Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 4
4 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR Ertu búinn að setja nagla- eða vetrardekk undir bílinn? Spurning dagsins í dag: Tekst einhvern tímann að leysa vanda sauðfjárbænda? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 48% 41% Nei 11%Á ekki bíl Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is WASHINGTON, AP Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur afgreitt lagafrumvarp sem felur í sér hertar refsiaðgerðir gegn Sýr- landi vegna meintra tengsla sýr- lenskra yfirvalda við hryðju- verkamenn. Frumvarpið var samþykkt með 89 atkvæðum gegn fjórum. Sams konar laga- frumvarp var samþykkt af full- trúadeildinni í október með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Frumvarpið gefur Bandaríkja- forseta heimild til að setja við- skiptaþvinganir á Sýrland ef stjórnvöld verða uppvís að því að styðja við bakið á hryðjuverka- mönnum eða koma sér upp ger- eyðingavopnum. Forsetinn hefur einnig vald til að afnema refsiað- gerðirnar ef talið er að þær ógni þjóðaröryggi. George W. Bush hefur þegar lýst því yfir að hann telji að viðskiptaþvinganir séu nauðsynlegar til að þrýsta á sýr- lensk stjórnvöld og er því búist við því að hann muni samþykkja frumvarpið. Viðskipti Bandaríkjanna og Sýrlands eru óveruleg og að sögn sérfræðinga BBC eiga refsiaðgerðir Bandaríkjanna að öllum líkindum eftir að koma verst niður á bandarískum fyrir- tækjum. ■ KEÐJUSALA „‘Eg hef ekki trú á því að eigendur SprinkleNetwork geti endurgreitt eftir þrjú ár eins og lofað er. Þá munu þúsundir manna eiga um sárt að binda og ég við gera mitt til að vara það við því sem er að ég held að sé að gerast,“ segir Mark Ashley Wells, fyrrver- andi aðalstalsmað- ur sænska píramíd- ans Sprink- leNetwork. Mark kom fyrst til Íslands á fyrri- hluta þessa árs til að tala fyrir því að fólk gengi til liðs við sölukeðjuna og keypti afsláttarkort. Árangur- inn var góður því um 300 manns gerðust þátttakendur. En í haust kom Mark aftur til landsins en að þessu sinni til að vara þá sem gengið höfðu til liðs við píramíd- ann við því að hann teldi óhugsandi að hægt yrði að endurgreiða þeim fjölmörgu sem höfðu hver um sig upp á vasann pappírslaus loforð um að fá til baka 1,9 milljónir sem það kostaði þá að gerast „shareholders“ eða hluthafar. Þetta varð til þess að yfir 70 manns hafa nú krafist endurgreiðslu. Birna Sigfúsdóttir, talsmaður SprinkleNetwork á Íslandi, sagði í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 að Mark hefði með þessu verið að vinna „hryðjuverk“ á sölukeðj- unni. Mark segir að þau orð séu ekki svaraverð. Hann eigi að baki 20 ára flekklausan feril í viðskipt- um og hafi talið það skyldu sína að vara fólk við. Mark Ashley segir að þegar hann var ráðinn til Sprinkle í árs- byrjun hafi það verið til að kynna afsláttarkortin og tryggja fyrirtæk- inu fótfestu. Hann kveðst hafa ferð- ast víða í því skyni og svo sannar- lega trúað á fyrirtækið. Löngu síðar hafi runnið á hann tvær grímur þegar hann frétti af því að byrjað væri að selja eignarhluti en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er hver hlutur að verðmæti 1,9 milljón króna. Viðskiptin eru pappírslaus en fólki var sagt að eftir þrjú ár fengi það endurgreitt framlagið og að auki 0,1 prósent eignarhlut í Sprinkle Network á Íslandi. Þá hafi hann heyrt af áformum eigendanna um að opna í 40 löndum til viðbótar. Mark segir að fyrirtækið verði að skila ofsagróða strax ef takast eigi að endurgreiða fjárfestunum. „Ég vil ekki leggja mitt nafn við þetta. Það kæmi mér ekki á óvart að fyrirtækið yrði gert gjaldþrota áður en þrjú ár verða liðin og þá ætli menn að afsaka sig með því að það sé eins og hver önnur óheppni,“ segir Mark. rt@frettabladid.is Franskt spillingarmál: Yfirmenn í fangelsi PARÍS, AP Dómstólar í París hafa dæmt tvo af fyrrum yfirmönnum franska olíufyrirtækisins Elf í fimm ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Brotin áttu sér stað þegar fyrir- tækið var enn í eigu ríkisins. Loik Le Floch-Prigent fyrrum stjórnarformanni Elf, var einnig gert að greiða sem svarar rúmum 33 milljónum íslenskra króna í sekt. Alfred Sirven, forstjóri fyr- irtækisins, var sektaður um 88 milljónir. Þriðji maðurinn, Andre Tarallo, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og eiginkona Le