Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 14
Ellefu ára þróunarvinna Magn-úsar Scheving og félaga hans í
Latabæ hefur nú skilað sér í
samningi við Nickelodeon,
stærstu kapalsjónvarpsstöð
Bandaríkjanna. Samningurinn fel-
ur meðal annars í sér að stöðin
mun sjónvarpa sjónvarpsþáttum
um lífið í Latabæ næstu sjö árin.
Magnús byrjaði að kenna leik-
fimi í hlutastarfi fyrir tæpum
tuttugu árum. Hann byrjaði fljót-
lega að halda fyrirlestra fyrir
börn og unglinga um mataræði og
hreyfingu enda hafði hann ekki
unnið lengi við íþróttakennslu
þegar hann gerði sér ljóst að það
stefndi í heilsufarslegt óefni hjá
þjóðinni.
„Ég hef farið út um allan heim
með þessa fyrirlestra og hef
kennt börnum leikfimi í 52 lönd-
um og nýtti mér þá reynslu þegar
ég bjó Latabæ til. Ég sá fram á
það að eftir tíu ár yrðu slæmt
mataræði og lítil hreyfing orðin
að meiriháttar vandamáli sem
yrði þjóðfélögum í heiminum
dýrkeypt og bjó því til Latabæ
upp úr fimm hundruð spurning-
um sem ég hafði fengið á fyrir-
lestrunum. Þetta voru mikið til
alltaf sömu spurningarnar, hvar
sem ég kom, og svörin við ein-
hverjum þeirra komu fram í bók-
inni Áfram Latibær. Síðan fyl-
gdu þrjár aðrar bækur í
kjölfarið og tvær leik-
sýningar.“ Magnús
samdi fyrstu bókina í
Hveragerði og segist
ekki hafa skrifað
hana, heldur talað
hana og hún var
skrifuð upp eftir
honum.
Margfaldur meistari
Magnús er marg-
verðlaunaður þolfimi-
meistari og vakti fyrst
verulega athygli fyrir
afrek sín á því sviði.
„Ég hef gert ýmis-
legt um ævina. Ég
vann sem smiður
þegar ég byrjaði
að kenna leikfimi
á kvöldin en það
var upp úr því
sem ég byrjaði
að stunda þolfi-
mi. Það kom nú
þannig til að
það var skor-
að á mig í
veðmál sem
gekk út á
það að ég
átti að fá
þrjú ár
til að
ná árangri í einhverju sem ég
tæki mér fyrir hendur. Ég mátti
ekki vita hvað það var sem ég átti
að gera fyrr en ég hafði gengið að
veðmálinu. Það kom svo á daginn
að það var eróbikk. Síðan
var ég bara allt í einu orð-
inn Norðurlandameistari í
þolfimi. Ég vann svo Evr-
ópumeistaratitillinn tvisvar
og lenti í áttunda sæti á
heimsmeistaramótinu. Ég
keppti svo aftur um heims-
meistaratitilinn og náði þá
fimmta sætinu. Síðan minn-
ir mig að ég hafi náð þriðja
sætinu og því næst öðru.
Það mót var í Japan og skipt-
ist niður á tvo daga.“ Magn-
ús fékk hæstu einkunn, 8,7,
annan keppnisdaginn en það
var í fyrsta skipti sem gefin
var einkunn yfir 8,5. Hann
fór svo enn ofar á skalanum
og fékk 9,1 en tapaði fyrir helsta
keppinauti sínum með 0,04 stig-
um.
Allir saman nú!
Boðskap Latabæjar er
komið til skila til unga
fólksins með margvís-
legum hætti og nægir þar
að nefna bækur, leikrit,
borðspil, útvarp Lata-
bæjar og síðast
en ekki síst
Latóhagkerfið
sem hefur gert
s t o r m a n d i
lukku.
„Öðru ári
Latóhagkerf-
isins var að
ljúka um
daginn en
það hefur
orðið 190%
aukning á
milli ára og
k r a k k a r n i r
hafa sparað 60
milljónir á
tveimur árum.
H u g m y n d i n
með hagkerfinu
er að kenna þeim að hlut-
irnir eru ekki ókeypis og
fá þau til að leggja pen-
inginn fyrir og fjárfesta
um leið í hollustu; sundi,
strætóferðum, mjólk og
fleiru. Hagkerfið er í
gangi þrjá mánuði á ári og
krakkarnir hafa tekið því
gríðarlega vel.“
Magnús er að hleypa af stokk-
unum þjóðarátaki í byrjun næsta
mánaðar sem miðar að bættu
heilsufari landsmanna. „Þetta
hefur verið í undirbúningi
í nær þrjú ár og er rétt eins og
Latóhagkerfið og útvarpið ekki
rekið í hagnaðarskyni. Þetta er
hugsjónastarf sem byggir á sam-
vinnu við ríkisstjórnina, öll ráðu-
neyti og flest sveitarfélög lands-
ins. Það voru örfá sveitarfélög
sem vildu ekki vera með. Tvö, að
mig minnir, en ég ákvað að greiða
fyrir þau sjálfur enda skilja börn-
in ekkert í því af hverju einhver
sveitarstjórn vill ekki taka þátt.
