Fréttablaðið - 13.11.2003, Page 16

Fréttablaðið - 13.11.2003, Page 16
16 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR PRINSESSA MÓTUÐ Í VAX Starfsmenn vaxmyndasafnsins í Madríd á Spáni hafa hafist handa við að búa til eftirmynd af Letiziu Ortiz, unnustu Felipes krónprins. Áætlað er að vaxmyndin af Ortiz verði tilbúin í lok þessa mánaðar en parið ætlar að ganga í hjónaband næsta sumar. Sögulegur fundur Donalds Rumsfeld í Pentagon: Hitti varnarmálaráð- herra Víetnams VÍETNAM Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, hitti víetnamska starfsbróður sinn, Phan Van Tra, á sögulegum fundi í Pentagon. Þetta er í fyrsta skipti síðan Víetnamstríðinu lauk sem varnarmálaráðherra Víetnam sæk- ir Bandaríkin heim síðan Víetnam- stríðinu lauk, en William Cohen, forveri Rumsfelds í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, heimsótti Víetnam fyrir þremur árum í fyrstu heimsókn bandarísks varn- armálaráðherra til landsins í nær þrjá áratugi. Fundurinn þykir marka tíma- mót í hægfara uppbyggingu vin- áttu milli þessara fornu fjenda en í yfirlýsingu frá bandarískum stjórnvöldum segir að ráðherrarn- ir hafi rætt samvinnu í öryggismál- um á staðbundnum svæðum og öll- um heiminum. Að sögn talsmanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Rumsfeld ríka áherslu á áfram- haldandi samvinnu við víetnömsk stjórnvöld við upplýsingaöflun varðandi horfna bandaríska her- menn í Víetnamstríðinu auk þess sem hann mun hafa lýst áhyggj- um vegna skorts á trúfrelsi í Ví- etnam. ■ Sænski píramídinn SprinkleNetwork sem nam land á Ís- landi á þessu ári virðist ekki hafa þá burði sem þarf til að standa undir þeim loforðum sem gefin voru þeim tæplega 300 manns sem lagt hafa fjármuni í afsláttar- kortið á seinustu mánuðum. SprinkleNetwork var stofnað í upphafi þessa árs af Svíunum Mikael Kristen- son, sem á 70 prósenta hlut, og Stefan Byding, eiganda að 30 prósentum í fyr- i r t æ k i n u . Byding tengist öðrum píramída sem nú rambar á barmi gjaldþrots eftir að hafa ekki staðið við skuld- bindingar gagnvart skjólstæðing- um sínum. Grunnhugmyndin að Sprinkle Network er sú að selja afsláttar- kort en einnig að reka vefverslun sem átti að bjóða upp á flesta þá vöru sem almenningur þarfnast. Neðstir í píramídanum standa þeir sem einungis hafa yfir að ráða umræddu korti sem gefur þeim afslátt í bæði ytri og innri verslunum. Þeir eru um 300 tals- ins sem eru handhafar kortanna sem kosta níu þúsund krónur en fólki var talin trú um að þeir fjár- munir skiluðu sér strax í ríflegum afslætti. Næstir ofan við korthaf- ana eru þeir starfsmenn sem hafa leyfi til að selja kort og samninga. Þeir greiddu rúmlega 80 þúsund krónur fyrir sinn hlut. Þeirra af- rakstur er sá að fá 20 prósenta af- slátt í innribúð en að auki helming þess afsláttar sem hlýst af versl- un þeirra korthafa sem þeir hafa fengið til liðs við píramídann. Þá færir þessi hópur einnig ákveðna upphæð fyrir hvern þann kort- hafa sem gengur til liðs við sæns- ka píramídann. Margir úr þessum hópi hafa gert það gott að undan- förnu þar sem viðskiptavinir hafa hópast að í von um skjótfenginn hagnað. Það sem setti píramídann í þann alvarlega vanda sem nú steðjar að, þegar yfir 70 manns hafa krafist endurgreiðslu á upp- hæð sem slagar hátt í 30 milljónir króna, er að í stað þess að selja eingöngu afsláttarkort og leyfi til þess að selja slík kort þá gripu stjórnendur píramídans til þess að selja eignarhluti í keðjunni að andvirði 1,9 milljónir króna. Hverjum slíkum hlut fylgdi loforð um að eftir þrjú ár fengi sá sem keypti höfuðstólinn endurgreitt að fullu. Í millitíðinni gátu fjár- festarnir hagnast á því að selja fyrir Sprinkle og áttu að hafa af því verulega góða lífsafkomu. En vandinn var sá að þessum hlut fylgdu engir pappírar og aðeins óljós loforð um gullna framtíð. Lömuð vefbúð Þeir fáu sem reynt hafa að ver- sla með kortinu á Netinu í svokall- aðri innribúð hafa sumir ekki haft erindi sem erfiði. Vefbúðinni er ætlað að vinna þannig að eigendur Sprinkle ætluðu að bjóða upp á há- gæðavöru með eigin vörumerki. Þeir stefndu að samningum við framleiðendur á sem flestum sviðum um að framleiða allt frá tómatsósu upp í golfkúlur. Boðað var að þarna yrði aragrúi vöruteg- unda