Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 18
18 7. desember 2003 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Þeir eru ófáir sem hafa fengiðbréf með lokkandi tilboðum um verulegan ábata fyrir litla fyrir- höfn. Bréfritari er venjulega frá Afríku og af góðu fólki kominn, gjarnan með æruverðugan titil svo sem doktorsnafnbót eða jafnvel ráðherratign. Fjölskyldan hefur gjarnan fallið af æðsta stalli og hörmungar lífsins valdið því að sendandinn situr fastur með um- talsverða fjármuni sem þarf að koma úr landi. Til þess að svo megi verða þarf aðstoð. Móttakandi bréfsins er beðinn um að stofna reikning til þess að hægt sé að flytja á hann milljónir dollara. Áður en að því kemur fellur til ýmis kostnaður vegna banka, lög- fræðinga og fleiri liða sem viðkom- andi er beðinn um að greiða svo hægt verði að flytja peningana. Þessir menn eru svindlarar. Slík bréf hafa verið kölluð Nígeríubréf hér á landi, en ganga undir nafninu „419 svindl“ annars staðar eftir lagagrein nígerískra hegningarlaga sem fjallar um fjársvik. Flestir sjá í gegnum þetta, en ef að líkum lætur falla einhverjir í gildruna. Annars héldu svindlar- arnir vart áfram. Ruslakarfan er algengasti áfangastaður þessara bréfa. Þó eru til þeir sem taka upp pennavinskap við svindlarana sér til skemmtunar. Og skemmta sér konunglega. Grátt gaman Þeir sem telja sig geta haft ánægju af því að skrifast á við nígeríska svindlara geta leitað sér upplýsinga á heimasíðum á Net- inu. Þeir kalla sig 419 veiðimenn- ina. Ein slík er www.419eat- er.com. 419 æturnar leiðbeina um hvað beri að gera leggi menn út á braut þessarar sérkennilegu skemmtunar. Á síðunni eru grein- argóðar leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að í pennavin- skapnum. Þessir menn eru glæpamenn og ber að umgangast þá með það í huga. Ráðlegging númer eitt er að gefa þeim aldrei neinar persónu- upplýsingar. Notast á við fölsk nöfn og órekjanleg tölvupóstföng. Þegar þetta er tryggt geta hin kostulegu bréfaskipti hafist. Veiðimenn 419 svindlaranna skemmta sér konunglega við ýmis uppátæki. Þeir stinga upp á lykil- orðum til þess að tryggja að sam- skiptin séu við réttan aðila. Lykil- orðin eru gjarnan slangurorð fyr- ir fyrirbæri neðan mittis og hefj- ast þá bréfin með setningum eins og „I love hairy pie,“ en hairy pie mun vera slangur fyrir píku. Tikynnt um heyrnarleysi Á ákveðnu stigi samskiptanna biður svindlarinn um símanúmer til þess að hægt sé að ræða málin frekar. Veiðimönnum þeirra er ráð- lagt í slíku tilvikum að greina frá þeirri sorglegu staðreynd að vegna slyss, fæðingargalla eða sjúkdóms hafi þeir misst heyrn. Því harm- rænni sem sagan er því betra. Sam- skiptin verði því að halda áfram með tölvupósti. Til að gera allt sennilegra senda báðir aðilar myndir af sér og jafn- vel fjölskyldunni. Úrklippur úr glanstímaritum geta þá komið að góðu gagni. Aldrei má senda neitt sem hægt er að tengja manni sjálf- um. Svindlararnir eru líklegast illa upplýstir þjófar, en sumir eru morðingjar og mannræningjar. Ólíklegt að þeir leggi á sig langa ferð til að leita hefnda. Engin ástæða er til þess að taka slíka áhættu. Höfuðpaur vefsins 419ea- ters.com segir að alvarlegasta hót- unin sem hann hafi fengið eftir að svindlarinn komst að því að hann hafði verið hafður að fífli, hafi ver- ið að voodoogaldur yrði notaður til að svipta hann typpinu innan sólar- hrings. Veiðimaðurinn fullyrðir hins vegar á síðu sinni að það hafi ekki gerst og tólið virki ágætlega enn sem komið er. Annað sem ber að varast er að fyrir kemur að svindlararnir biðja um hjálp og segjast vera í lífs- hættu. Þeir geta verið verulega sannfærandi. Leggi menn út í þennan hráslagalega leik er vert að hafa í huga að viðskiptin eru við þjófa og svindlara og ekki orð að marka sem þeir segja. Samskiptin teygð Tilgangurinn með leiknum er að halda svikurunum uppteknum við það sem þeir halda að sé væn- legt fórnarlamb. Markmiðið er að halda þeim inni í leiknum eins lengi og auðið er, en fara eins langt í fíflagangnum og hægt er. Síðan eru samskiptin sett út á Netið öðrum áhugamönnum um þennan leik til skemmtunar. Hug- kvæmninni við það eru fá tak- mörk sett. Veiðimennirnir senda nöfn bankastofnana sem