Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 41
41SUNNUDAGUR 7. desember 2003 hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 DESEMBER Föstudagur Opið: Laug. 11 - 18 Sun. 13 - 18 Glæsilegir ítalskir leðurhornsófar Sprengitilboð 70.000,- kr. afsláttur Model IS 26. Hornsófi 2 sæti+horn+2 sæti Verð áður 239.000,- stgr. Sprengitilboð aðeins 169.000,- Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17 og sunnudaga 13-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Toppliðin töpuðu stigum Manchester United sækir að Chelsea og Arsenal. FÓTBOLTI Toppliðin í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu, Chelsea og Arsenal, töpuðu óvænt stigum um helgina. Chelsea heimsótti Leeds United, sem í margar vik- ur hefur minnt meira á þokka- lega sterkt firmalið en lið í efstu deild á Englandi, og milljónaliðið frá London mátti sætta sig við jafntefli, 1-1. Arsenal-sveinninn Jermaine Pennant kom Leeds yfir í fyrri hálfleik og Damien Duff jafnaði metin fyrir Chelsea 20 mínútum fyrir leikslok. Arsenal heimsótti Leicester City og þar kom Gilberto Silva gest- unum yfir eftir klukkustundar leik. Ashley Cole, bakvörður Arsenal, fékk svo að líta rauða spjaldið tólf mínútum síðar og Leicester-menn nýttu sér það til fullnustu; gamla brýnið Craig Hignett jafnaði metin í blálokin, 1-1. Manchester United tók á móti Aston Villa og lenti í raun ekki í miklum vandræðum. Ruud Van Nistelrooy skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Diego Forlan bætti við tveimur mörkum á lokamínútum leiksins og Manchester-sveinar unnu örugg- an sigur, 4-0. Fulham skaust upp í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Bolton og greini- legt er að Chris Coleman er að gera eitthvað rétt. Kevin Davies kom Bolton yfir á Loftus Road, en Sean Davis og Facundo Sava tryggðu Fulham öll stigin þrjú. Liverpool er í fimmta sæti eftir, 1-1, jafntefli gegn Newcastle á St. James Park, þar sem Danny Murphy kom gestunum yfir snemma leiks en Alan Shearer jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Tottenham valtaði yfir Úlfana, 5- 2, þar sem Robbie Keane skoraði þrennu og þeir Freddie Kanoute og Stephane Dalmat sitt markið hvor fyrir Spurs, en Paul Ince og Alex Rae skoruðu mörk Úlfanna, og Blackburn vaknaði hressilega til lífsins með, 4-0, sigri á Birmingham á útivelli. Barry Ferguson, Lucas Neill, Tugay og Paul Gallagher skoruðu mörkin fyrir Rovers í leiknum. Middles- boro og Portsmouth gerðu svo jafntefli í eina markalausa leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. ■ ■ ■ LEIKIR  14.00 FH-ÍBV Remax-deild karla.  19.15 Breiðablik-HK Remax-deild karla.  16.00 Valur-Þór Ak. 1. deild karla í körfuknattleik.  19.15 Þór Þ.-Keflavík Intersport- deildin í körfuknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  12.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  12.40 Heimsmeistaramót ís- lenska hestsins á RÚV.  13.45 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Everton og Man.City í ensku úrvalsdeildinni.  15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Southampton og Charlton í ensku úrvalsdeildinni.  17.05 Markaregn á RÚV.  17.50 Evrópumótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá Telefonica Open de Madrid  21.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  21.50 Helgarsportið á RÚV. Fjallað um það merkasta á sviði íþrótta, bæði hér heima og erlendis.  22.30 Fréttaþáttur meistaradeild- arinnar á Sýn. VAN NISTELROOY REIMAÐI Á SIG SKOTSKÓNA Leikmann Manchester United fagna hér markahróki sínum, Ruud Van Nistaelrooy, sem skoraði tvö mörk í sigrinum á Aston Villa í gær. FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur hingað til verið þögull sem gröfin þegar framtíð hans sem landsliðsþjálfara og tengsl við Chelsea hafa borið á góma. Forráðamenn enska knatt- spyrnusambandsins hafa sem kunnugt er boðið Eriksson að fram- lengja samning sinn við landsliðs- þjálfarann til ársins 2008 og þetta tilboð er ekki síst tilkomið vegna látlausra sögusagna um það að Sví- inn knái taki áður en langt um líður við stjórastöðunni hjá Chelsea. Eriksson tjáði sig loksins um þetta mál um helgina og sagðist í stuttu máli ætla að stýra enska landslið- inu til ársins 2006 í það minnsta. Þetta verða að teljast dapurleg tíð- indi fyrir Roman Abramovich, Chelsea-eiganda, en Eriksson sagð- ist einfaldlega ekki sjá verðugra verkefni í boltanum í dag. ■ VILL STÝRA ENSKU SKÚTUNNI TIL ÁRSINS 2006 Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki að svo komnu máli hafa áhuga á að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Sven-Göran og enska landsliðið: Verður hann áfram?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.