Fréttablaðið - 07.12.2003, Síða 40

Fréttablaðið - 07.12.2003, Síða 40
40 7. desember 2003 SUNNUDAGUR ALMENNILEG „SNJÓÞOTA“ Heimsbikarmót í bobsleðum stendur nú yfir í Lake Placid í Bandaríkjunum. Bobsleðar FÓTBOLTI David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Real Madrid á Spáni, hefur blásið á sögusagnir um að hann og Victoria spúsa hans eigi erfitt með að höndla lífið í Madrid og að hann sé farinn að hugsa sér til hreyfings. Meint óhamingja á að vera farin að hafa áhrif á leik Beckhams með Real Madrid, en þeir sem til þekkja þurfa ekki ann- að en að líta á frammistöðu hans með spænska risanum til að sjá að svo er alls ekki. „Ég verð hjá Real Madrid eins lengi og forráðamenn liðsins vilja hafa mig,“ sagði Beck- ham, „og ég er alls ekki farinn að hugsa mér til hreyfings“. Bolta- spekúlantar hafa farið mikinn í því að reyna að spá fyrir um hvaða stjörnu Real Madrid kaupir í janú- ar og þótt varnarleikurinn sé kannski stærsti höfuðverkur liðs- ins veðja flestir á framherja. Thierry Henry og Michael Owen hafa oftast verið nefndir til sög- unnar og Beckham bætti fyrrver- andi félaga sínum Ruud Van Ni- stelrooy í þennan hóp. „Það er ekki mitt að segja hvort ég vil leika með Henry, Owen eða Van Nistelrooy. Þessir leikmenn eru allir samn- ingsbundnir, þannig að það er best að ég segi sem minnst fyrr en mál- in eru í höfn,“ sagði Beckham. ■ Óbreytt staða efstu liðanna í þýska boltanum: Stuttgart er taplaust eftir fimmtán leiki FÓTBOLTI Stuttgart er enn ósigrað í þýsku Bundesligunni í knatt- spyrnu eftir 15 umferðir, en í gær mátti Stuttgart þó sætta sig við markalaust jafntefli gegn HSV á heimavelli. Stuttgart sótti linnu- lítið í leiknum, en það var nokk sama hvað þeir buðu upp á, inn vildi boltinn ekki. Werder Bremen er sem fyrr í öðru sæti eftir jafn- tefli gegn Bayern München á heimavelli, 1-1. Ailton kom heima- mönnum yfir með marki úr víta- spyrnu, en Claudio Pizarro jafnaði metin fyrir Bayern þegar 11 mín- útur voru til leiksloka og Bayern situr sem fastast í fjórða sæti deildarinnar. Bayer Leverkusen er í þriðja sæti og á leik til góða; leik Leverkusen og Kölnar var frestað og með sigri þar getur Leverkusen skotist upp í annað sæti deildarinnar. Dortmund og Hertha Berlin skildu jöfn, 1-1, þar sem Leandro kom Dortmund yfir en Alexander Madlung jafnaði metin fyrir Berlínarliðið og Boch- um fékk skell gegn Freiburg. Eft- ir 23 mínútna leik var staðan orð- in 3-2 fyrir Freiburg, Roda Antar var þá búinn að skora tvívegis fyrir heimamenn og Wilfried Sanou einu sinni, en Vahid Has- hemian og Peter Madsen fyrir Bochum. Roda Antar fullkomnaði svo þrennuna þegar skammt var til leiksloka og Freiburg vann 4-2. Hansa Rostock gerði góða ferð til München og hafði þar sigur á 1860 München, 4-1, og Wolfsburg vann Kaiserslautern sömuleiðis 4-1 þar sem Ítalinn Francesco Baiano skoraði þrennu. ■ Björgvin í 3. sæti í Noregi SKÍÐI Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, varð í þriðja sæti á alþjóðlegu svigmóti í Rjukan í Noregi í gær. Björgvin gerði smávægileg mistök í fyrri ferðinni og þau kostuðu dýrmættar sekúndur, en hins vegar skíðaði hann vel í síðari ferðinni og náði þá næstbesta tímanum. Þetta dugði til að ná þriðja sætinu sem Björgvin var að sögn mjög sáttur við. Fyrsta sæt- ið féll í skaut japansks skíða- manns og Rússi varð í öðru sæti. Keppendur voru alls 86 og um 50 þeirra luku keppni. ■ LEIKIR HELGARINNAR 1860 Munich - Hansa Rostock 1-4 Weissenberger 3 - Rydlewicz 8, Max 17 (vsp), 80 Lantz 67 Bor. Dortmund - Hertha Berlin 1-1 Leandro 69 - Madlung 80 Eintr.Frankfurt - Hannover 96 2-2 Schur 17, Skela 64 (vsp) - Stendel 18, Christiansen 87 (vsp) SC Freiburg - VFL Bochum 4-2 Antar 2, 11, 79, Sanou 23 - Hashemian 12, Madsen 24 VfB Stuttgart - Hamburg 0-0 Werder Bremen - Bayern Munich 1-1 Ailton 58 (vsp) - Pizarro 79 Wolfsburg - FC Kaiserslautern 4-1 Baiano 23, 54, 55, Schnoor 90 (vsp) - Knavs 13 STAÐAN: Stuttgart 15 35 Werder Bremen 15 33 Bayer Leverkusen 14 31 Bayern München 15 29 Borussia Dortmund 15 24 VFL Bochum 15 22 Wolfsburg 15 21 SC Freiburg 15 21 Hannover 96 15 19 Hansa Rostock 15 18 1860 München 15 18 Schalke 14 17 Hamburg 15 17 FC Kaiserslautern 15 14 Borussia M’gladbach 14 13 Eintracht Frankfurt 15 12 Hertha Berlin 15 12 Köln 14 8 FJÖLÞJÓÐABARÁTTA Í ÞÝSKA BOLTANUM Portúgalinn Fernando Meira, sem leikur með Stuttgart, á hér í höggi við Japanann Naohiro Takahara, leikmann HSV, í leik liðanna um helgina. Mót þeirra bestu á Hawai: Furyk með örugga forystu GOLF Jim Furyk er kominn langt með að tryggja sér sigurinn á „Grand Slam“ mótinu sem fer fram á Poipu Bayvellinum á Hawai, en mótinu lýkur í dag. Aðeins fjórir keppendur taka þátt í mótinu, en einungis sigur- vegarar í fjórum stærstu mótum ársins fá að taka þátt. Furyk, sem sigraði á Opna bandaríska, lék á 67 höggum í gær og hefur fimm höggu forystu á Mike Weir, sigur- vegara á Masters, sem er í öðru sæti. Ben Curtis, sem sigraði á Opna breska, er sex höggum á eftir Furyk og Shaun Micheel, sig- urvegari á USPGA-mótinu, er átta höggum á eftir Furyk. ■ FJÓRIR BESTU Furyk hefur fimm högga forystu á „Grand Slam“ mótinu. Sigurvegarinn fær litlar milljón dollara í sinn hlut. BROSIR SÍNU BLÍÐASTA David Beckham segist harla ánægður með lífið og tilveruna í Madrid og þvertekur fyrir að hann vilji yfirgefa herbúðir Real Madrid. Beckham blæs á fréttir af óánægju

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.