Fréttablaðið - 13.11.2003, Page 6

Fréttablaðið - 13.11.2003, Page 6
6 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.18 -0.59% Sterlingspund 127.23 -0.41% Dönsk króna 11.88 0.30% Evra 88.33 0.30% Gengisvístala krónu 124,99 -0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 223 Velta 3.155 milljónir ICEX-15 1.965 -0,16% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 171.546.813 Pharmaco hf. 122.138.739 Opin Kerfi Group hf. 36.684.471 Mesta hækkun Opin Kerfi Group hf. 1,79% Landsbanki Íslands hf. 0,89% Flugleiðir hf. 0,86% Mesta lækkun Líftæknisjóðurinn hf. -18,37% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -2,63% Nýherji hf -2,17% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.797,7 0,6% Nasdaq* 1.954,3 1,2% FTSE 4.371,2 0,6% DAX 3.748,3 0,5% NK50 1.304,8 0,3% S&P* 1.052,9 0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Háhyring rak á fjöru við Íslands-strendur í gær. Í hvaða firði? 2Hversu mikla aukafjárveitingu fábændur frá ríkinu? 3Hvaða tveir leikmenn sömdu í gær viðknattspyrnufélagið Val til þriggja ára? Svörin eru á bls. 42 Landspítali - Háskólasjúkrahús: Stendur ekki undir nafni HEILBRIGÐISMÁL „Talsvert vantar upp á að Landspítali-Háskóla- sjúkrahús standist samanburð við erlend háskólasjúkrahús,“ segir Runólfur Pálsson, læknir á Land- spítala-Háskólasjúkrahúsi og lektor við læknadeild Háskóla Ís- lands. Hann gagnrýnir að augljós tækifæri til að gera spítalann að miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum hafa ekki verið nýtt. „Þar á ég við að einn grunn- þáttur háskólasjúkrahúsa í hinum vestræna heimi eru rannsóknir og vísindastörf ýmis konar. Hér á landi eru grunnrannsóknir veik- burða og mikill skortur á allri að- stöðu til þess konar starfa. Ekkert fé er sérstaklega eyrnamerkt til kennslu og rannsókna innan spít- alans þrátt fyrir að við eigum mikinn fjölda hæfra og vel mennt- aðra einstaklinga sem gjarna vilja takast á við slík verkefni. Árang- ur Íslenskrar erfðagreiningar og Hjartaverndar sýnir hversu langt er hægt að ná á sviði vísindarann- sókna ef aðstaða og fjármagn er fyrir hendi.“ Runólfur segir að til að LSH standi undir nafni sem háskóla- sjúkrahús þurfi markvisst skipu- lag, fjármögnun í samræmi við hlutverk og ráðningu hæfustu fagaðila sem völ er á. ■ Skeytin flugu á víxl Þingmenn spöruðu ekki stóru orðin þegar þeir ræddu aðgerðir og stefnu í landbúnaðarmálum. Samfylkingarmenn sögðu landbúnaðarráðherra helsta vanda bænda. Hann svaraði því til að þeir hefðu ekkert vit á landbúnaði. STJÓRNMÁL Einhver líflegasta um- ræða ársins á þinginu átti sér stað í gær þegar þingmenn tókust á um hversu góð viðbrögð stjórnvalda við vanda sauðfjárbænda væru. Þrír þingmenn Samfylkingar gagnrýndu Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra harkalega fyrir skort á framtíðarsýn í land- búnaðarmálum og formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, gekk svo langt að segja Guðna helsta vanda bænda. Guðni sagði hins vegar ljóst að Samfylkingar- menn hefðu ekk- ert vit á land- búnaðarmálum. „Það eru bara tvær búgreinar í orðaforða ríkis- stjórnarinnar,“ sagði Jóhann Ár- sælsson, þing- maður Samfylk- ingar, þegar hann kvartaði undan því að lausnir stjórn- valda á vanda sauðfjárbænda tækju ekkert mið af landbúnaði í heild sinni. Aðrir en sauðfjár- og kúabændur gleymdust. „Maður verður alltaf meira og meira hissa eftir því sem maður hlustar meira á Samfylkinguna,“ sagði landbúnaðarráðherra. Hann sagði þingmenn Samfylkingar ít- rekað hafa rekið eftir aðgerðum vegna sauðfjárbænda en þetta breyttist þegar aðgerðirnar væru kynntar. „Kemur ekki svarti her- inn úr Samfylkingunni upp í dag og er á allt annarri skoðun?“ Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks sem sæti átti í nefndinni sem mótaði tillögur fyr- ir ríkisstjórnina, furðaði sig á andmælum Jóhanns við þeirri leið sem væri farin. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagði aðgerðirnar „skref í rétta átt“. Össur Skarphéðinsson sagði sauðfjárbændur ekki ofsæla af þeim 140 milljónum sem stjórn- völd úthlutuðu þeim. „Sauðfjár- bændur eru heldur ekki ofsælir af þeim landbúnaðarráðherra sem hefur engar lausnir,“ sagði Össur og kvað sauðfjárbændur aldrei hafa búið við lakari kjör en í ráð- herratíð Guðna. „Er ekki eina lausnin á vanda sauðfjárbænda sú að skipta um landbúnaðarráð- herra?“ „Þessi ríkisstjórn, líkt og aðrar af svipuðu tagi í gegnum tíðina, kann ekkert í landbúnaðarmálum annað en þessa gömlu stefnu,“ sagði Jóhann Ársælsson og vildi að stjórnin breytti hinni fornu landbúnaðarstefnu. „Ég sá það langar leiðir úr ræðustólnum að Össur Skarphéð- insson er með höfuðverk í dag. Málflutningur hans er fyrir neðan allar hellur,“ svaraði Guðni gagn- rýninni. „Þess vegna þakka ég þessa vitibornu ræðu Steingríms Sigfússonar en harma hinar.“ brynjolfur@frettabladid.is TAP HJÁ OK Tap á rekstri Opinna kerfa Group fyrstu níu mánuði ársins var 76 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var hagnað- ur upp á 158 milljónir. Á þriðja ársfjórðungi nam tapið 14 millj- ónum en á sama ársfjórðungi í fyrra var 13 milljóna króna hagn- aður. MINNI HAGNAÐUR Hagnaður Hraðfrystihússins Gunnvarar nam 250 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tíma- bili í fyrra nam hagnaðurinn 560 milljónum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 369 milljón- um króna eða 18% af rekstrar- tekjum samanborið við 724 millj- ónir króna og 28% árið áður. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3 RUNÓLFUR PÁLSSON Segir mikið skorta á að Landspítali- Háskólasjúkrahús standi undir nafni sem háskólasjúkrahús. Skipt um í brúnni: Jón Helgi tekur við VERSLUN Breytingar hafa orðið á stjórn Kaupáss, sem rekur Nóatúns- búðirnar og fleiri verslanir, eftir að Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko, keypti fyrirtækið. Á hluthafa- fundi var ákveðið að Ingimar Jóns- son, forstjóri félagsins, léti af störf- um og tekur Jón Helgi við sem starfandi stjórnarformaður. Lengi var orðrómur um að Jón Helgi myndi kaupa Kaupás. Það kom því nokkuð á óvart þegar til- kynnt var að Ingimar og hópur fjár- festa og starfsmanna hefði keypt fyrirtækið. Landsbankinn nýtti sér forkaupsrétt að bréfum í Kaupási og seldi síðan Jóni Helga. ■ „Sauðfjár- bændur eru heldur ekki ofsælir af þeim land- búnaðarráð- herra sem hefur engar lausnir. GUÐNI Samfylkingarmenn hafa ekki vit á landbún- aðarmálum. ÖSSUR Afkoma sauðfjárbænda aldrei verri en í tíð Guðna. STEINGRÍMUR Taldi ríkisstjórnina taka skref í rétta átt, Guðna til ánægju.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.