Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 46
Ung ráð ■ Unga fólkið býr oft yfir opnum og skemmtilegum skoðunum um ýmis málefni. Það getur verið skammsýni aðfórna langtímahagsmunum fyrir skammtímahagsmuni,“ seg- ir Þóranna Jónsdóttir um þá til- hneigingu íslenskra fyrirtækja að ráða mjög svipaða einstaklinga í stjórnir sínar. Þóranna er ein sjö kvenna frá Háskólanum í Reykja- vík sem buðu sig fram til stjórnar- setu, meðal annars til að kveða niður þann orðróm að það væri skortur á hæfum konum sem hefðu áhuga á stjórnunarstörfum. Allar hafa þær mikla þekkingu af viðskiptum, reynslu af stjórnun- arstörfum og flestar hafa áður setið í stjórnum fyrirtækja. Eins og komið hefur fram eru aðeins um 5% stjórnarmanna fyr- irtækja á aðalskrá Kauphallarinn- ar konur, en erlendar rannsóknir benda til að það sé hagkvæmara fyrir fyrirtæki að vera með bland- aðan hóp stjórnenda sem endur- speglar hluthafa eða viðskipta- vini. „Með blandaðan hóp er hann mun líklegri til að skila hluthöfum betri ávöxtun.“ ■ Rúmið mitt 46 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Ásta Ragnheiður Jóhannsdóttirhefur verið önnum kafin í þinginu það sem af er desember og svo verður áfram fram yfir miðjan mánuð. „Þetta lítur betur út en oft áður en það má segja að störfin í þinginu séu að verða fjölskyldu- vænni en hér á árum áður þegar maður var nánast fram á Þorláks- messu,“ segir Ásta Ragnheiður og bætir við að hún lifi dag fyrir dag þessa dagana, „Eins og þetta lítur út núna þá sé ég fram á nefndarvinnu á mánudag og þriðjudag. Við brjótum þá daga upp með því að hittast saman þingflokkurinn og borða saman jólamat. Allir mæta með maka sína og klæða sig upp og ég hlakka mjög til að slaka aðeins á í góðra vina hópi. Á miðvikudag þá býður forseti þingsins í mat á Hótel Borg og segir Ásta alla jafna boðið upp á hangikjöt. „Við reynum að hlaupa út í hádeginu, borðum og syngjum jólalög.“ útskýrir hún. Sjálf er Ásta aðeins farin að kaupa jóla- gjafir en um miðja viku ætlar hún að reyna að taka vel til heima og baka sörur. Ég geri það oftast en baka að öðru leyti ekki mikið nú orðið. Mér finnst líka skipta máli að skreyta en ég hef ekki komist í það enn. Ég hlakka til þess þegar allt er orðið hreint og fínt, sörur á borðum og aðeins komnar skreyt- ingar,“ segir Ásta Ragnheiður. ■ Vikan sem verður ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR ■ hyggst gefa sér tíma um miðja viku og baka sörur og laga dálítið til heima og skreyta. Rúmið mitt er eitthvað svaka fínt úr Húsgagnahöllinni,“ segir Steinn Ármann Magnússon. Hann segir að það sé king size og lenti hann í miklum vanda með að koma því upp á loft á Öldu- götunni þegar það var keypt. „Það er gott fyrir bakið og ég veit ekki betur en konunni líði vel í því líka,“ segir Steinn Ármann. Fréttiraf fólki Bakar sörur og skreytir Forsvarsmenn Olíufélagannafengu sannarlega jólabókina sína í ár, þegar þeim var afhent síð- ari hluta skýrslu Samkeppnis- stofnunnar. Skýrslan er víst vegleg eða um fimmhundruð blaðsíður og ef að á að ná að lesa hana alla yfir áður en andmælaréttur rennur út í febrúar verða jólabækurnar líklega að bíða betri tíma. Innan Sam- keppnisstofnunar er víst gantast með það að skýrslan sé á við góða Harry Potter bók. Þá er bara að vita hvort átt hafi verið við þykkt eða hvort vísað sé til þess að hún sé svona ævintýraleg. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Tilvera. Vítsisenglar. Átta gata Buick. Hundasnyrting .Klipping.