Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 16
16 7. desember 2003 SUNNUDAGUR V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 12,0% -2,4% -6,7% -7,8% 10,2% 5,5% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta 1.12 2.12 3.12 4.12 5.12 1.12 2.12 3.12 4.12 5.12 Nýherji Tryggingamiðstöðin Líf Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Íslandsbanki 5.505 milljónir Pharmaco 2.591 milljónir Opin kerfi 1.093 milljónir Fasteignalán • Ertu að huga að húsnæðis- eða sumarbústaðarkaupum? • Viltu minnka greiðslubyrði þína af núverandi lánum? • Viltu byggja eða breyta heima fyrir? ... eða bara nánast hvað sem er • Allt að 80% veðhlutfall • 50% afsláttur af lántökugjaldi* • 50% afsláttur af greiðslumati* • Allt að 30 ára lán • þú færð ókeypis verðmat fasteignar* ATH. Útlán eru háð útlánareglum SPH *tilboð gildir til 01.12.2003 ar gu s – 0 3- 04 85 Pharmaco Líftæknisjóðurinn Bakkavör Það þarf sterk bein til að þolagóða daga. Þessi fullyrðing á ekki bara við um fólk flest, heldur ekki síður þegar þjóðarbúskapur- inn er skoðaður. Íslendingar hafa ekki alltaf haft stjórn á kæti sinni á hagvaxtartímum. Timburmenn síðustu veislu efnahagslífsins voru ekki eins slæmir og margir bjuggust við. Nú er verið að bjóða í nýtt partí. Hlutverk Seðlabank- ans er að tryggja að veislugestir gæti hófs, ekki vegna þess að ölv- un vaxtarins sé slæm í sjálfu sér, heldur fremur að tryggja að heils- an sé sæmileg daginn eftir veisl- una. Við upphaf nýs hagvaxtar- skeiðs beinast sjónir manna að peningastjórn Seðlabankans. Fjármálafyriræki hafa að undan- förnu dregið athyglina að bankan- um; efnahagsspá hans og hvenær og hvernig bankinn muni bregð- ast við þróun efnahagsmála. Breytingar hafa orðið á efnahags- umhverfinu frá síðustu efnahags- uppsveiflu. „ Í fyrsta lagi er geng- ið fljótandi nú og bankinn hefur verðbólgumarkmið að leiðarljósi í stað gengismarkmiðs áður,“ segir Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands. „Í öðru lagi er bankakerfið nú að fullu einkavætt. Þá má hafa vonir um að menn fari varlegar í útlánum en síðast þar sem reynslan af út- lánatöpum fyrri útlánaþenslu sé mönnum enn í fersku minni. Það má hins vegar sjá merki nú þegar um aukna samkeppni bankanna nú sem bjóða einkum fyrirtækj- um lán á góðum kjörum og útlána- þensla er hafinn. Það er því viss hætta á að þeir fari ekki nægilega varlega.“ Már segir bankakerfið einnig alþjóðavæddara og að hluti útlánaaukningar sé til erlendra aðila sem ekki hafi þensluáhrif hér. Þó megi greina byrjun á aukningu innlendra lána, einkum til fyrirtækja. Svigrúm fyrir skuldir Skuldir íslenskra heimila eru hins vegar miklar og margir hafa bent á að þær séu takmarkandi fyrir þenslu komandi ára. „Það er mjög mikil óvissa um hvar þau takmörk liggja,“ segir Már og bendir á að slíkar skuldir séu hærri sem hlutfall af ráðstöfunar- tekjum, bæði í Hollandi og Dan- mörku. „Í ljósi þess að þetta eru löng lán og sum hagstæð svo sem námslán og hluti íbúðalána, þá getur verið borð fyrir báru. Ég mundi ekki vera of viss um að þau geti ekki aukist nokkuð enn.“ Hækkun hámarkslána til íbúðar- kaupa og 90% lánin svokölluðu hafa áhrif á þennan þátt. Már seg- ir hækkun hámarkslána skipta meira máli. „Ef af verður veru- legri hækkun hámarkslána, þá getur það haft umtalsverð þenslu- áhrif.