Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 37
FÓLK Ummæli leikarans Johnnys
Depps um George W. Bush Banda-
ríkjaforseta hafa vakið upp reiði
stuðningsmanna forsetans. Depp
hefur m.a. verið kallaður föður-
landssvikari og ummæli hans sögð
and-bandarísk.
Depp sá sig tilneyddan til þess að
senda frá sér fréttatilkynningu þar
sem hann baðst afsökunnar.
„Ég bið þá afsökunnar sem hafa
móðgast á vitskertum útúrsnúningi
á orðum mínum og tilgangi,“ segir
m.a. í tilkynningunni.
Þýska blaðið Stern segist standa
við söguna og að engar tilfærslur
hafi verið gerðar á orðum leikarans.
Í viðtalinu við blaðið á leikarinn
m.a. að hafa líkt þjóð sinni við
heimskan hund sem hefði stórar
tennur.
„Það sem ég meinti var það að
miðað við Evrópu eru Bandaríkin
ung þjóð sem er enn að vaxa úr
grasi. Það er synd að þessi mynd-
líking sem ég notaði hafi verið
snúin svona rosalega úr samhengi.
Það voru engin orð sögð á móti
þjóð minni. Ég tók það meira að
segja fram að ég væri bandarísk-
ur og að ég elskaði þjóð mína. Auk
þess sagði ég að ég hefði miklar
vonir fyrir okkur. Þess vegna
gagnrýni ég eitthvað þegar ég er
ósáttur. Mér hefur öðlast mikið
frelsi við það að búa hér og fyrir
það verð ég ævinlega þakklátur.“
Johnny Depp býr stóran hluta
ársins í suðurhluta Frakklands
ásamt kærustu sinni Vanessu
Paradis og tveimur börnum þeir-
ra. ■
37LAUGARDAGUR 6. september 2003
ALANIS MORISSETTE
Söngkonan kanadíska Alanis Morissette
hélt tónleika á torginu fyrir framan
Rockefeller Center á föstudaginn. Hún er,
eins og sést á myndinni, búinn að klippa á
sér hárið og virðist sátt við tilveruna. Tón-
leikarnir voru haldnir af sjónvarpsstöðinni
NBC og voru hluti af sumartónleikaröð
New York-borgar.
Reiði vegna
ummæla Depps
Hefðu betur lokað sjoppunni!
Fram að þessu hefur þetta ver-ið eins og langt sumarfrí. Nú
er hins vegar kominn september
og alvara lífsins að taka við,“
segir Ólöf Rún Skúladóttir, einn
þeirra fréttamanna sem misst
hafa vinnuna á Stöð 2.
Ólöf Rún hefur starfað við
fjölmiðla frá árinu 1987, lengst af
á fréttastofu Sjónvarps og á Stöð
2 síðustu fimm árin. „Ég vil
gjarnan vinna áfram við fjöl-
miðla en útiloka alls ekki annað
ef færi gefst.“ Ég er ekki farin að
leita að starfi fyrir alvöru, en
hvað af hverju verð ég að bretta
upp ermarnar,“ segir hún.
Ólöf er mikil hestakona og
hefur verið meira og minna í
sveitinni í sumar með fjölskyld-
unni. Það kom sér einnig vel til að
forðast forsíðuviðtölin sem sóst
var eftir af ýmissa hálfu.
„Íslenska sumarið er yndislegt
og gaman að hafa góðan tíma til
að njóta þess en það væri hræsni
að halda því fram að það sé
ánægjulegt að missa vinnuna.
Það er allt annað að vera í góðu
fríi ef vissa er fyrir því að starf-
ið bíði að því loknu. Reyndar
óskaði ein góð vinkona mín mér
til hamingju með daginn, þegar
ég fékk uppsagnarbréfið í miðju
sumarfríi. Breytingar, þótt
óþægilegar séu þegar þær ganga
yfir, geta jú haft í för með sér
tækifæri sem viðkomandi sér
sjaldnast þegar hremmingarnar
ganga yfir.“
Ólöf Rún neitar því ekki að
hún gæti haft nóg að starfa innan
veggja heimilisins eingöngu með
sína sjö manna fjölskyldu. Það
geti auðveldlega verið eitt og
hálft starf. „Ég er hins vegar of
óróleg að eðlisfari til þess til
lengdar og vil gjarnan vera í
hringiðu atvinnulífsins og vinna
fyrir mínum saltkornum í graut-
inn.“
Eftir árin fimm á Stöð 2 á Ólöf
Rún marga góða vini ekki síður
en frá góðum árum á RÚV. „Mér
hefði hins vegar þótt hreinlegra
að hætta rekstri fréttastofu á
vegum Norðurljósa en að draga
máttinn úr fréttastofunni smám
saman. Ég skil heldur ekki
hvernig þeim dettur í hug að
færa fréttatímann við þessar að-
stæður. Mínir fyrri starfsfélagar
eru ekki öfundsverðir af því.
Hins vegar er rétt að hafa í huga
að fæst orð bera minnsta ábyrgð
því enginn veit hvar leiðir manna
kunna að skarast á ný,“ segir
Ólöf Rún.
bergljot@frettabladid.is
Ítalskt blað
í Kópavogi
Gazzettino d’Islanda er gefiðút í Kópavogi og kemur að
jafnaði út þrisvar á ári í 50-100
eintökum. Útgefandi er Michele
Rebora, ítalskur stjórnmálafræð-
ingur, sem starfar hér á landi við
húsamálun. Gefur hann ítalska
blaðið út í samvinnu við félaga
sinn sem einnig er ítalskur:
„Við reynum að vera með
fréttir af því helsta sem gerist
hér á landi og snertir Ítali sem
hér búa en þeir eru 50-70 talsins,“
segir Michele, sem talar ágæta
íslensku þó hann hafi aðeins búið
hér á landi í tvö ár: „Áður var ég
hér í tvö sumur og eins og marg-
ir aðrir útlendingar kom ég hing-
að vegna konu,“ segir hann.
Konan sem um ræðir er nú
eiginkona Michele, heitir Heiða
Björk Tómasdóttir og starfar
sem þjónustufulltrúi hjá Verslun-
armannafélagi Reykjavíkur.
Gazzettino d’Islanda er einnig
á Netinu en blaðið er selt í
áskrift, sem fylgir að auki félags-
aðild að Ítalíufélaginu á Íslandi.
Michele vill efla samveru Ítala
sem hér búa og er blaðaútgáfan
liður í þeirri viðleitni. Michele
Rebora er frá Genóa á Ítalíu en
kann ekki síður vel við sig í
Kópavogi. Þökk sé ást á landi og
þjóð – og þó sérstaklega eigin-
konunni. ■
ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR
Hún hefur ekki þá ró í beinum að vilja vera heimavinnandi þrátt fyrir að innan sjö manna
fjölskyldu sé meira en nóg að starfa.
ÍTALSKUR BLAÐAÚTGEFANDI Í KÓPAVOGI
Michele Rebora með Gazzettino d’Islanda.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Tímamót
ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR
■ hefur tekið því rólega í sumar og notið
þess að vera með fjölskyldunni. Nú er
hins vegar tími til kominn að bretta upp
ermarnar og svipast um eftir vinnu.
JOHNNY DEPP
Neyddist til þess að
biðjast afsökunar vegna
ummæla sinna við
þýska dagblaðið Stern.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M