Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 12
Við í fjölskyldunni reyndumum daginn að magna upp með okkur aðventutrylling með því að heimsækja jólaverslun við Skólavörðustíginn. Til að halda almennileg jól þarf mik- inn dugnað, atorku og útsjónar- semi. Þegar börn- in eru orðnir ung- lingar og tilhlökk- un til jólanna kemur ekki að sjálfum sér inn á heimilið þarf að beita brögðum. Og það sem okkur datt í hug var að heimsækja jóla- verslun sem seldi ekkert nema jóla- dót. Það hlyti að vera hjartalaus maður sem kæmi ósnortinn frá slíkri heimsókn. Ég veit ekki um hjartað í mér en þar sem ég gekk á milli drekkhlaðinna hillna af jóladóti reyndi hugurinn að skilja það sem fyrir augu bar. Ef ég á að reyna að vera skipulagður í hugsun var það eftirfarandi: The good old days Í stórum dráttum má skipta jóladótinu í búðinni í fernt. Mest bar á amerísku dóti sem bar með sér söknuð þeirra þjóða eft- ir the good old days – sem er skammvinnt tímabil í sögu Bandaríkjanna og nær frá eftir- stríðsárunum og fram að fyrstu árum sjöunda áratugarins; morðið á Kennedy markar lík- lega endalok þessa tímabils. Jólafígúrurnar amerísku voru goðverur þessa tíma; mamma með svuntu og hnausþykka hnallþóru í útréttum höndum, pabbi í vesti og einhvern veginn veglaus á eigin heimili enda ekki mikils krafist af honum og börnin stálpaðir englar sem klæddu sig frekar eftir veðri en nýjustu tísku. Veröldin í kring- um þessar persónur var hinn ei- lífi smábær þar sem atvinnu- leysi og glæpir voru jafn óhugs- andi og frumleg hugsun. Þetta var sú veröld sem kynslóðirnar hafa flúið til stórborganna; ver- öldin sem þau gátu ekki endur- vakið í úthverfunum þegar hjörtu þeirra fylltust söknuði. Veröldin sem þau vilja hafa ná- lægt sér á jólunum – ef ekki í raunveruleikanum þá sem fal- lega málaðar leirstyttur. Horft enn aftar Á eftir ameríska dótinu bar mest á þýsku jólaskrauti. Þegar það er borið saman við það ameríska kemur í ljós að þótt undanfarnir fjórir áratugir hafi spillt hugmyndum Ameríkana um samfélagið þá teljast þeir hafa sloppið vel í samanburði við það þýðverska. Þjóðverjar þurfa að hverfa aftur fyrir tvær heimsstyrjaldir og gott betur til að finna eitthvað sem kalla má þá gömlu góðu daga. Fígúrurnar þeirra voru eins og óljós minn- ing um samfélag á seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu; einhvers staðar djúpt í Þýskalandi, þangað sem iðnbylting hafi varla drepið á dyr. Skeggið á pabbanum var prússneskt – eða alla vega sam- kvæmt prússneskri tísku – og pípan svo stór og síð að engum manni dytti í hug í dag að reyk- ja úr henni löglegt tóbak. Mamman var reyrð í blúndur um búk og höfuð og hefði ekki þurft annað en blæju til að vera eins og boðflenna úr öðrum trú- arbrögðum inn í þessari kristi- legu jólastemningu. Börnin voru hálf klökk og stúrin eftir allan þann aga sem hafði verið lamin í þau á heimilinu og í skólanum en svo tónelsk að þegar þeim var rétt epli brustu þau sam- stundis í söng. Og þau sungu enga slagara heldur hátimbrað barokk og feiluðu ekki á nótu. Þýska deildin var sú óhugn- anlegasta í búðinni. Hvað hefur verið lagt á þessa þjóð svo að hún leitar sér huggunar um jólin við slíkar minningar? Obbabobb-fólkið Í búðinni var einnig nokkuð af skandinavísku jóladóti. Ég get ekki skilgreint það nánar; brestur kunnáttu til að þekkja norska nostalgíu frá sænskri, danskri frá finnskri. Það sem einkenndi þennan skandinav- íska minningaheim var ekki að- eins persónur og leikendur held- ur ekki síður handbragðið. Ég býst við að þeir sem heillast af nettri stílfærslu