“ Hlutverk Seðlabankans var til skamms tíma að verja vik- mörk krónunnar; að tryggja að gengi hennar færi hvorki upp né niður fyrir tiltekin mörk. Þetta breyttist þegar bankinn tók upp verðbólgumarkmið. „Við höfum engin sérstök markmið hvað varð- ar gengi krónunnar. Við getum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn ef við teljum gengið ógna annað- hvort verðstöðugleika eða stöðug- leika fjármálakerfisins. Þar sem sýnt hefur verið fram á að slíkt hefur lítil áhrif, nema til skamms tíma, þá munum við nota það spar- lega. Gengi krónunnar er hins vegar einn af lykilþáttunum í verðbólguferlinu sjálfu. Það er nokkuð ljóst að verðbólga hér fer ekki úr böndunum, nema annað- hvort gengi krónunnar lækki eða að það verði launahækkanir um- fram framleiðsluaukningu.“ Már segir mikilvægt að tryggja það á næstu þremur árum að innlend eftirspurn verði ekki of mikil. „Að hagkerfið fari ekki í ofhitnun eða ofþenslu. Að þessu þarf, og er far- ið, að huga. Þetta þarf að gerast með þeim hætti að það skaði atvinnulífið sem minnst. Við höf- um sagt að því meira sem gert er í ríkisfjármálum, því betra, þar sem það dragi bæði úr hækkun vaxta og gengis sem ella yrði.“ Of bjartsýn í vor Nýjustu tölur um viðskipta- halla voru nokkru hærri en flest- ir gerðu ráð fyrir. Einkum kom mönnum á óvart hallinn á þjón- ustuþáttum. „Það bendir flest til þess að hallinn verði a.m.k. 4 til 4,5% af landsframleiðslu. Við gerðum ráð fyrir 3,5% halla.“ Már segir einkaneysluna á vor- mánuðum hafa vaxið meira en menn bjuggust við. „Það mátti merkja aukna bjartsýni í vænt- ingavísitölu Gallups sem náði há- marki á þessum tíma. Hvort sem það var vegna kosninganna eða einhvers annars. Ég held að þarna höfum við verið að fara fram úr okkur. Þrátt fyrir stóriðjufram- kvæmdir fyrir austan, þá er ekki þar með sagt að hér verði einhver gósentíð. Hún er heldur ekkert komin.“ Hann segir þjóðarút- gjöldin farin sterklega af stað, en hagvöxturinn ekki í sama mæli. „Við erum að sjá vísbendingar úr innflutningi að vöxturinn í einka- neyslunni gæti verið farinn að minnka á allra seinustu mánuð- UNDIRBÚNINGUR GÓÐÆRIS Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir áhyggjur bankans mestar fyrir árið 2006. Reynslan sýni að hættan sé mest á ofhitnun hagkerfisins á toppi hagsveiflunnar og í byrjun hjöðnunar hennar. Við höfum engin sér- stök markmið hvað varðar gengi krónunnar. Við getum gripið inn í gjaldeyr- ismarkaðinn ef við teljum gengið ógna annaðhvort verðstöðugleika eða stöðug- leika fjármálakerfisins. ,, VERÐBÓLGUMARKMIÐIN Stefnt er að því að verðbólgan verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu. Víki hún meira en 1% í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta. Fyrst um sinn voru efri þolmörkin þó höfð víðari, eða 3% til ársloka 2001 (sem samsvarar 6% verðbólgu) og 2% til ársloka 2002 (sem samsvarar 4% verðbólgu). Gósentíðin er ekki komin Íslendingar eru á leið inn í nýtt hagvaxtarskeið. Við höfum ekki alltaf hagað okkur skynsamlega á slíkum tímum. Augu manna beinast að Seðlabankanum sem stendur vörð og fylgist með hitamæli efnahagslífsins og gætir þess að ekki sjóði upp úr potti uppsveiflunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.