Floch-Prigent hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni. Alls hafa 37 manns verið ákærðir fyrir að hafa stolið sem svarar tæpum 27 milljörðum króna frá fyrirtækinu. Féð var meðal annars notað til að greiða mútur. ■ LAILA FREIVALDS Laila er fædd í Riga í Lettlandi Utanríkisráðherra Svía: Heimsótti fæðingar- landið LETTLAND, AP Laila Freivalds, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar og fyrr- um dómsmálaráðherra, hélt í gær í opinbera heimsókn til fæðingar- lands síns, Lettlands, í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti utan- ríkisráðherra eftir morðið á Önnu Lindh. Freivalds, sem fæddist í Riga árið 1942, hitti Vairu Vike- Freiberga, forseta Lettlands og aðra forystumenn á fundi í gær, en þar var meðal annars rætt um undirbúning að inngöngu Letta í Evrópusambandið í maí nk. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað þar sem ég er fædd hér,“ sagði Freivalds eftir að hafa hitt Freiberga forseta. ■ VIÐSKIPTI Hópur fjárfesta hefur keypt fasteignina Eyrarveg 2 á Selfossi þar sem Hótel Selfoss er til húsa. Seljandi er þrotabú eignarhaldsfélagsins Brúar ehf. sem nú er í gjaldþrotameðferð. Kaupverð er ekki gefið upp en heimildir herma að það sé rúmar 200 milljónir króna. Þá hefur hlutafélagið Brúnás tekið við rekstri Hótels Selfoss. Fyrrum rekstraraðili hótelsins var Kaup- félag Árnesinga sem þar með hættir öllum afskiptum af hótel- inu. Hópur fjárfesta stendur að Brúnási, meðal annars þeir Gísli Steinar Gíslason, Ólafur Auð- unsson og Jón Gunnar Aðils. Brúnás hefur samið við Flug- leiðahótel hf. um viðskiptasér- leyfi sem felur í sér að Hótel Selfoss verður hluti af hótel- keðjunni. Hótelið verður lokað í tvo mánuði þar sem farið verður í framkvæmdir til að bæta veit- ingaaðstöðu og afþreyingar- möguleika á hótelinu. Stefnt er að því að opna Hótel Selfoss að nýju 15. janúar á næsta ári. ■ SELT Hópur fjárfesta hefur keypt Hótel Selfoss af þrotabúi Brúar ehf. sem nú er í gjaldþrota- meðferð. Kaupverð er rúamr 200 milljónir króna. Hótel Selfoss selt: Brúnás keypti VÖRUHÚS PÍRAMÍDANS Örfáar vörutegundir í vöruskemmu Jóna hf. í Sundahöfn er allt og sumt sem Sprink- leNetwork býður viðskiptavinum sínum og eigendum. Segir píramídann stefna til 40 landa Mark Ashley Wells segir ásakanir á hendur sér um hryðjuverk gagnvart sænska píramídanum ekki vera svaraverðar. Hann spáir hruni Sprink- leNetwork og segist ekki hafa vitað að stjórnendurnir seldu eignarhluti ■ Það kæmi mér ekki á óvart að fyrirtækið yrði gert gjaldþrota áður en þrjú ár verða liðin. FORSETI SÝRLANDS Bashar Assad, forseti Sýrlands, fundar með Jeremy Greenstock, æðsta embættismanni Breta í Írak. Öldungadeild Bandaríkjaþings: Refsiaðgerðir gegn Sýrlandi samþykktar Verðbólgan síðasta ár: Á verð- bólgumark- miðinu VÍSITALA Vísitala neysluverðs hækk- aði um 1,3% í nóvember. Hækkun vísitölunnar er í samræmi við væntingar fjármálafyrirtækja sem spáð höfðu hækkun á bilinu 0,1 til 0,2%. Vísitala neysluverðs án hús- næðis hækkaði um 0,18% eða að- eins meira en vísitalan í heild. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist 2,5% eða á verðbólgumark- miðum Seðlabankans, en verðbólga án húsnæðist er 1,1% á sama tíma- bili. Vísitalan stendur nú í 229,3 stigum. ■ Slys í Breiðholtslaug: Haldið sofandi SLYS Fjórtán ára pilti, sem fannst liggjandi á botni Breiðholtslaugar síðdegis í fyrradag, er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Land- spítalans. Starfsmaður laugarinnar kom auga á piltinn og sá strax að ekki var um leik að ræða. Hann fór því úti í laugina og dró piltinn upp og hóf strax lífgunartilraunir. Strax var kallað á sjúkrabíl og kom hann eftir nokkrar mínútur og flutti drenginn á gjörgæslu. ■ Samkeppnisráð: Hafnaði kæru frá SPRON ATHAFNALÍF Samkeppnisráð hef- ur hafnað erindi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis vegna notkunar Búnaðarbankans á list- um yfir stofnfjáreigendum. Sparisjóðurinn hélt því fram að Búnaðarbankinn hafi notað lista yfir stofnfjáreigendur með óheið- arlegum hætti þegar fimm stofn- fjáreigendur gerðu tilraun til yf- irtöku í félaginu með stuðningi Búnaðarbankans. Samkeppnisráð bendir á að aðrar stofnanir, svo sem Persónu- vernd og Fjármálaeftirlitið, hafi áður vísað sambærilegum kvört- unum Sparisjóðsins frá. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.