Ameríkana og Þjóðverja á raunsæjum fyrir- myndum geti kallað skandinav- íska dótið mislukkað föndur. Það bar mikið á búffuðum köllum og kellingum; stoppuðum í sængu- veraefni, með kaðalspotta fyrir hendur og pínulítinn trékúlu- haus. Þetta voru fígúrur sem sóttar eru í svo samskandinav- ískan hugarheim að það má finna þær í öðru hvoru málverki í Galleríi Fold; hvort sem það er eftir Sigrúnu Eldjárn, Karolínu Lárusdóttir eða einhverja allt aðra konu. Þær birtast líka á gardínum frá Finnlandi, í bóka- teikningum frá Noregi og á púð- um frá IKEA. Þetta er fólk sem á nóg af síld og unir glatt við sitt óafvitandi um öll sósíalproblem sem bíða úrlausna. Þau þekktu engan vanda sem ekki mátti leysa með vænni sneið af pöru- steik, sykurbrúnuðum kartöfl- um og síðan eldfjörugum polka fram undir morgun. Það er frá þessu fólki sem við höfum spak- mælin „obsadeisi“, „obbabobb“ og „úbbsíbubbsí“ þótt ekkert okkar skilji lengur merkingu þeirra – nema Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra. Lítil hliðardeild út af hinni skandinavísku var safn af börn- um úr leir, mótaðar eftir teikn- ingunum við Jól í Ólátagarði – furðuverur blandaðar af hálfu úr álfatrú og að hálfu úr fölum endurminningum okkar um töfra og sakleysi æskunnar. Þetta voru munaðarlaus börn. Þeir sem mótuðu þau hafa ekki enn séð fyrir hvernig hinir full- orðnu líta út í þessum furðu- heimi Eitthvað til að rústa friðnum Þá erum við komin að fram- lagi Íslands í þessu jólahaldi hinna sameinuðu þjóða við Skólavörðustíginn. Það þarf náttúrlega ekki að koma lesend- um á óvart að það var mest- megnis Grýla og hyski hennar – þessir séríslensku jólasveinar. Ekki veit ég úr hvaða kjallara undirmeðvitundarinnar þeir skruppu. Þeir eru ekki fyndnir í neinum venjulegum skilningi og ekki heldur hlægilegir á tímum pólitísks rétttrúnaðar. Þeir eru eins dauðasyndirnar; táknmynd- ir fyrir mismunandi breyskleika mannsins – en þó mest stelsýki og forvitni. Engum þeirra tæk- ist að halda sér utan fangelsis í nútímanum – nema helst Stúfi, sem líklega væri í Síberíu í leng- ingu. Eftir tukthússvist yrðu þeir sendir í tólfsporavinnu að yfirvinna þjófnaðaráráttu, óhemjuskap, sjálfsdýrkun og fyrirlitningu gagnvart öðru fólki. Hvers vegna vilja Íslending- ar telja sér trú um að þeir vilji þessa gaura á jólunum á meðan aðrar þjóðir hverfa aftur til hugmynda um óspillt samfélag friðar og sáttar? Jólasveinarnir okkar sitja þarna á hillunum harðákveðnir í að eyðileggja jól- in fyrir Ameríkönunum, Þjóð- verjunum og Skandínövunum – svo einbeittir að þeir eru meira að segja í svarthvítu. Það má ekki sjá á þeim snefil af litagleði fremur en fallegri hugsun. Eru góðu dagarnir núna? Annaðhvort erum við Íslend- ingar ólíkir öllum öðrum þjóðum eða þá að þessir jólaveinar okkar eru einhver misskilningur – eins og sá að hlandmíginn hákarl sé góður matur. En kannski eigum við enga gamla góða daga. Eftir- stríðsárin var haftatími þegar ríkisstjórnir bönnuðu innflutn- ing á eplum og flestu sem glatt gat fólk á jólum. Stríðsárin voru bjartsýnistími en jafnframt nið- urlæging; þá spilltist íslensk þjóð af erlendum hugmyndum – gott ef jólasveinarnir okkar keyptu sér ekki rauðan jakka og ólek stígvél. Þar á undan var kreppa, hungur og átök. Og þá erum við komin aftur í danskan tíma sem enginn þjóðhollur mað- ur getur talið góðan á nokkurn hátt. Og þótt við rennum okkur aftur söguna er hvergi ljós að sjá fyrr en á þjóðveldisöld. En þar voru menn heiðnir og vitavon- laust að nota þá til jólaskrauts; sama hversu góða og gamla tíma þeir lifðu. Svona vitlausa höfum