Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 11
■ Kosningaeftirlit SUNNUDAGUR 7. desember 2003 SCHWARZENEGGER Fékk ekki stuðning frá löggjafarvaldi Kaliforníu. Fjárlagafrumvarp Schwarzeneggers: Hlaut ekki hljómgrunn STJÓRNMÁL Nýtt fjármálafrumvarp Arnolds Schwarzenegger, ríkis- stjóra Kaliforníu, hlaut ekki hljómgrunn hjá löggjafarvaldi ríkisins. Fyrir vikið er talin hætta á því að fjármál Kaliforníu verði í slæmum málum í júní þegar borga þarf himinhátt lán sem var tekið áður en Schwarzenegger gerðist ríkisstjóri. Schwarzenegger hefur heitið því að bæta fjárhag ríkisins án þess að hækka skatta. Fjármála- frumvarpið hans fól í sér að draga úr útgjöldum og taka nýtt lán sem yrði borgað upp á þrjátíu árum. ■ Peningaskortur í Brasilíu: Rafmagn tekið af ráðuneyti STJÓRNMÁL Rafmagn var tekið af byggingu brasilíska utanríkis- ráðuneytisins á föstudag vegna þess að ráðuneytið hafði ekki borgað rafmagnsreikninginn. Samkvæmt útreikningum stjórnar orkumála í Brasilíu nem- ur rafmangsreikningur ráðu- neytisins um 45 milljónum króna. Fyrir vikið var rafmagnið tekið af. Eftir um eina og hálfa klukku- stund var rafmagnið aftur sett á eftir að talsmenn ráðuneytisins lofuðu því að borga hluta skuldar- innar innan tíu daga. Að sögn stjórnar orkumála borgaði ráðu- neytið rafmagnsreikninginn síð- ast í janúar. ■ ÞRÍR TIL RÚSSLANDS Þrír Íslend- ingar fylgjast með þingkosning- unum í Rússlandi sem fara fram í dag. Það eru Steingrímur J. Sig- fússon þingmaður, Þorfinnur Ómarsson, deildarstjóri hjá Háskóla Íslands, og Estrid Brekkan sendiráðunautur. Þau verða í hópu 450 manna hóps á vegum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE). BRETLAND Læknaritið Lancet hvetur bresk stjórnvöld til setja lög sem banna reykingar. Lancet heldur því fram að hægt væri að bjarga tugum þúsunda mannslífa á ári ef tóbak yrði flokkað með ólöglegum fíkniefnum. Í læknaritinu er vakin athygli á skaðsemi óbeinna reykinga og bent á að þau áttatíu prósent Breta sem ekki reyki eigi rétt á því að anda að sér ómenguðu lofti. Áætlað er að um 1000 Bretar deyi árlega af völd- um óbeinna reykinga. Lancet vitnar í nýlega rann- sókn Konunglega læknaháskólans sem bendir til þess að ef reyking- ar yrðu bannaðar á öllum vinnu- stöðum í Bretlandi myndu 300.000 manns hætta að reykja. Astrid James, aðstoðarritsjóri Lancet, segir að reykingar kosti 120.000 manns lífið í Bretlandi og 4,2 milljónir í heiminum öllum á ári hverju. James segir að með því að banna reykingar væri hægt að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um þriðjung í Bret- landi og draga verulega úr tíðni hjarta- og lungasjúkdóma. ■ REYKINGAR Áætlað er að um 1000 Bretar deyi árlega af völdum óbeinna reykinga. Læknaritið Lancet vekur athygli á skaðsemi tóbaks: Reykingar verði bannaðar með lögum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.