Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 20
20 6. september 2003 LAUGARDAGUR
Gantast með
Bin Laden
Á þeim tveimur árum semleitin að Osama bin Laden
hefur staðið yfir hafa grínistar á
alnetinu
sem og
a n n a r s
s t a ð a r
ekki set-
ið auðum
höndum.
Netið er
uppfullt af gríni um bin Laden,
þar sem hann er stundum sýnd-
ur á hinum ólíklegustu farar-
tækjum á flótta
undan Banda-
ríkjamönnum.
Sumir hafa leitt
að því getum að
Osama hafi
breytt um útlit
og til dæmis lát-
ið lita á sér hárið og aðrir halda
því fram að hann hafi náð að
hverfa inn í nútíma bandarískt
samfélag og sé afgreiðslumaður
á bensín-
stöð ein-
hvers stað-
ar í Mið-
ríkjunum.
Þá hafa
s u m i r
gengið svo
langt að
halda því
fram, og
tefla fram
myndum því til sönnunar – að
vísu eilítið breyttum í tölvufor-
ritum – að Osama bin Laden sé
genginn í bandaríska herinn og
fari þar lymskulega með veggj-
um í einkennisbúningi banda-
rískra hermanna. Aðrir halda
því fram að Osama muni endur-
fæðast í bráð sem eftirmynd
Laru Croft í hinum æsispenn-
andi trylli
“ B o m b
Raider“.
Ljóst er
að lítil
virðing er
borin fyrir
Osama bin
Laden víð-
ast hvar á
Netinu og
má sjá
þess dæmi
meðal annars að framleiddur
hafi verið varningur eins og sér-
stakur bin Laden klósettpappír.
Þannig geta þeir sem á salern-
inu sitja sýnt hryðjuverkamann-
inum vandlætingu sína á degi
hverjum með áþreifanlegum
hætti. ■
Hann er 46 ára gamall og árið2001 hvarf hann eins og jörð-
in hefði gleypt hann. Hann heitir
Osama Muhammed bin Laden,
fyrrum arabískur ríkisborgari og
milljónamæringur, ættaður frá
Jemen.
Tvö lönd hernumin
Einn höfuðtilgangur innrásar
Bandaríkjanna í Afganistan árið
2001 var að ganga milli bols og
höfuðs á Osama bin Laden og
skæruliðaher hans, Al-Qaida. Þeg-
ar Bandaríkjamenn og Bretar
hernámu Írak fyrr á þessu ári var
ein aðalréttlæting innrásarinnar
sú að stjórn Saddams væri í vit-
orði með Al-Qaida og Osama bin
Laden.
Afganistan féll. Írak féll. En
Osama bin Laden hélt velli. Jafn-
vel þótt ekki sé vitað með vissu
hvort hann er lífs eða liðinn er
nafn hans nefnt daglega í fréttum,
nú síðast í sambandi við hina
mannskæðu sprengjuárás á
mosku sjítamúslima í hinni helgu
borg Najaf, en þar lét höfuðklerk-
ur sjítamúslíma í Írak lífið. Hann
hafði kosið að starfa með her-
námsliðinu.
Brennandi trúaráhugi
Osama bin Laden er sonur auð-
ugasta byggingaverktaka í Sádi-
Arabíu. Þar ólst hann upp við alls-
nægtir og þótti ofurvenjulegur
ungur maður. Hann vakti fyrst at-
hygli fyrir brennandi trúaráhuga
sinn sem tengdist helgistöðum
múslima, moskunum í hinum
heilögu borgum Mekka og Med-
ína, en verktakafyrirtæki föður-
ins sá um endurreisn þeirra.
Árið 1979, þegar hann var 22
ára að aldri, yfirgaf Bin Laden
þægindin heima fyrir og hélt til
Afganistans til að taka þar þátt í
dsjihad, eða helgu stríði, gegn inn-
rásarher Sovétríkjanna. Þar hlaut
hann þjálfun í skæruhernaði hjá
þeim sem síðar áttu eftir að verða
höfuðandstæðingar hans, það er
að segja hjá CIA, bandarísku
leyniþjónustunni, sem mokaði
þremur milljörðum dollara í af-
gönsku andspyrnuhreyfinguna.