Þvottur.Klóklipping.Reyting Hunda - spa sími: 898 7770 Erna Andreassen Faglærð SJÖ REYNDAR KONUR BJÓÐA SIG TIL STARFA Vilja kveða niður goðsögnina um að hæfar konur finnist ekki í stjórnunarstöður hérlendis. Ég kynntist sunnudagssteik-inni í gegnum gamla konu norður á ströndum,“ segir rithöf- undurinn Elísabet Jökulsdóttir. „Hún heitir Anna Jakobína Guð- jónsdóttir og átti fjórtán börn og þurfti því mikið að elda. Hún var fegurst kvenna á ströndum í sínu ungdæmi. Kærastinn minn var einn af sonum hennar þegar ég var um tvítugt og það voru mikil forréttindi að vera inn á heimili Önnu. Á sunnudögum láum við kærustuparið í leti þar til steik- arilmurinn fór að læðast um hús- ið. Þegar við skreiddumst á fæt- ur um hádegisbilið fengum við lambalæri með öllu tilheyrandi.“ Elísabet segist vera góð í að elda það sem hún kann. „Ég er ekki mjög framúrstefnuleg í eld- húsinu en ég kann að elda góða kjötsúpu og lambalæri. Af því að ég er kona fæ ég stundum svaka- legan móral yfir því að standa mig ekki betur en ég er eiginlega búin að komast að því að það væri einfaldast fyrir mig að eign- ast mann sem kann að elda. „Ég gæti sagt honum sögur á meðan.“ Elísabet virðist þrá að sjá eldamennskuna í rómantísku ljósi. „Í þau skipti sem ég hef fundið fyrir verulegri löngun til að elda er þegar ég fer á matar- markaði í útlöndum. Þar sér mað- ur fallega ávexti, grænmeti og blóðugt kjöt sem hangir í loftinu. Hér heima er allt vacuum-pakkað ofan í frystikistum eða á bak við gler en á mörkuðunum við Miðjarðarhafið er maturinn eins og lífið, hrár, blóðugur, litríkur og ilmandi.“ ■ Sunnudagssteikin ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR ■ segist stundum vera með svakalegan móral yfir því að vera ekki nýjungagjörn í eldhúsinu en hefur komist að því að einfaldast væri fyrir hana að eignast mann sem kann að elda. ÁSTA RAGNHEIÐUR Hún hlakkar til að klæða sig upp og mæta með sinn mann í jólahlaðborð þingflokks Samfylkingarinnar á mánudagskvöldið. Sindri Eldon 17 ára, nemi í Borgar- holtsskóla Mér finnst fegurðarsamkeppnir frá-bærar þó ég nenni ekki að horfa á þær. Ég var einmitt að tala um þetta við félaga minn um daginn og komst að þeirri niðurstöðu að allar keppnir eins og hæfileikakeppnir og þess hátt- ar snúast í raun og veru um fegurð. Hvað eru músíktilraunir til dæmis ann- að en fegurðarsamkeppni? Sumt fólk getur líka lítið gert annað en að vera fallegt og þá er um að gera að keppa í því. En hver hefur sinn fegurðarsmekk og því eru allir dómar í raun ósann- gjarnir í fegurðarsamkeppnum.“ Diljá Mist Einarsdóttir 16 ára, nemi í Verzlun- arskóla Íslands Það er gaman að horfa á þær enmér finnst þær frekar niðurlægj- andi. Það að blanda gáfum inn í þetta gerir keppnina enn fáránlegri og ég held að stelpurnar í Ungfrú Ísland.is séu ekkert gáf- aðri en annars staðar. Það er ekki verið að senda góð skilaboð til ungra stelpna með því að verðlauna konur fyrir að dilla sér á sundbolum og mér finnst feg- urðardísir oft frekar óspennandi fyrirmyndir.“ Helgi Egilsson 17 ára nemi í Mennta- skólanum í Reykjavík Það er gaman að því hvað þetta erheimsku- legt sjónvarps- efni. Það er skemmtilegra að horfa á konurnar en þetta verður sérstaklega kjánalegt þeg- ar karlmenn eru að keppa í þessu.“ Reiðubúnar í stjórnir fyrirtækja FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Í KR-SVUNTUNNI Elísabet skrifaði einu sinni sögu um móður íþróttadrengja sem barðist við löngun sína til að mæta í KR-svuntunni á völlinn. Elísabet lét sér nægja að mæta í svuntunni út í búð. Hrátt, blóðugt, litríkt og ilmandi Fegurðar- samkeppnir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.