Fréttablaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
EIRÍKS JÓNSSONAR
Zenríkur
www.IKEA.is
Hef verið að hallast að zen-búdd-isma að undanförnu. Langt ferli
sem hefur skilað sér í almennu
æðruleysi gagnvart því sem ég ræð
ekki við. Þessi zen-árátta ágerðist
frekar en hitt og festi sig í sessi eftir
að ég fór á Breska bíódaga um dag-
inn. Sá þar mynd um þunglyndan
leigubílstjóra sem var kvæntur
þunglyndri kassadömu. Heima áttu
þau tvö þunglynd börn sem bæði
voru offitusjúklingar. Myndin tók
rúma tvo tíma í flutningi og hafði
veruleg áhrif á áhorfendur til hins
verra. Eftir sýninguna þurfti ég að
hugga grátandi fólk á bílaplaninu
fyrir utan Háskólabíó. Og keyra há-
menntaðan líffræðing heim vegna
þess að hann treysti sér ekki til að
aka sjálfur. Hvað þá að taka leigubíl.
ÞARNA kom zen-búddisminn í góð-
ar þarfir og sannaði gildi sitt. Zen
gengur út á að njóta augnabliksins
óháð framtíð og nútíð. Zen-búddisti
minnir oft á mann sem misst hefur
minnið en er að öðru leyti við góða
heilsu. Þunglynda fólkið í bíómynd-
inni hafði takmörkuð tök á zen enda
erfitt að kljást við slík hugtök í von-
lausri bæjarblokk í skítugu úthverfi
Lundúna. Reyndar á það sama við
um bílaplanið á bak við Háskólabíó í
myrkri.
SÍÐUMÚLI getur líka verið von-
laus um miðjan dag. Nema maður sé
með zen á hreinu. Var þar um dag-
inn. Síðumúlinn verður seint kjörinn
Gata ársins. Norðangarrinn blés þar
inn úr öllum áttum í einu og sólin
sleikti rykið. Þetta er gata þar sem
fólk borgar reikninga. Úr Síðumúl-
anum á enginn góðar minningar
enda gatan frægust fyrir fangelsi.
SAMT var þar gaman. Þökk sé zen.
Lítil hola í malbiki myndaði prófíl
eins og í mynd eftir Dali. Inn um
glugga sást kona flossa framtennur
með skoplegum ákafa. Undir vegg
stóð maður og reykti pípu með Prins
Albert angan. Rykið varð allt í einu
gyllt í sólinni. Rokið eins og þéttur
andvari. Ég eins og kátur prins með
gullbolta dansandi á marsípani.
ZEN ER EKKI hægt að læra. Zen
er uppgjör í huga þess sem vill lifa
af. Njóta í stað þess að þjást. Gefa
með því að þiggja. Hugsa og þar með
vera. Einfaldasti hlutur í heimi. En
um leið sá flóknasti.
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
Ef ég væri orðin...
990,-
1.990,-
DJUNGELORM mjúkdýr
HUMLAN mjúkdýr
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
22
15
0
09
.2
00
3
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3