Arabahöfðingi í Afganistan
Bin Laden gerðist foringi
araba í Afganistan og þegar sovét-
menn drógu lið sitt til baka snerist
hann gegn hinum bandarísku
lærifeðrum sínum. Hann sneri
aftur heim til Arabíu og hóf störf
í fjölskyldufyrirtækinu en var
sviftur ríkisborgararétti þar árið
1994 fyrir meintar aðgerðir gegn
konungsfjölskyldunni sem fer
með einræðisvald þar í landi. Bin
Laden flutti sig því um set yfir
Rauða hafið til Súdans.
Landflótta
Bandaríkjamenn, Egyptar og
einræðisstjórnin í Sádi-Arabíu
neyddu síðan Súdani til að vísa
Bin Laden úr landi, og árið 1996
fékk hann aðsetur í Afganistan.
Foringjar úr mudsjahidín-her-
deildum segja að Bin Laden hafi
fjármagnað valdatöku talíbana í
Kabúl úr eigin vasa, en auðæfi
hans voru þá metin á um 24 millj-
arða íslenskra króna.
Þau hryðjuverk sem menn
töldu sig hafa rakið til Osama bin
Laden áður en árásin 11. septem-
ber 2001 var gerð á tvíburaturn-
ana í New York og bandaríska
varnarmálaráðuneytið eru:
• 1993: sprengjutilræði á World
Trade Center í New York.
• 1996: árás á bandaríska her-
menn í Arabíu þar sem 19 féllu.
• 1998: sprengjutilræði í Kenía
og Tansaníu.
• 2000: sprengjuárás á banda-
ríska herskipið Cole í höfn í
Jemen.
Helgistaðirnir þrír
Aðaltakmark bin Laden og
heróp fylgismanna hans er
að frelsa þrjá helgustu staði
Múhameðstrúarmanna:
Mekka, Medína og Jerúsal-
em, úr höndum trúvillinga
og þeirra sem sýna Vestur-
löndum undirlægjuhátt.
Þeir fáu Vesturlanda-
búar sem hafa hitt
Osama bin Laden
að máli lýsa hon-
um sem hæglát-
um og hógvær-
um manni. En
það brennur
greinilega eldur
inni fyrir.
Lífs eða liðinn?
Vangaveltur um afdrif
Osama bin Laden síðan banda-
ríski herinn gerði tilraun til að
sigrast á honum með innrás í
Afganistan árið 2001 eru margvís-
legar. Segulbandsupptökur frá því
eftir innrásina hafa sannfært
marga um að hann sé enn á lífi.
Ekki alls fyrir löngu var einn af
hans handgengnustu foringjum
handsamaður í Pakistan og hélt
því fram að leiðtoginn væri heill á
húfi. Sumir segja að hann hafi
særst í árásum flughers á leyni-
hella í fjallshlíðum Afganistans,
aðrir að hann sé langt leiddur af
sárum sínum og sykursýki. Og
enn aðrir segja að hann hljóti að
vera dauður.
Þeir sem trúa því að Bin Laden
sé heill heilsu vilja
meina að hann
sitji eins og
könguló í
alþjóðlegu
neti Al
Qaida-fé-
laga og
u n d i r b ú i
stórfe l ldan
sýklahernað
gegn Banda-
ríkjamönnum sem verði ennþá
mannskæðari og hroðalegri en
árásin 11. september sem kostaði
meira en 3.000 mannslíf.
Bandaríska leyniþjónustan tel-
ur að Al Qaida-félagar séu virkir í
meira en 40 löndum, í Evrópu og
Norður-Ameríku, rétt eins og í
Austurlöndum nær og Asíu. Í það
minnsta hefur Al Qaida haldið
hryðjuverkum áfram eins og ekk-
ert hafi í skorist eftir fall talí-
banastjórnarinnar í Afganistan.
Ekkert myndband hefur komið
fram sem sýnir Bin Laden frá því
seint í desembermánuði 2001, en
Al Dsjasíra-sjónvarpsstöðin hefur
fengið og sent mörg hljóðbönd
sem sérfræðingar segja að Bin
Laden hafi talað inn á.
En hvort sem Bin Laden er
lífs eða liðinn þarf enginn að
velkjast í vafa um að Al
Qaida, hreyfingin sem hann
stofnaði, starfar enn og
hyggst vera í fararbroddi og
leiða heimsbyltingu sunni-
múslima.
thrainn@frettabladid.is
Þótt Bandaríkjamönnum takistað hafa hendur í hári þeirra
Osama bin Laden og Saddams
Hússeins er ekki þar með sagt
að allir hryðjuverkamenn heims
leggi niður vopn og snúi sér að
friðsamlegri iðju. Veröldin er
stór og það er víða róstusamt í
heiminum. Á Íslandi telja menn
að friður og hagsæld sé sjálfsagt
ástand, en raunin er sú að mann-
víg og vopnaburður tíðkast víðar
í heiminum en þægilegt er að
hugsa til.
