ára. Sverrir Stormsker tónlistarmaður er 40 ára. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari er 45 ára. 14.00 Guðrún Elín Kristjánsdóttir, Kárastíg 13, Hofsósi, verður jarð- sungin frá Hofsóskirkju. 14.00 Fanney Ármannsdóttir verður jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Guðrún Ágústa Samsonardóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Patreksfjarðarkirkju. 14.00 Jóhanna Kristbjörg Einarsdótt- ir, Kolbeinsgötu 5, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopna- fjarðarkirkju. 14.00 Jón Sigurðsson, frá Syðri-Gegnis- hólum, Sigtúni 22, Selfossi, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjar- kirkju. Senn líður að því að Þórir Einars-son ríkissáttasemjari láti af störfum. „Ég hlakka til og það verður sjálfsagt spennandi tími sem fer í hönd. Reyndar hef ég áhuga á að skrifa sögu þessa emb- ættis og það kann að vera að ég hefjist handa fljótlega. En ég þarf að ræða það við minn eftirmann, hver sem hann nú verður,“ segir Þórir. Embætti ríkissáttasemjara var sett á laggirnar árið 1925 og var gert að fullu starfi árið 1980. Þórir segir þann tíma sem hann hafi ver- ið í starfi ákaflega skemmtilegan. Oft hafi mikið verið að gera og á meðan samningar hafi aðeins gilt í tvö ár hafi menn rétt verið að jafna sig á fyrstu lotunni þegar sú næsta kom. „Dauðir tímar voru fáir og það er ekki fyrr en nú síðustu árin eftir að samningar fóru að gilda í þrjú ár og lengur. En því er ekki að neita að þetta hefur verið storma- samur tími og miklar annir,“ segir hann. Þórir er mikill áhugamaður um útiveru og notar frítíma sinn gjarnan til göngu úti í náttúrunni. „Snjóleysi hefur hamlað því að ég kæmist á gönguskíði eins og ég hefði viljað. En það var oft erfitt að vera lokaður inni svo dögum skipti þegar vel áraði til að stíga á skíði og njóta útiverunnar.“ Þórir segir að ekki sé það nú svo að hann geti verið í fríi þegar menn séu ekki að semja. Nóg sé að gera þess á milli og eitt af hlut- verkum ríkissáttasemjara er að fylgjast vel með í þjóðlífinu og vinnumarkaðinum auk þess að sinna skrifstofuvinnu sem menn hafa kastað aftur fyrir sig í hita leiksins. Þórir býr nánast við Elliðaárnar og um dalinn hefur hann oft geng- ið. Hann reiknar með að mestu um- skiptin verði að ráða tíma sínum sjálfur. „Nú bíður mín að endur- skoða viðskiptaorðabækur, ís- lensk-enska og ensk-íslenska, sem ég gaf út með Terry Lacy fyrir tíu árum. Bækurnar eru uppseldar og það þarf að endurnýja þær. Það er enginn hætta á að mér eigi eftir að leiðast,“ segir Þórir Einarsson rík- issáttasemjari, sem senn lætur af störfum og telur litlar líkur á að hann leggist í leti, það eigi ekki við hann. bergljot@frettabladid.is Tímamót ÞÓRIR EINARSSON ■ ríkissáttasemjari víkur senn fyrir nýjum manni. Fjarri lagi er að hans bíði aðgerðaleysi því hann hefur ýmislegt á prjónunum. Lítill hætta á að ég leggist í leti ÞÓRIR EINARSSON RÍKISSÁTTASEMJARI Að öllum líkindum mun hann skrifa sögu embættisins þegar hann hverfur úr starfi. Myndi ganga aftur í stúkunni Maður vikunnar GUNNÞÓR SIGURÐSSON ■ stuðningsmaður KR-liðsins númer eitt. Hann fagnaði með Sebrunum Íslands- meistaratitli í Grindavík á mánudags- kvöldið. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóst- fangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. ■ Afmæli Glært gloss Fæst í apótekum og í Gripið og greitt varir!gi rnilegar Inniheldur olíu sem eykur blóðstreymi til varanna og gerir þær stærri og þokkafyllri. dreifing J.S. Helgason E in n t v e ir o g þ r ír 3 21 .0 0 5A LOGI ÓLAFSSON Hann segir alla sem að leiknum koma metnaðarfulla og vilja ná langt. ??? Hver? „Landsliðsþjálfari og kennari við Menntaskólann í Kópavogi.“ ??? Hvar? „Á Hótel Lofleiðum í miðjum undirbún- ingi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Þjóðverjum.“ ??? Hvaðan? „Er borinn og barnfæddur Garðbæing- ur.“ ??? Hvað? „Einhver þýðingarmesti leikur sem leik- inn hefur verið í íslenskri knattspyrnu- sögu.“ ??? Hvernig? „Með því að undirbúa leikmenn þannig að þeir séu í eins vel á sig komnir og mögulegt er, bæði andlega og líkam- lega, þegar leikurinn hefst.“ ??? Hvers vegna? „Vegna þess að allir sem koma að þess- um leik, leikmenn, þjálfarar, stjórnar- menn og aðrir starfsmenn, eru metnað- arfullir og vilja ná langt.“ ??? Hvenær? „Á laugardag kl. 17. 30 á Laugardalsvelli. ■ Persónan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.