Fréttablaðið - 13.11.2003, Side 30

Fréttablaðið - 13.11.2003, Side 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Í uppáhaldi: Quaqartoq skemmtilegur bær Bærinn Quaqartoq áGrænlandi er í upp- áhaldi hjá Frey Eyjólfs- syni, útvarpsmanni og tónlistarmanni. „Þetta er mjög hlýlegur og vinalegur bær. Náttúr- an er afskaplega falleg og það er einhver him- nesk ró yfir staðnum,“ segir Freyr sem fór þangað í skákferðalag með Hróknum í sumar. Freyr var í viku í bænum og náði að fara í langa og skemmtilega göngutúra um bæinn og ganga á fjöll í nágrenni hans. „Mér finnst oft fyndið hvað við Íslendingar leitum langt yfir skammt. Grænland er það land sem er næst okkur. Þar er að finna ótrúlega áhugaverða þjóð og fal- legt og skemmtilegt land,“ segir Freyr sem hvetur alla til að skella sér til Grænlands. „Svo má bæta við að þarna býr vel upplýst, menntað og skemmti- legt fólk. Fólk heldur alltaf að það séu bara skrælingjar á Grænlandi en þarna blómstrar mikil menn- ing.“ Íbúar Quaqartoq, sem er á Suð- ur-Grænlandi, eru 2000 talsins. ■ ■ Út í heim ■ Út í heim NETTILBOÐ TIL BALTIMORE Icelandair býður nettilboð til Baltimore, 15. til 17./18. nóvem- ber á 31.470 kr. NETTILBOÐ TIL ÓSLÓ Icelandair býður nettilboð til Ósló 14. til 16./17. nóvember á 20.900 kr. Sýn- ing Matthew Barney í Astrup Fearnley safninu stendur til 16. nóvember. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Farþegum fjölgar milli ára Farþegum um Flugstöð Leifs Ei-ríkssonar fjölgaði um tæplega 18% í október miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 100 þús- und farþegum 2002 í tæplega 118 þúsund nú. Mest vegur fjölgun farþega til og frá Íslandi sem er rúmlega 21% milli ára. Á sama tíma hefur farþegum sem milli- lenda á leið yfir Norður-Atlants- hafið fjölgað um 3,5%. Þetta er í fyrsta skipti á þessu ári sem fjölg- un verður á skiptifarþegum borið saman við tölur frá 2002. Alls hefur farþegum um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um tæplega 11% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2002, eða úr tæplega 1.087 þúsund far- þegum í rúmlega 1.202 þúsund farþega. ■ FREYR EYJÓLFSSON Kann að meta þá himnesku ró sem er yfir Quaqartoq. QUAQARTOQ Þar blómstrar menningin, segir Freyr Eyjólfsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KANARÍ Í JANÚAR Úrval Út- sýn er með gistitilboð 17. janúar í eina, tvær eða þrjár vikur í Carolina. Verðdæmi í eina viku 73.330 kr. á mann í tvíbýli í sjö nætur í íbúð í Carolina. Innifalið er flug, flugvallarskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Air Greenland hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi á flugleiðinni milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar. Síðasta ferðin verður 1. desember næstkomandi. Í frétta- tilkynningu kemur fram að vænt- ingar sem Air Greenland gerði til þessa flugs hafi ekki gengið eftir, hvorki í fjölda farþega né fragt- flutningum. Einnig sé sýnt að á næsta ári muni samkeppni í flugi milli Íslands og Danmerkur aukast. Air Greenland hóf áætlunar- flugið milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar 28. apríl í vor og hefur verið flogið tvisvar í viku. Síðan hefur verið ákveðið að fjöl- ga ferðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar um helming á næsta ári, auk þess sem verð á þeirri flugleið hefur lækkað. Í fréttatilkynningu frá Mark- aðsskrifstofu ferðamála á Norð- urlandi segir að ákvörðunin um að fella niður áætlunarflug milli Ak- ureyrar og Kaupmannahafnar séu vonbrigði fyrir allan almenning á Norðurlandi. Tilraunin hafi þó sannað mikilvægi þess að haldið verði uppi reglubundnu flugi frá Akureyri til áfangastaðar erlend- is. Því hefur verið ákveðið að leita allra leiða til að framhald verði á beinu flugi milli Akureyrar og áfangastaðar í Evrópu. Mat ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi er að beina flugið til Kaupmannahafnar skipti miklu máli fyrir ferðaþjónustu og bú- setu á svæðinu til framtíðar. Reynslan af beina fluginu síðustu mánuði hafi styrkt þá skoðun. ■ Air Greenland: Hættir flugi milli Akureyrar og Köben AKUREYRI Áætlunarferðum þaðan til Kaupmanna- hafnar verður hætt um næstu mánaða- mót. 15. NÓVEMBER 13 RÉTTA VILLIBRÁÐARHÁTÍÐARMATSEÐILL ásamt vínum, lifandi tónlist, einungis 8.000 pr. mann. 50% AFSLÁTTUR af gistingu í lúxusherbergjum m/baði laugardaginn 15. nóvember. Pantanir í síma 487 8050 VINNUSTAÐIR - VINAHÓPAR! Við gerum veisluna fyrir ykkur. Athugið málið, við komum á óvart.Hótel Hvolsvöllur, Hlíðarvegur 7, 860 Hvolsvöllur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.