Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 38
Augun 38 6. september 2003 LAUGARDAGUR
■ Hugleiðingin
Vikan hófst með fundahöldumog undirbúningi vegna sjón-
varpsþáttarins míns sem er að
hefja göngu sína fimmta árið í
röð,“ segir Valgerður Matthías-
dóttir, arkitekt og sjónvarps-
kona. „Svo tóku við tökur og inn-
lit í fjölda húsa sem við síðar
notum í þættina. Til dæmis leit
ég við hjá Björgvini Halldórs-
syni söngvara sem er að flytja í
Hafnarfirði og við ætlum að
fylgjast með því hvernig það
gengur hjá honum. Í Hafnarfirð-
inum fórum við líka til Bjarkar
Jakobsdóttur leikkonu sem er að
gera skemmtilega hluti í eldhús-
inu sínu,“ segir Valgerður, sem
ætlar að bæta enn einu andlitinu
við í þættinum sínum í vetur.
„Ég hef það fyrir sið að vera
alltaf með eitt nýtt karlmanns-
andlit í þættinum mínum á
hverju hausti og núna er það
Helgi Pé. Við höfum unnið sam-
an áður, byrjuðum með 19:19 á
Stöð 2 þannig að við þekkjumst.
Helgi er frábær sjónvarpsmað-
ur. Einn okkar besti,“ segir Vala
Matt, sem getur svo sem verið
ánægð með sjálfa sig í sjónvarp-
inu því á síðasta ári mældist
enginn innlendur þáttur með
meira áhorf en Innlit/útlit. Ekki
einu sinni fréttatími Stöðvar 2:
„Það hefur verið svo mikið að
gera í vikunni að ég hef ekki
haft neinn tíma fyrir sjálfa mig
eða heimsmálin. Það allt verður
að bíða betri tíma.“
Vikan sem var
VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR
■ hefur í nógu að snúast á haustin. Síð-
asta vika bar keim af því að verið er að
undirbúa nýja þáttaröð af Innlit/útlit. Á
meðan hefur hún engan tíma fyrir sjálfa
sig eða heimsmálin.
Imbakassinn
Stingandi en líka hlý. Einn af
valdamestu mönnum Evrópu sem
oftar en ekki hefur gefið öðrum
langt nef. Og hefur efni á því.
Drekkur rauðvín, hefur borðað
osta úr æsku og talar ekki ensku
ótilneyddur. Hver á augun?
Flytur með Bo
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
665 milljónum.
Dómari en ekki kviðdómur
kvað upp dauðadóm.
Ásgeir Sigurvinsson.
VALA MATT
Leit inn í fjölda húsa í vik-
unni enda sjónvarpsþáttur-
inn hennar að renna af stað
í fimmta sinn.
!"#$ %$#&
'()*+#,-#,
...
#
/0-
(Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti.)
HUNDABÚIÐ DALSMYNNI
Þeir sem ætla að mótmæla hundafram-
leiðslu ætla að hittast klukkan þrjú við KFC
í Mosfellsbæ.
Dalsmynni:
Þögul
mótmæli
Í dag klukkan þrjú ætla þau semstanda fyrir mótmælum við
hundabúið Dalsmynni á Kjalar-
nesi að mæta við KFC í Mosfells-
bæ.
Vigdís Pálsdóttir, ein þeirra
sem standa fyrir mótmælastöð-
unni, segir mikinn áhuga ríkja og
fólk ætli að koma víða að af land-
inu. „Við höfum útbúið mótmæla-
spjöld og borða, sett okkur í sam-
band við lögregluna og fengið
leyfi. Við ætlum okkur að standa
fyrir utan Dalsmynni og mótmæla
í hljóði með sorgarborða. Við
lýsum okkur fús til að taka að okk-
ur hundana sem þarna eru. Það er
tími til kominn að farið verði að
lögum og þessari framleiðslu
hætt. Okkur finnst skelfileg með-
ferðin á þessum dýrum sem aldrei
fá að fara út og hlaupa um í nátt-
úrunni eins og aðrir hundar,“ seg-
ir Vigdís. ■
Sannleikurinn
er eins
og ástríðufull-
ur koss.
Johann Wolfgang
von Goethe.
Þetta er hrein list og ekkert ann-að,“ segir Rúnar Júlíusson tón-
listarmaður, sem verið hefur með
sömu konunni í 40 ár án þess að
ganga í hjónaband. Samt lifir ástin.
Hann og María Baldursdóttir
kynntust ung og ganga enn lífsveg-
inn saman, hönd í hönd sem forð-
um. „Það getur svo sem vel verið
að við giftum okkur einn daginn.
Það á bara eftir að finna kirkjuna,
dagsetninguna og prestinn. Flókn-
ara er það ekki,“ segir Rúnar og
leggur áherslu á að ástin sem slík
sé ekki orð. Ástin sé verk:
„Í raun er þetta galdur; litríkur
galdur. Hann hefst snemma á
morgnana og endar seint á nóttunni.
Maður verður að vera vakandi í
þeirri list að elska konuna sína.
Vinna í því allan sólarhringinn,“
segir Rúnar, sem nýtur þess enn að
sofna við hlið elskunnar sinnar og
ekki síður hitt að vakna við hlið
hennar að morgni: „Þess á milli
dreymir mig hana,“ segir hann.
Um ósætti í sambandi kynjanna
hefur Rúnar þetta að segja:
„Maður verður að halda jafn-
vægi í ósættinu þegar það kemur
upp. Það er leikur einn að rjúka út
og henda lyklinum.
Um freistingarnar segir hann:
„Freistingarnar hafa verið
margar á 40 árum. Það var helst
þegar einhverjar Hollywood-bomb-
ur urðu á vegi manns en það varði
alltaf mjög stutt. Konan mín hafði
alltaf vinninginn. Það var helst
fyrstu árin en svo dró úr því og nú
er þetta í sögulegu lágmarki.“
Og um rómantíkina:
„Rómantíkin blundar en ég
verð var við hana á hverjum degi.
Ég krydda daginn með rósum sem
ég gef henni. Ég vil halda ástinni í
lífsverkinu. Án hennar væri allt
snautt,“ segir Rúnar Júlíusson
eftir 40 ár með Maríu Baldurs-
dóttur. Þau láta verkin tala. ■
RÚNAR OG MARÍA
Sofna saman, vakna saman og dreymir hvort annað þess á milli.
Karl og kona
RÚNAR JÚLÍUSSON
■ hefur verið með sömu konunni í 40 ár
án þess að kvænast henni. Hann fann
ungur lykilinn að ástinni og hefur geymt
hann vel.
Ást er verk - ekki orð
M
YN
D
/O
D
D
G
EI
R
Hún er besti vinur minn og ég ámeð henni mjög góð börn,“
segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, um eiginkonu sína,
Hildi Guðnýju Björnsdóttur kenn-
ara. „Ég veit ekki hvernig lífið
væri án hennar – búinn að vera
svo lengi með henni.“
Þórarinn og Hildur eiga fimm
börn saman.
■ Konan mín
1Fara með krakkana í Hval-fjarðargöngin. Bara eins og að
vera í tívolí.
2Danshátíð Ís-lenska dans-
flokksins. Sjón
er sögu ríkari.
3KillingJoke platan
er geðveik.
4Seldu miðann þinn á landsleik-inn á okurverði, horfðu á sjón-
varpið og farðu á Holtið eftir
leikinn.
5Sálin er áBroad-
way í kvöld.
Sveitaball í
borginni.
ráð5fyrir helgina
Vandamálið er fyrst og
fremst það að ég kem engu í
verk...ég ligg bara í sófanum
allan daginn!
Lausn. Lárétt: 1fastur, 6aftan,7glaðar,
9linaði,10glas,13túr, 14ró,15fót.
Lóðrétt: 1 faglegt, 2afli,3stangar, 4
taða,5unaðs,8ri11lúr, 12nót,14ró.
Lárétt: 1 innilokaður, 6 að baki, 7 kátar,
9 mildaði, 10 drykkjarílát, 13 ferðalag, 14
kyrrð, 15 útlim.
Lóðrétt: 1 sérfræðilegt, 2 veiði, 3 rekur
hausinn í, 4 hey, 5 yndis, 8 sk.st. 11
svefn, 12 veiðarfæri, 14 kyrrð.
1
6
7
9
10
2 3 4 5
8
15
13 14
11 12