Við munum dreifa 50 blaðsíðna
bók til allra barna á aldrinum 4 til
7 ára í landinu. Henni fylgir um-
slag með samningi sem börnin
gera við foreldra sína um að brey-
ta mataræði heimilisins. Þá verð-
ur 25 milljónum límmiða dreift
með þessu og svo byrjar ballið og
börnin líma miða fyrir hvern dag
í mánuðinum. Miðarnir eru með
myndum af ákveðnum fæðuteg-
undum eins og til dæmis fiski og
þannig fæst skýrt yfirlit yfir
mataræði fjölskyldunnar og
mamma og pabbi geta séð hvaða
fæðuflokkar eru að gleymast og
geta bætt úr því í samráði við
krakkana.“
Ein leið af mörgum
Magnús segir að
Bandaríkjamenn hafi
sýnt átakinu mikinn
áhuga. „Þeir hafa verið
að spá í að senda blaða-
mann frá Newsweek
hingað til að fylgjast
með þessu. Kaninn er
alltaf svo fljótur að finna
orð yfir allt og þeir kalla
þetta „How to change
the diet of a generation“.
Við tölum hins vegar um
að „Virkja orku kom-
andi kynslóða“ og leggj-
um áherslu á að viljinn
er allt sem þarf.
Magnús segist síður
en svo hafa verið einn um að gera
sér grein fyrir því í hvað stefndi
fyrir tíu árum síðan. „Við í Lata-
bæ erum ekkert endilega að berj-
ast gegn offitu en leggjum áher-
slu á að allir borði hollan mat. Það
er alls ekki okkar markmið að all-
ir verði tággrannir.“
Magnús segir að grunnhug-
myndin með Latabæ sé að byrja
nógu snemma að móta viðhorf
barna til líkamans og heilsunnar.
„Þú breytir ekki miklu eftir 9 ára
aldurinn. Krakkarnir eru sérstak-
lega móttækilegir á bilinu tveggja
til sjö ára en þá eiga þeir sakleys-
ið ennþá. Eftir það breytir maður
ekki miklu. Það sem Kaninn er að
heillast af hjá okkur er hvernig
okkur hefur tekist að gera barna-
efni um hreyfingu aðgengilegt og
skemmtilegt. Ég er samt alls ekki
að segja að þetta sé eina rétta leið-
in. Það eru örugglega til hundrað
aðrar leiðir en þetta er ein af þeim
og við erum að markaðssetja
hana.“
thorarinn@frettabladid.is
14 6. september 2003 LAUGARDAGUR
Nýr kafli er að hefjast í Latabæjarævintýrinu sem byrjaði með hugmynd Magnúsar Scheving fyrir 11
árum. Boðskapur Íþróttaálfsins hefur fengið mikinn hljómgrunn í Bandaríkjunum og hann hyggur á mikla
landvinninga. Latibær er að verða heimsþorp en hugsjónin að baki honum rúmast að sögn höfundarins á
snókerborði. Það má nefnilega alltaf finna leiðir til að koma kúlunum á réttan stað. Viljinn er allt sem þarf.
Leiðin til Latabæjar
áætlun til
Vetrar
Ali
cante
me›
Icelandair
í allan
vetur
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Fyrstir koma
- fyrstir fá!
22. október,
5. nóvember,
19. nóvember,
3. desember,
18. desember
5. janúar
2. febrúar
6. mars.
Kynningarver›
á fyrstu 200 sætunum
14.900 kr.
Flug aðra leið með flugvallarsköttum.
Vegna gífurlegrar
eftirspurnar höfum vi›
fengi› örfá vi›bótarsæti á
eftirfarandi dagsetningar:
10., 17. og 24. september
Ver› frá
Ver› frá
27.930 kr.
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
Beint
leiguflug
fyrir
sumarhúsa-
eigendur
og a›ra
farflega
til Spánar!
Á HEIMSMEISTARAMÓTI
„Ég var því lengi vel í fyrsta sæti
og þótti það með ólíkindum. Ég
mætti aðalandstæðingnum svo aft-
ur í Kóreu mánuði síðar þegar þeir
tíu bestu í heimi kepptu og vann
hann þá. Þetta var mjög skemmti-
legur tími og góð reynsla.“
UPPHAFIÐ
Þegar Magnús var að byrja með Latabæ fór h
ann og lék íþrótta-
álfinn fyrir þúsundir skólakrakka á Íslandi.
FRAMSÝNN ÍÞRÓTTAÁLFUR
„Ég held að margir hafi séð þetta langt á undan mér en
það eru ekki allir búnir að átta sig á því ennþá hvað er
að gerast. Hreyfingarleysi og slæmar matarvenjur eru
að leysa reykingar af hólmi sem alvarlegasta heilsu-
farsvandamál Bandaríkjanna og við erum ekki
að standa okkur neitt sérstaklega vel
heldur.“
MAGNÚS OG RAGNHEIÐUR„Bak við mann eins og mig er fullt af góðu fólki. Þetta er ekki eins manns sýning,
langt því frá. Ég kem fram fyrir hóp af fólki og þar er konan mín fremst í flokki en án
hennar hefði þetta ekki verið hægt. Ég er með frábært lið í kringum mig og ráðlegg
öllum sem ætla að fara út í eitthvað svona að finna sér hóp. Þetta gerist ekki meðeinum manni.“