Fréttablaðið - 13.11.2003, Side 38

Fréttablaðið - 13.11.2003, Side 38
34 13. nóvember 2003 FIMMTUDAGUR ÁKALL Stuðningsmaður írska rúgbílandsliðsins biður um stuðning æðri máttarvalda í leik gegn Frökkum á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Ástralíu. Rúgbí Bikarkeppni Evrópu: Keflavík leikur gegn Hyères-Toulon KÖRFUBOLTI Íslands- og bikarmeist- arar Keflavíkur leika í kvöld ann- an leik sinn í Bikarkeppni Evrópu í körfubolta. Keflavíkingar leika við franska félagið Hyères-Toulon VAR og fer leikurinn fram í Espace 3000 höllinni í Toulon. Keflavíkingar unnu portúgalska félagið Ovarense Aerosoles 113- 99 í fyrstu umferð en Hyères-Tou- lon tapaði fyrir CAB Madeira 111- 92 í Portúgal. Hyères-Toulon var stofnað árið 1990 með sameiningu Omni Sport Hyerois og CS Toulon. Félagið hefur lengst af leikið í PRO B deildinni, en fyrir þremur árum komst félagið upp í PRO A og hef- ur fest sig í sessi þar með góðri spilamennsku. Tímabilið 2001-02 varð Hyères-Toulon í 12. sæti og í 10. sæti í fyrra. Sem stendur er félagið í 15. sæti í 18 liða deild, með tvo sigra í sjö leikjum. Félag- ið hefur aðeins náð að sigra Paris BR og Besançon BCD sem eru bæði neðar í deildinni. Franska PRO A deildin er ein sterkasta deild Evrópu og var Hyères-Toulon álitið sigurstrang- legasta félagið í riðli Keflvíking- anna. Með félaginu leika tveir Bandaríkjamenn, Jason Rowe og Wade Gugino, Nedeljko Asceric, 38 ára framherji frá Serbíu, og Frakkarnir Laurent Legname og Franck Bouteille. Bakvörðurinn Laurent Legname var stigahæst- ur Hyères-Toulon gegn Madeira með 27 stig og hitti hann úr átta af átján þriggja stiga tilraunum sín- um. ■ Ragna og Sara stefna á Ólympíuleikana Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir stefna á þátttökurétt í Ólympíuleikunum. Þær keppa á Iceland Express International 2003, alþjóðlegu badmintonmóti sem hefst í TBR-húsinu í dag. BADMINTON „Það þarf ákveðin pen- ingaverðlaun til þess að þetta verði alþjóðlegt stigamót og það þarf að standast þær kröfur sem Evrópska badmintonsambandið setur,“ sagði Broddi Kristjánsson landsliðsþjálfari um alþjóðlega badmintonmótið sem hefst í TBR- húsinu í dag. Vægi mótsins fer hins vegar ekki eftir styrkleika keppenda. „Þegar mótið er af ákveðnum standard þá koma þeir átómatískt,“ sagði Broddi. Athygli Íslendinga beinist að Söru Jónsdóttur, sem er í 57. sæti styrkleikalistans í einliðaleik, og Rögnu Ingólfsdóttur sem er í 60. sæti. Ragna og Sara eru í 29. sæti á styrkleikalistanum í tvíliðaleik. „Þær eru að reyna að komast inn á Ólympíuleikana og það eru meiri líkur á að þær komist inn í tvíliða- leik sem gefur um leið keppnis- rétt í einliðaleik. Ef fresturinn væri að renna út núna væru þær ekki inni en þær eru mjög nálægt því og framundan mikil barátta fram á vorið.“ Broddi segir að margir er- lendu keppendurnir á mótinu séu í svipaðri stöðu Ragna og Sara. „Þess vegna koma þeir hingað. Það eru allir að reyna að næla sér í þessi stig.“ Broddi segir að ekki séu fleiri Íslendingar sem standa í sömu sporum og Ragna og Sara. „Það er bara peningamál því þetta er rosalega dýrt dæmi,“ sagði Broddi en vonar að yngri leik- menn séu að vinna að langtíma- markmiðum. „Það er ákveðinn hópur yngri leikmanna sem von- ast til að fá tækifæri árið 2008. Þetta er þá einn liðurinn í þeirri tilraun.“ „Það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar á mótinu,“ sagði Broddi. „Það hefur verið svolítið vandamál hjá okkur að okkur hef- ur vantað fleiri dómara til að dæma í þessu móti. En þetta tekst alltaf og það koma nokkrir erlend- ir dómarar líka.“ Mótið hefst klukkan fjögur síð- degis með undankeppni í einliða- leik karla en aðalkeppni einliða- leiksins hefst klukkan níu í fyrra- málið. Tvíliðaleikur kvenna hefst klukkan tvö á morgun. ■ Michael Owen: Hugurinn hvarfl- ar frá Anfield FÓTBOLTI „Óskastaðan er sú að Liverpool gangi vel á þessari leik- tíð og keppi um deildameistaratit- ilinn,“ sagði Michael Owen. „En ég þarf að leika í meistaradeild- inni og þangað verðum við að ná.“ Gerard Houllier, fram- kvæmdastjóri Liverpool, hefur að undanförnu þráfaldlega neitað því að Owen langi að fara frá fé- laginu. Owen sagði hins vegar í gær að það væri útilokað að segja nokkuð um framtíð sína hjá Liver- pool. „Ef félagið sigrar í deildinni ár eftir ár þarf ég ekki að taka ákvörðun um hvort ég leik erlend- is.“ „Ég hef aldrei efast um hæfi- leika mína,“ sagði Owen. „Ég hef áður staðið mig vel í veigamestu keppnunum. Mig langar ekki að vera venjulegur atvinnumaður. Ég stefni á toppinn og til þess að komast þangað verð ég að leika gegn bestu félagsliðum heims.“ Real Madrid og Chelsea eru sögð hafa áhuga á Owen og segir fréttavefur BBC að Liverpool gæti þurft að velja milli þess að selja sinn besta leikmann eða missa hann frá sér bótalaust þeg- ar samningurinn hans rennur út árið 2005. ■  19.15 Haukar leika við Breiðablik að Ásvöllum í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 UMFN og ÍR keppa í Njarð- vík í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Tindastóll fær Þór Þorl. í heimsókn á Sauðárkrók í INTERSPORT- deildinni í körfubolta.  19.15 Snæfell mætir Hamri í Stykkishólmi í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis. hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 NÓVEMBER Fimmtudagur KEFLAVÍK Guðjón Skúlason, annar þjálfara Keflavíkur, fagnar sigri félagsins í bikarkeppninni í fyrra. REYNA AÐ KOMAST Á ÓLYMPÍULEIKANA Ragna og Sara eru í 29. sæti á styrkleikalistanum í tvíliðaleik. OWEN „Ég stefni á toppinn og til þess að komast þangað verð ég að leika gegn bestu fé- lagsliðum heims.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.