390 vopnuð samtök
Með einni fyrirspurn á leitar-
vél á Netinu er hægt að kalla
fram lista yfir að minnsta kosti
390 vopnuð samtök sem í einum
eða öðrum tilgangi hafa staðið að
hryðjuverkum og manndrápum,
sum í nafni frelsis og hugsjóna,
önnur í þágu eiturlyfjafram-
leiðslu eða annarrar glæpastarf-
semi.
Í Evrópu má nefna ETA
(Euzkadi Ta Askatasuna), aðskiln-
aðarhreyfingu Baska á Spáni sem
kenna sig við „frelsi og föður-
land“. Á Írlandi, fyrir utan Írska
lýðveldisherinn og vopnuð sam-
tök mótmælenda, er hægt að
benda á „The Real IRA“ (Hinn
sanna lýðveldisher). Í Albaníu er
albanski þjóðarherinn, og á
Balkanskaga eru ótal vopnaðir
hópar.
Flokkur Guðs
Í Mið-Austurlöndum er af
nógu að taka, einkum tengjast
mörg samtök sjálfstæðisbaráttu
Palestínumanna í Ísrael. HAM-
AS (Íslamska varnarbandalagið)
sem einnig kallar sig „Nemend-
ur verkfræðingsins“ eða „Iss al
Din Kassam herdeildirnar“,
ANO (Abú Nidal samtökin) sem
einnig kalla sig Svarta septem-
ber eða Byltingarsamtök mús-
límskra sósíalista, Gama’a Al
Islamija sem einnig starfar í Eg-
yptalandi og kallar sig einnig GI,
Hisb’ Allah-samtökin sem yfir-
leitt eru kölluð Hisbolla-samtök-
in og þýðir „Flokkur Guðs“, PLF,
PFLP, PFLP-GC - og fleiri og
fleiri, því að það er af nógu að
taka, enda ætti þessi upptalning
að nægja til að sýna að það er
ekki alveg einfalt að sætta öll
sjónarmið í Mið-Austurlöndum.
28 ógnanir við bandaríska
hagsmuni
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur gefið út lista yfir 28 „erlend
hryðjuverkasamtök“ sem talin eru
vera ógnun við öryggi bandarískra
borgara eða þjóðaröryggi og við-
skiptahagsmuni Bandaríkjanna.
Þessi listi er gefinn út til að árétta
að bandarískum ríkisborgurum eða
öðrum þeim sem heyra undir
bandaríska lögsögu sé óheimilt að
láta af hendi fjármuni eða ein-
hverja aðstoð við þessi samtök. Fé-
lögum í þessum samtökum er
einnig óheimilt að ferðast til
Bandaríkjanna. Og bandarískum
fjármálafyrirtækjum er skylt að
frysta fjármuni þessara samtaka
og tilkynna bandarískum stjórn-
völdum um það.
Engin leið er að átta sig á því
hversu margar skipulagðar hreyf-
ingar vopnaðra skæruliða eða
hryðjuverkamanna eru starfandi í
veröldinni á þessu augnabliki. Á
lista bandaríska utanríkisráðu-
neytisins eru talin upp 28 samtök
sem ógna bandarískum hagsmun-
um, en á lista yfir vopnuð samtök
eru nær 400 nöfn. Friður og hag-
sæld virðist vera undantekning -
ekki regla. ■
Hvar er Osama?
400 hryðjuverkasamtök
eru starfandi í heiminum
OSAMA BIN LADEN
Þeir sem trúa því að Bin Laden sé heill heilsu
vilja meina að hann sitji eins og könguló í al-
þjóðlegu neti Al Qaida-félaga og undirbúi stór-
felldan sýklahernað gegn Bandaríkjamönnum
sem verði ennþá mannskæðari og hroðalegri
en árásin 11. september sem kostaði meira en
3.000 mannslíf.
Leitin að Osama bin Laden hefur nú staðið yfir í hátt í tvö ár án árangurs. Orðrómur er uppi um það að
þessi alræmdasti hryðjuverkamaður samtímans undirbúi nýja árás: