Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 33
Í dag klukkan 16 verða jólaljósintendruð á Óslóartrénu á Austur- velli. Hálf öld er liðin síðan Norð- menn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík og í ár eins og undan- farin ár verða ljósin tendruð á trénu við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst klukkan 15.30 með að því að Lúðrasveit Reykja- víkur spilar jólalög. Þá syngur Dómkórinn tvö lög en að því búnu- mun Kari Pahle, borgarfulltrúi og formaður menningar- og mennta- málanefndar Óslóar, færa borgar- stjóra, Þórólfi Árnasyni, og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Alex- ander Örn Númason, 10 ára, kveikir ljósin á trénu, en fyrir ná- kvæmlega 20 árum kveikti móðir hans, Carolin Guðbjartsdóttir, ljósið á trénu á Austurvelli. Þá hefst dagskrá á sviði við hlið Alþingishússins. Felix Bergs- son leikari skemmtir og Lilli klif- urmús heilsar upp á viðstadda, en að lokum koma þrammandi í mið- bæinn nokkrir kátir jólasveinar sem brenna af löngun að fá að hitta reykvísk börn. Kynnir er Gerður G. Bjarklind. ■ 33SUNNUDAGUR 7. desember 2003 Ford Focus C-Max, sjálfskiptur. Verðmæti 2.370.000 kr. Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. www.krabb.is Vertu með og styrktu gott málefni N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 0 8 1 7 Glæsilegir Aðventudagatal kirkjunnar: Ber með sér fagran boðskap Jólalög heyrðust sungin og veriðvar að koma músastiga fyrir í ganginum á leikskólanum Hlíða- borg í Eskihlíð þegar blaðmaður og ljósmyndari smeygðu sér þar inn. Aðalerindið var að fylgjast með upplestri úr aðventudagatali sem Skálholtsútgáfan hefur gefið út og starfsfólk kirkjunnar hefur dreift á allar deildir leikskóla. Börnin á deildinni Drekahlíð voru að koma sér fyrir í leshorn- inu. Þau voru prúð og settust þétt saman. Guðrún Jóna Pálsdóttir sýndi þeim mynd dagsins á daga- talinu og svo setti hún upp fingur- brúðuna Stjörnu og leyfði öllum börnunum að strjúka henni létt. Stjarna var að heilsa. Lesningin á dagatalinu snýst nefnilega um litlu gimbrina Stjörnu sem kemur í heimsókn á hverjum degi og tal- ar til barnanna og kennaranna. Efnið hefur bæði skemmti- og fræðigildi og sagan hefur sterkan siðferðislegan boðskap. Inn í sög- una fléttaðist vers og Guðbjörg Jóna og börnin rauluðu þýtt Við kveikjum einu kerti á. ■ Ljósin tendruð á Óslóartrénu: Fjölbreytt dagskrá á Austurvelli JÓLATRÉ Á AUSTURVELLI Jólasveinar, kórar og lúðrasveitir verða í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar kveikt verður á jólatrénu á Austurvelli. Í DREKAHLÍÐ Börnin sátu þétt saman og hlustuðu með athygli á söguna hennar Stjörnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.