á boðstólum og opnunin átti að verða í október síðastliðnum. Kaupendur velji það sem þeim hugnast best og greiði vöruna með kreditkorti og fái hana senda heim innan þriggja sólarhringa. Þetta hefur ekki gengið eftir en fólk hefur þó getað valið vöruna á heimasíðunni og dregið hana raf- rænt í innkaupakörfu. Þá hefur vefurinn haft til þess burði að reikna út kostnaðinn en þar endar hið rafræna ferli. Fréttablaðið þekkir dæmi um að fólk hafi valið sér vörur úr því takmarkaða vöru- úrvali sem þar er að finna en síð- an orðið að hringja í tiltekið síma- númer til að lesa upp af skjánum og panta með þeim hætti. Í ein- hverjum tilvikum er um það að ræða að fólkið hefur ekki fengið sendar vörurnar þrátt fyrir að andvirði þeirra hafi verið dregið af greiðslukorti þess. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafa áform sænsku keðjunnar um að koma upp öflugri innribúð og neti ytri verslana brugðist að mestu. Ekki hefur tekist að fá matvöru- verslanir eða flugfélög til liðs og dæmi eru um að fyrirtæki hafi sagt sig úr viðskiptum við keðj- una. Forsvarsmenn Sjóklæða- gerðarinnar sögðu upp samningi þar sem þeim leist ekki á þá sem standa að SprinkleNetwork. Reyndin er því sú að afsláttar- kortið sem átti að verða umtals- verð búbót fyrir þá sem keyptu hefur enn sáralitlu sem engu skil- að. Verslað í vefbúð Ásta Guðjónsdóttir, 33 ára fyrrverandi sölumaður Sprink- leNetwork, er ein þeirra sem gerðist „shareholder“ eða fjár- festir í fyrirtækinu fyrir 1,9 millj- ónir króna. Þann 6. október keypti hún vörur í vefbúðinni fyrir 110 þúsund krónur. „Ég pantaði jólagjafir og fleira. Lögregluumdæmi: Verði færri og stærri LÖGGÆSLA Tillögur að fækkun og stækkun lögregluumdæma er verkefni starfshóps sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað. Dómsmálaáðherra sagði að þessar breytingar yrðu gerðar í því skyni að bæta þjón- ustu lögreglunnar um land allt. Hann sagði enn fremur, að ekki væri á döfinni að fækka sýslu- mannsembættum. Starfshópnum er enn fremur ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára. Einnig er stefnt að því að setja lögreglunni mælanleg markmið þannig að hægt sé að meta árangur hennar. ■ RUMSFELD OG VAN TRA Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Pham Van Tra, varnar- málaráðherra Víetnams, koma til fundar í Pentagon. Pappírslaus loforð gefin um ofsagróða Sænski píramídinn SprinkleNetwork hefur enn ekki endurgreitt þeim sem vilja hætta. Dæmi um að fólk hafi keypt inn fyrir háar upphæðir í vefbúðinni án þess að fá vörurnar. „Ég notaði ævisparnað- inn minn í þetta. Fréttaskýring REYNIR TAUSTASON ■ píramídinn SprinkleNetwork. HINIR ÓÁNÆGÐU Stefanía Arna Marinósdóttir og Sólveig Hafsteinsdóttir trúðu á sænska píramídann í upp- hafi en berjast nú fyrir því að fá endurgreitt og losna frá SprinkleNetwork. Hér eru þær við inngang gamla sjónvarpshússins þar sem efsta hæðin er lögð undir sölumenn Svíanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A AUKNAR FALSANIR Hollenskir kaupmenn íhuga að hætta mót- töku verðmeiri evruseðla vegna aukinna falsana. Tæplega 400.000 falsaðir seðlar hafa fundist frá því evran var tekin í notk- un fyrir tæpum tveimur árum. Falsanir evruseðla aukast: Hafna stærri seðlunum AMSTERDAM, AP Hollenskar versl- anir íhuga að hætta að taka á móti 100 evru seðli vegna vaxandi fals- ana. Samtök verslunar í Hollandi segjast ítrekað hafa rætt málið við lögreglu og hollenska seðla- bankann, en án árangurs. Verslunarmenn krefjast þess að brugðist verði við, auðkenni evruseðlanna verði skýrð og um- fram allt að lögregla rannsaki mál þegar falsaðir seðlar finnast. Verslunarmenn segja falsanir aukast hratt og benda á að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi fundist 13.000 falsaðir evruseðlar í Hollandi. Talsmaður hollenska seðla- bankans segir snöggtum færri falsaða seðla í umferð nú en þegar Hollendingar notuðu eigin mynt, gyllini. Því sé óþarfi að bregðast við með því að hætta að taka við stærri evruseðlum. Samkvæmt upplýsingum Evrópubankans hafa fundist tæp- lega 400.000 falsaðir evruseðlar frá því evran var tekin í notkun í byrjun árs 2002. Algengast er að 20 og 50 evra seðlarnir séu falsað- ir. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.