Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 10
10 7. desember 2003 SUNNUDAGUR UNGFRÚ HEIMUR Ungfrú Írland, hin nítján ára gamla Ros- anna Davison, var kjörinn Ungfrú heimur 2003, í gærkvöldi. Á annað hundrað konur tóku þátt í keppninni sem fram fór í Sanya í Kína. Regína Diljá Jónsdóttir, fulltrúi Ís- lands í keppninni, komst ekki í úrslit. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Dagsheimsókn til Íraks ÍRAK, AP Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, kom í eins dags heimsókn til Íraks í gær. Miklar öryggis- ráðstafanir voru vegna heim- sóknar ráðherrans þar sem óttast var að hann yrði skot- mark íraskra uppreisnarmanna. Rumsfeld byrjaði á því að heimsækja olíuborgina Kirkuk í norðurhluta landsins þar sem hann snæddi morgunverð með hermönnum og átti fund með bandarískum herforingjum og íröskum embættismönnum. Frá Kirkuk flaug Rumsfeld til höfuðborgarinnar Bagdad þar sem hann fundaði meðal annars með L. Paul Bremer, landstjóra Bandaríkjanna í Írak. Rumsfeld var að koma frá Tblisi, höfuðborg Georgíu, þar sem hann lýsti yfir stuðningi við sjálfstæði landsins og hvatti Rússa til að kalla heim hersveit- ir sínar. ■ Skynsamlegar en hófstilltar kröfur Flóabandalagið krefst styttingar vinnutíma, nýs launakerfis og öruggra tryggingarákvæða í kom- andi kjaraviðræðum. Bandalagið kynnti atvinnurekendum kröfugerð sína í vikunni. Gert er ráð fyrir að nýr samningur verði gerður til allt að fjögurra ára. KJARASAMNINGAR „Ég tel að kröf- urnar séu skynsamlegar en ein- hverjum kann eflaust að þykja þær hófstilltar,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar- stéttarfélags. Flóabandalagið svokallaða, bandalag Eflingar, Hlífar í Hafnar- firði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, afhenti Samtökum atvinnu- lífsins í vikunni, kröfugerð sína fyr- ir komandi kjara- viðræður. Kröfu- gerðin er keimlík þeirri sem Starfs- greinasambandið lagði fram í síð- ustu viku. Flóabandalagið gerir ráð fyrir að nýr kjarasamningur gildi í 24 til 48 mánuði, að því tilskildu að takist að semja um nýtt launa- kerfi og örugg tryggingar- ákvæði. Bandalagið miðar við að allir launataxtar undir 93.000 krónum verði felldir út við upphaf nýs kjarasamnings og að nýtt taxta- kerfi byggi á þeim grunni. Launa- taflan byggi á sex þrepum og 25 launaflokkum með 1,5% bili á milli þrepa og flokka. Gert er ráð fyrir að neðsti launaflokkur verði felldur út á milli ára. Flóabandalagð krefst stytting- ar vinnutíma úr 40 stundum á viku í 39 stundir á samningstím- anum. Í kröfugerðinni segir að mjög langur vinnutími hafi við- gengist hér alltof lengi. Með styttingu megi efla vinnuvernd og auka tíma fólks til samveru með fjölskyldu og stuðla að heil- brigðari lífsháttum. Flóabandalagið telur ósann- gjarnt að orlofsrétturinn sé bundinn við vinnuveitanda og krefst þess að rétturinn verði tengdur starfsgrein og kjara- samningi en ekki fyrirtæki. Meginmarkmiðið er að gera kjarasamning sem færir launa- fólki tryggan kaupmáttarauka á samningstímanum, án þess að hætta sé á aukinni verðbólgu. Almennar launahækkanir launþega í Flóabandalaginu yrðu samkvæmt kröfugerðinni 19,25% á samningstímanum en innröðun í nýtt launakerfi skili 2,5%. Mið- að er við að lægstu laun hækki um 30% á samningstímanum. Fyrsti samningafundur Flóa- bandalagsins og atvinnurekenda verður næstkomandi þriðjudag. the@frettabladid.is Dómsmálaráðuneytið: Móti reglur fyrir börn FLÓTTAMENN Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst setja upp starfshóp sem á að móta til- lögur um hvernig skuli tekið á málum þegar börn og unglingar koma hingað án forráðamanns og leita hælis. Starfshópurinn á að móta málsmeðferðarreglur og að- gerðaáætlun sem unnið verði eftir þegar erlend börn koma hingað ein síns liðs. Óskað hefur verið eftir tilnefn- ingum frá félagsmálaráðuneyt- inu, sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli, Útlendingastofnun, Rík- islögreglustjóra, Barnaverndar- stofu og Rauða krossi Íslands. ■ ■ Almennar launahækkanir launþega í Flóabanda laginu yrðu samkvæmt kröfugerðinni 19,25% á samnings tímanum. Níðsterkir og liprir KULDAGALLAR stærðir 4-12 Alvöru gallar KJARAMÁL „Ef það verða ekki sett- ar neinar leikreglur hér á vinnu- markaði og menn geta fengið erlent vinnuafl hér inn á lág- markskjörum, þá erum við hræddir um að verði flóð af fé- lagslegum undirboðum,“ segir Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur. Félagið krefst tveggja ára að- lögunar áður en opnað verður fyr- ir erlent vinnuafl frá nýjum aðild- arríkjum Evrópusambandsins. Þá krefst félagið þess að ís- lensk stjórnvöld undirbúi eftir- litsstofnanir sínar til að koma í veg fyrir félagsleg undirboð, svarta atvinnustarfsemi og mis- notkun á erlendu vinnuafli. Það verði gert í samvinnu við Alþýðu- samband Íslands og Samtök atvinnulífsins. „Við erum síður en svo að reyna að stöðva innflutning er- lends vinnuafls. Það eina sem fyr- ir okkur vakir er að allir sitji við sama borð, erlent vinnuafl sem hingað kemur fái mannsæmandi laun og aðbúnað. Í dag er langt frá að um jafna stöðu sé að ræða.,“ segir Finnbjörn. Hann telur að verkalýðshreyf- ingin komi til með að láta meira í sér heyra um þetta mál á næst- unni. „Þetta er ósköp einfaldlega eitt af stóru málunum sem við komum til með að takast á um í komandi kjaraviðræðum,“ segir Finnbjörn. ■ Keflvíkingur: Borgi hálft lán tengdó DÓMSMÁL Tæplega sextugur Kefl- víkingur hefur verið dæmdur til að greiða fyrrum eiginkonu sinni og systur hennar 415.000 krónur. Systurnar höfðu krafist þess að hann greiddi 830.000 krónur sem þær töldu að maðurinn skuldaði dánarbúi móður þeirra. Móðir systranna hafði lánað fé til kaupa leigubifreiðar sem varð eina atvinnutæki fjölskyldunnar áður en hann og kona hans skildu. Maðurinn hélt því fram að fyrrum tengdamóðir hans hefði gefið skuldina eftir áður en hún lést en því höfnuðu fyrrum kona hans og börn fólksins. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að hjónin fyrrverandi hefðu átt að standa sameiginlega skil á láninu og dæmdu manninn því til að greiða hálfa upphæðina, 415.000 krónur. ■ Reglur á ensku: Of mikið að þýða REGLUGERÐIR Ítarlegar útlistanir á reglugerðum um siglingamál verða birtar á ensku á heimasíðu Siglingamálastofnunar ef frum- varp samgönguráðuneytis verð- ur að lögum. Um er að ræða kóða Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar en reglugerðir og lög verða eftir sem áður þýdd á ís- lensku. Ástæðan fyrir þessu er sú helst að þýðingarkostnaður væri mjög mikill ef þýða þyrfti allt efnið, enda um þúsundir blaðsíðna að ræða. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands Íslands, gerir ekki athugasemdir við þetta og telur ekki vandamál að fá þau atriði þýdd sem menn óska eftir. ■ KEIMLÍKAR KRÖFUR Starfsgreinasambandið afhenti Samtökum atvinnulífsins sína kröfugerð í síðustu viku. Kröfugerðin sem Flóabandalagið afhenti í vikunni er keimlík henni. Þar er þó að finna kröfur um styttingu vinnuviku og tengingu orlofsréttar við starfsgrein en ekki fyrirtæki. KRÖFUGERÐ FLÓABANDA- LAGSINS Almenn launahækkun 19,25% - 2004 5% - 2005 5% - 2006 4% - 2007 4% Innröðun í nýtt launakerfi 2,5% Hækkun lægstu launa 30,00% Orlofsréttur tengdur starfsgrein / kjara samningi en ekki fyrirtæki Yfirvinna tekin út í fríi, 1 klst. í yfirvinnu = 1,8 klst. í dagvinnu VILJUM AÐ ALLIR SITJI VIÐ SAMA BORÐ Finnbjörn Hermannsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Vill hert eftirlit með erlendu vinnuafli DONALD RUMSFELD Heimsókn bandaríska varnarmálaráðherr- ans til olíuborgarinnar Kirkuk í norðurhluta Íraks hafði verið haldið leyndri af öryggis- ástæðum. Hann ávarpði blaðamenn fyrir utan forsetahöllina í Kabúl ásamt Hamid Karzai, forseta Afganistan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.