Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 2
2 6. september 2003 LAUGARDAGUR
„Ætli við reynum ekki að sjá til þess
með guðs og góðra manna hjálp.“
Luo Gan, yfirmaður löggæslu í Kína, er væntanleg-
ur í heimsókn hingað til lands á morgun. Geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn sér um öryggisgæsluna.
Spurningdagsins
Geir Jón, verður himneskur friður?
■ Sjávarútvegur
Rætt verður við Luo
um mannréttindi
Dómsmálaráðherra vonast til að kínverski ráðamaðurinn Luo Gan læri
af Íslandsferð sinni. Luo er talinn bera ábyrgð á fjölda mannréttinda-
brota kínverskra yfirvalda.
HEIMSÓKN Luo Gan, æðsti yfirmað-
ur löggæslumála í Kína, mun eiga
klukkustundar langan fund með
Birni Bjarnasyni dómsmála-
ráðherra í heimsókn sinni til lands-
ins sem hefst að kvöldi sunnudags.
Hann kemur til landsins í fræðslu-
ferð og heimsækir Hæstarétt og
Alþingi, auk dómsmálaráðuneytis-
ins. Luo er forstjóri Skrifstofu 610
í Kína, sem stjórnar baráttunni
gegn svokölluðum villutrúarhóp-
um, svo sem Falun Gong og kristn-
um söfnuðum.
„Við verðum að taka á móti
gestum sem hingað koma. Hann
kemur hingað til að
fræðast um íslenskt
réttarkerfi og dóms-
kerfi. Við munum
fræða hann um okk-
ar afstöðu í mann-
réttindamálum. Af-
staða mín í þeim
málum er skýr.“
Aðspurður hvort
hann muni koma á
framfæri mótmæl-
um vegna mannrétt-
indabrota í Kína
sagðist Björn ekki
fara í launkofa með
afstöðu sína. „Ég
þarf ekki að árétta
skoðanir mínar á
mannréttindamálum
í Kína.“
Björn kveðst vona að Luo læri
af ferð sinni til Íslands. „Við
höfum tekið saman upplýsingar
um okkar réttarkerfi, dómskerfi,
mannréttindaákvæði í lögum og
stjórnarskrá og aðild okkar að al-
þjóðlegasamningum um mann-
réttindamál sem við munum
kynna honum.“
Guðmundur Árni
Stefánsson, varafor-
seti Alþingis, tekur á
móti Luo fyrir hönd þingsins og
mun sitja fund með honum ásamt
formönnum þingflokkanna á
mánudagsmorgni. „Ég mun fyrir
mína atbeina taka upp mannrétt-
indamál og ræða þau við hann. Ég
hef heyrt að hann hafi feril í þess-
ari stjórnsýslu sem er ekki til fyr-
irmyndar. En ég þarf að kynna
mér manninn betur,“ segir Guð-
mundur.
Íslandsdeild Amnesty
International sendi frá sér frétta-
tilkynningu í gær þar sem hún
hvatti íslensk yfirvöld til að mót-
mæla mannréttindabrotum í Kína
og krefjast úrbóta í tilefni heim-
sóknar Luo Gans. Þá er fyrirhug-
að að efna til mótmælastöðu til
stuðnings fórnarlömbum mann-
réttindabrota í Kína.
jtr@frettabladid.is
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi
að bandarísk stjórnvöld væru
reiðubúin að hlusta á þá sem hafa
gagnrýnt drög þeirra að nýrri
ályktun Sameinuðu þjóðanna um
Íraksmál. Tekið verði tillit til
gagnrýninnar og reynt að ná
lendingu.
Sendiherrar ríkjanna fimm sem
eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu,
Kína, Frakklands, Rússlands,
Bretlands og Bandaríkjanna,
ræddu drögin í gær.
Frakkar og Þjóðverjar hafna
drögunum og segja að Írakar og
Sameinuðu þjóðirnar fái allt of lít-
il áhrif að hafa á gang mála. Þeir
segja drögin þó grundvöll frekari
viðræðna. Rússar taka í sama
streng. Þeir vilja að Sameinuðu
þjóðirnar gegni lykilhlutverki í
Írak og að völdin í Írak verði sem
fyrst færð í hendur Íraka. Band-
ríkin vilja að greidd verði atkvæði
um nýja ályktun í öryggisráðinu í
næstu viku.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagðist í gær bjartsýnn
á að samkomulag næðist innan
ráðsins um ályktunina. ■
Norðlingaalda:
Lækkaði
krónuna
GJALDEYRISMARKAÐUR Krónan tók
snarpa dýfu við opnun gjaldeyris-
markaðar í gærmorgun. Ástæðan
var forsíðufréttir Fréttablaðsins
og Morgunblaðsins þess efnis að
framkvæmdum við Norðlingaöldu
yrði frestað. Formleg ákvörðun
þessa efnis var svo tekin á fundi
stjórnar Landsvirkjunar í hádeg-
inu.
Í yfirlitum greiningardeilda að
undanförnu hefur óvissa með
Norðlingaöldu verið talin ein af
ástæðum veikingar krónunnar.
Sérfræðingar búast frekar við því
að þrýstingur verði á krónuna til
lækkunar í kjölfar tíðindanna. ■
LIÐSMAÐUR ETA HANDTEKINN
Grímuklæddir lögreglumenn leiða einn
hinna grunuðu út úr húsi í Amorebieta í
Baskalandi.
Lögreglan í Baskalandi:
Liðsmenn
ETA hand-
teknir
SPÁNN, AP Lögreglan í Baskalandi á
Spáni hefur handtekið fjóra menn
sem grunaðir eru um að tilheyra
einni af árásarsveitum ETA, að-
skilnaðarhreyfingar Baska. Einn
mannanna er talinn vera leiðtogi
sveitanna, að sögn innanríkisráð-
herrans Javier Balza. Mennirnir
voru handteknir í þorpum í hérað-
inu Vizcaya.
Fjöldi liðsmanna og stuðnings-
manna ETA hefur verið handtek-
inn á þessu ári, á Spáni, í Frakk-
landi og Mexíkó. Að sögn
spænskra stjórnvalda hafa þessar
handtökur orðið til þess að veikja
starfsemi samtakanna verulega. ■
VILJA FIMM PRÓSENTA ÍVILNUN
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
hefur samþykkt samhljóða að
skora á stjórnvöld að veita
þeim sem landa afla á fisk-
markað eða í beinum viðskipt-
um við íslensk fyrirtæki fimm
prósenta ívilnun. Bæjarstjórnin
segir þessa aðferð tryggja jafn-
ræði við úthlutun aflaheimilda.
Arnarvatnsheiði:
Lést af
slysförum
BANASLYS 24 ára maður lést þegar
fjórhjól hans valt á vegarslóða
skammt norðan Arnarvatns á
Arnarvatnsheiði á fimmtudag.
Maðurinn var ásamt öðrum
mönnum við smalamennsku þeg-
ar slysið varð og voru björgunar-
sveitir og þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kallaðar út. Hann var mjög
alvarlega slasaður og lést af völd-
um áverka sinna áður en hægt var
að flytja hann á sjúkrahús.
Maðurinn hét Skúli Már Níels-
son frá Fremri-Fitjum í Fitjárdal í
Húnaþingi vestra en var búsettur
á Laugarbakka. Hann lætur eftir
sig unnustu. ■
LEIGUFLUG „Það gengur mjög vel í
fluginu frá Sierra Leone,“ sagði
Guðni Hreinsson, markaðsstjóri
Loftleiða Icelandic, leiguflugs-
deildar Flugleiða, en fyrirtækið
hefur um hríð verið með verkefni
í þessu fátæka Afríkuríki.
„Við fljúgum frá Sierra Leone
til Gatwick í London tvisvar í
viku og það gengur svo vel að nú
er verið að skoða að bæta við
breiðþotu á leiðinni. Það er
greinilegur uppgangstími á
þessu svæði og það sem helst
hefur komið á óvart er sá fjöldi
manna sem ferðast þangað í við-
skiptaerindum frá London. Þar er
greinilega eftir einhverju að
slægjast enda er landið að reyna
að brjótast úr þeim hlekkjum
borgarastyrjaldar sem það hefur
verið fast í lengi.“
Guðni segir að upphaflegur
samningur Loftleiða hafi verið til
átta mánaða en sökum þess hve
vel hafi gengið sé strax farið að
tala um framlengingu á þeim
samningi.
Loftleiðir Icelandic eru nú
með fimm 757 þotur í sínum
rekstri og eina 767 breiðþotu. ■
VÉL LOFTLEIÐA
Máluð í litum flugfélagsins sem flogið er fyrir, Sierra National Airlines.
Leiguflugrekstur Loftleiða í Afríku gengur vel:
Bæta við breiðþotu
Colin Powell leitast við að miðla málum:
Hlusta á gagnrýnina
ÖRYGGISRÁÐIÐ
Bandaríkjamenn þrýsta mjög á um að
drög að nýrri ályktun verði tekin til at-
kvæðagreiðslu í ráðinu í næstu viku.
BJÖRN BJARNASON
Dómsmálaráðherra mun eiga klukkutíma fund með Luo Gan, forstjóra
Skrifstofu 610 í Peking, sem framfylgir lögum gegn villutrú.
LUO GAN
Heimsækir Hæstarétt og dóms-
málaráðuneytið, og mun snæða
kvöldverð í boði Alþingis.
British Airways:
Varnir gegn
flugskeytum
LONDON, AP Breska flugfélagið
British Airways íhugar nú að láta
setja flugskeytavarnarbúnað í
farþegaþotur félagsins. Forráða-
menn félagsins hafa þegar viðrað
hugmyndir sínar við flugvéla-
framleiðendurna Boeing og Air-
bus en ekki liggur fyrir endanleg
ákvörðun um hvort af verður.
„Það eru fjölmargir hlutir sem
þarf að leysa, þeirra á meðal
hvort sú tækni sem nú er notuð í
herþotum nýtist lítt eða óbreytt í
farþegaþotum,“ sagði talsmaður
British Airways. ■
FERÐAMENN VELTU Á MALARVEGI
Tveir erlendir ferðamenn sluppu
ómeiddir þegar bíll þeirra valt á
Upphéraðsvegi í Fellahreppi í
gær. Bíllinn var talsvert
skemmdur og var fjarlægður
með kranabíl.
■ Lögreglufréttir