við gert sögu okkar. En ef til vill erum við ólík öðrum. Ef til vill erum við að lifa góðu tímana og þurfum enga gamla slíka að hugga okkur við. Frekar að við slettum dálitlu af slæmum tímum inn í jólin okkar svo sæla okkar verði ekki of mikil. Eftir fimmtíu ár eða hundrað munu afkomendur kaupa af okkur litlar leirstyttur að minna sig á tímana þegar sátt og friður ríkti í samfélaginu. Það skyldi aldrei vera. ■ Það mun seint ríkja full sátt umtilnefningar til íslensku bók- menntaverðlaunanna enda verða gæði skáldverka og fræðirita seint mæld eftir vigt, stærð og þykkt. Það er því ekki öfundsvert hlut- skipti að þurfa að velja fimm „bestu“ skáldverk og fræðirit hvers árs og það ágæta fólk sem fórnar ófáum andvökunóttum í lestur og heilabrot hlýtur að vera við því búið að forsendur fyrir vali þess verði teygðar og togaðar á alla vegu. Hlutur rithöfunda í þessum ár- lega mannjöfnuði þriggja manna nefndanna hefur þó, að þessu sinni, fallið í skuggann fyrir þeirri átakanlegu staðreynd að aðeins ein tilnefning af tíu féll konu í skaut. Þetta mun vera einsdæmi í sögu verðlaunanna og það sem furðuleg- ast er að þegar þetta gerist sitja tveir þekktir kvenskörungar í dóm- nefndinni. Kynjakvóti er vissulega útilokaður í þessum efnum og væri öllum skrifandi konum til minnkun- ar en þar sem nefndarstörf af þessu tagi ganga út á málamiðlanir og samningaviðræður hlýtur fólk að ætla að hægt hefði verið að skipta í það minnsta einum karli út. Þær fáu bækur sem konur skrifa í ár þykja nefnilega margar býsna góðar. Það hefur einnig vakið eftirtekt að valkyrjurnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Katrín Jakobsdóttir, sem sátu í nefndinni ásamt einum karlmanni, eru báðar varaformenn stjórnmálaflokka. Það breytir svo sem engu enda er Katrín í hópi gleggri bókmenntarýna landsins og vinsældir Ingibjargar Sólrúnar hljóta að réttlæta nefndarsetu. Þetta er þó ef til vill ekki síst tímanna tákn en undanfarið hefur mikið verið rætt um að stjórnmála- menn hafi misst öll völd sín til auð- manna og viðskiptablokka. Alþingi er sem sagt að verða eins og hálf- gerð hússtjórn í meðalstórri blokk í Kópavoginum. Þar þrasar fólk að vísu um bílastæðamál og sorphirðu á meðan pólitíkusunum er þó í það minnsta enn treyst til þess að hafa vit á bókmenntum. Næsta skref hlýtur því að vera að koma þriðja varaformanninum að í nefndinni og þá væri eðlilegast að stjórnarflokk- arnir skipuðu tvo og stjórnarand- staðan einn. Hlutföllin væru þá svipuð og í útvarpsráði og öðrum slíkum stofnunum. Engir kunna hrossakaup betur en stjórnmála- menn og þannig væri vart hægt að efast um sameiginlega niðurstöðu þriggja slíkra. Hlutur kvenna myndi þá ekki skipta neinu sérstöku máli, vinsældir höfunda yrðu auka- atriði rétt eins og huglægt mat nafnlausra kjósenda úti í bæ á gæð- um tiltekinna verka. Hver getur efast um gæði bók- menntaverka sem hafa hlotið sam- eiginlega náð fyrir augum Guðna Ágústssonar, Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar eða Katrínar Jakobsdóttur? ■ 12 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Jólabókahrossakaup Smáa letriðÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ hefur tröllatrú á bókmenntasmekk stjórnmálafólks. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hinn ljúfsára söknuð og blekkingu endurminninga um jól. Hvernig líta frið- urinn og sáttin út? ■ Þau þekktu engan vanda sem ekki mátti leysa með vænni sneið af pörusteik, syk- urbrúnuðum kartöflum og síðan eldfjörug- um polka fram undir morgun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.