bera heiti eins og „Plunder & Flee“ sem útleggst rænt og flúið. Þrátt fyrir ólíkindaleg lykilorð og bankaheiti, sem ættu að vekja grunsemdir svindlaranna, þá halda þeir áfram að reyna að ná peningum út úr fórnarlambinu. Að því er virðist án minnsta gruns um að þeir sjálfir séu fórn- arlömbin. Veiðimaðurinn teygir sig eins langt í háðinu, án þess að upp úr samskiptunum slitni. Reynt er að draga þau á langinn og láta svindlarana hafa sem mest fyrir lífinu. Fýluferð svindl- ara út á flugvöll er til dæmis eitt- hvað sem allir alvöru veiðimenn 419 svindlara ættu að reyna að koma í kring. Best er náttúrlega að vera búinn að láta hann send- ast svolítið fyrir sig áður. Eftir mikið klúður með peningasend- ingar og endalausan misskilning er best að stinga upp á því að maður komi með peningana sjálf- ur. Í framhaldinu skemmta veiði- mennirnir sér við það að láta við- komandi bóka hótel. Fjögurra eða fimm stjörnu og ekki hreyfa sig fyrr en komin er staðfesting á bókuninni. Eftir fýluferð svindlarans út á flugvöll er leikn- um lokið. Þá er sent bréf sem gengur út á það að segja honum hvað hann sé vitlaus að láta plata sig. Útskýra dónalegt lykilorð og skemmta sér á hans kostnað. Svarbréfið, ef það berst er venju- lega fúkyrðaflaumur og hótanir. haflidi@frettabladid.is Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi Baltimore/ Washington 17.000 kr./100 kg m.v. flug frá Baltimore Washington International til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO Pennavinir svindlaranna Svindl sem upprunnið er í Nígeríu hefur verið í gangi um árabil. Margir hafa fengið slík bréf þar sem þeir eru beðnir um að stofna bankareikning til þess að koma milljónum dollara úr heimalandi svindlarans. Hópur fólks skemmtir sér við það að skrifast á við svindlarana, eyða tíma þeirra og breyta þeim í fórnarlömb. 440kr. Eitt verð fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstærð 0,06 m3 (t.d. 30x40x50 sm) 03 -5 11 ATHUGIÐ!!! Þessir menn eru glæpamenn. • Ekki leggja út í samskipti við þá nema þið séuð algjörlega tilbúin í þau. • Ekki gefa neinar upplýsingar sem gera þeim fært að finna ykkur. • Ef einhverjar vöfflur koma á ykkur hættið strax og tilkynnið að ekki geti orðið af viðskiptum. Launa- og mannauðskerfi: Skilvirk starfsmanna- stjórn Kaupþing Búnaðarbanki ogNýherji undirrituðu samning um innleiðingu SAP launa- og mannauðslausnar hjá bankanum. Um er að ræða SAP X-press lausn sem Nýherji hefur hannað fyrir ís- lenskar aðstæður en hún felur í sér starfsmannalausn, skipulagsheild, ráðningarlausn, stimpilklukku, starfsþróunarlausn og síðast en ekki síst fullkomið, samþætt launakerfi. Að sögn Svala Björgvinssonar, starfsmannastjóra Kaupþings Bún- aðarbanka, er markmið bankans að einfalda launavinnslu og uppgjör sameinaðs banka og gera alla þætti mannauðsstjórnunar sem skil- virkasta. Í dag heldur mannauðslausn SAP utan um meira en 54 milljónir starfsmanna í um 9000 fyrirtækjum í yfir 50 löndum. ■ Mikið að gerast: Pharmaco í kastljósi Gengi bréfa Pharmaco hækkaðium rúm 12% í vikunni. Félagið tilkynnti um kaup á tyrknesku lyfjafyrirtæki. Kaupverðið er 4,5 milljarðar auk árangurstengdra greiðslna. Á tyrkneska fyrirtækinu hvíla óhagstæð lán og er ætlunin að endurfjármagna fyrirtækið. Pharmaco steig einnig fyrsta skrefið í átt að skráningu í kaup- höll í London. Félagið tilkynnti um val á samstarfsaðila til að hefja undirbúning skráningarinnar. ABN AMRO Rothschild og Merill Lynch International munu verða ráðgjafar við skráninguna. Stefnt er að skráningu félagsins í London á næsta ári. ■ TÍÐINDAMIKIL VIKA Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, hafði í nógu að snúast í vikunni. Pharmaco keypti tyrkneskt fyrirtæki og steig fyrstu skrefin í átt að skráningu félagsins í erlendri kauphöll. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Leggi menn út í þennan hráslagalega leik er vert að hafa í huga að við- skiptin eru við þjófa og svindlara og ekki orð að marka sem þeir segja. ,, PENNAVINIRNIR Nokkrar þeirra mynda sem gengið hafa á milli svindlaranna og veiðimanna þeirra. Bréfa- skipti við fjársvikamenn eru leikur sem nýtur sífellt meiri vinsælda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.