Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 43
Rúna Tetzschner, Elísabet Jökulsdóttir og Didda les upp. Eivör Pálsdóttir syngur. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Í dag lýkur í Gerðarsafni, Kópavogi, sýningu Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð, Mannamyndir. Á sýn- ingunni eru 21 veflistarverk sem Sigríður og Leifur hafa unnið á undanförnum árum. Klukkan 15 verða Sigríður og Leif- ur með leiðsögn um sýninguna.  Í dag lýkur í Gerðarsafni, Kópavogi, sýningunni Japönsk samtíma bygging- arlist 1985-1996.  Sýningunni „Trompet úr járni og veltuminkur“ með listamönnunum Tuma og Pétri Magnússonum lýkur í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akureyri.  Sýningu Ellýjar Halldórsdóttur, „Þögn“, í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra- nesi, lýkur í dag.  Sýningu myndhöggvarans Harðar B. Thors í Topphúsinu við Lækjargötu lýk- ur í dag. Sýningin er á vegum gallerisins Svarta Fiðrildið. ■ ■ MYNDLIST  Opnuð hefur verið í Nýlistasafninu sýning í tilefni af 25 ára afmæli safns- ins. Á sýningunni eru verk eftir nokkra af félögum safnsins og ýmislegt sem end- urspeglar sögu starfseminnar.  Í Listasafni ASÍ hefur verið opnuð sýning á verkum Þórarins Óskars Þór- arinssonar ljósmyndara. Heiti sýningar- innar er „Þórarinn Óskar og hyski hans“. Listasafn ASÍ er opið 13-17 alla daga nema mánudaga.  Melkorka Þ. Huldudóttir er með sýninguna „Myrkraverk“ í Kling & Bang galleríi, Laugavegi 23.  Nú stendur yfir sýning Péturs Pét- urssonar á 11 málverkum hjá Val- myndum í Ármúla 8. Sýningin er opin á opnunartíma Val-húsgagna og stendur yfir út desembermánuð.  Egill Sæbjörnsson opnaði um síð- ustu helgi sýninguna „Í garðinum“ í Gallerí Hlemmi. Þar sýnir hann mynd- bands- og tónverk auk ljósmynda og teikninga sem ekki hafa verið sýnd áður.  Auk verka úr safneigninni standa nú yfir þrjár sérsýningar í Safni, Laugavegi 37: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Sýning Leikminjasafns Íslands, Frumherji og fjöllistamaður, Sigurður Guðmundsson málari, verður opin í gamla Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, í Hafnarfirði (á bak við Þjóðkirkjuna) kl. 14-17 í dag. Aðgangur ókeypis.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir sýning á ljósmyndum Ólafs Magnússonar, sem var hirðljósmyndari dönsku konungsfjöl- skyldunnar á Íslandi. Þar er einnig þemasýning úr verkum Errós í eigu safnsins. Henni lýkur 3. janúar.  Olga Lúsía Pálsdóttir hefur opnað sýningu á grafískum verkum sínum í Mokkakaffi að Skólavörðustíg 3a. Yfir- skrift sýningarinnar er: „Stjörnuspeki í augum Olgu Lúsíu“. Sýningin stendur til 10. janúar.  Áskell Másson tónskáld heldur sýn- ingu á tónverkum frá upphafi til enda í galleríi Sævars Karls í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu og 50 ára afmæli. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. SUNNUDAGUR 7. desember 2003 43 Mótettukórinn á léttu nótunum Við verðum með létta og mjögskemmtilega jólasöngva, jólalög fólk þekkir vel en sum þeirra í nýjum búningi,“ segir Heimir Salvar Jónatansson, ten- órsöngvari í Mótettukór Hall- grímskirkju, sem í dag heldur hina árlegu jólatónleika sína. Kórfélagarnir eru reyndar vanir því að glíma við ýmis stór- virki tónbókmenntanna og hafa stundum verið með heilu óratorí- urnar á jólatónleikum sínum, en þetta árið láta þeir sér nægja að vera á léttu nótunum. Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, sem hefur verið tilnefnd til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna fyrir frammistöðu sína í óperunni Macbeth, syngur einsöng með kórnum og Björn Steinar Sólbergs- son leikur á stóra Klaisorgelið. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. „Þessir jólatónleikar eru fastur punktur í starfi kórsins, ásamt vor- tónleikunum,“ segir Heimir, sem hefur sungið með Mótettukórnum í fjórtán ár. ■ MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Á jólatónleikum kórsins í dag syngur Elín Ósk Óskarsdóttir sópran. ERPUR EYVINDARSON Ég keyri nú lítið svo uppáhalds-rúnturinn minn er sennilega bara labb,“ segir Erpur Eyvindar- son. „Til dæmis pöbbarölt í Kópa- vogi sem er mjög abstrakt en engu að síður stórkostlegt. Maður byrjar á Kaffi Borg og Catalinu í Hamraborg, svo labbar maður yfir dalinn á Players og spjallar við mömmur kunningja sinna sem eru þar afvelta af drykkju. Svo Næturgalinn og loks Goldfinger. Þetta eru miklar vegalengdir og tekur örugglega um 14 klukku- stundir.“ Rúnturinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.