Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 8
8 7. desember 2003 SUNNUDAGUR FOKIÐ Í FLEST SKJÓL Smekkleysa hefur of góðan smekk til að gefa mig út og litlu útgáfurnar hafa bara áhuga á trendum. Það væri kannski helst að Árnastofn- un gæfi þetta út. Megas um útgáfu nýrrar plötu í DV 6. desember. Ó JÁ!! En það er ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að við séum dá- lítið meðvituð; það er til dæmis mjög góð regla að hugsa áður en maður talar, eða að minnsta kosti meðan maður talar. Guðrún Eva Mínervudóttir í DV 6. desember. Orðrétt Vondur aðbúnaður í Kárahnjúkum: Á ekki við nein rök að styðjast KÁRAHNJÚKAR Ómar Þ. Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregilo hjá Kárahnjúkum, segir staðhæfingar Steindórs Guðmundssonar í Frétta- blaðinu um slæman að- búnað á svæðinu, ekki eiga við nein rök að styðj- ast.“ „Steindór var hér í þrjá daga í október og það er auðvitað vont að gera sér grein fyrir hvernig ástandið er í 1000 manna hópi á þremur dögum.“ Ómar segir alla starfsmenn Impregilo sem vinna á hættusvæð- um við Kárahnjúka fá afhentan öryggisbúnað áður en þeir hefja störf. „Það á jafnt við um öku- menn, vélamenn og aðra starfsmenn. Þetta fæst staðfest af bæði Vinnu- eftirliti ríkisins og stað- bundnum eftirlitsaðilum á Kárahnjúkasvæðinu. Þá hafa öll tæki og tól Impregilo við Kára- hnjúka, sem krefjast sérstakrar skráningar, yfir slíkum skráningum ráða.“ Ómar kveður Impregilo krefjast þess af öllum sínum starfsmönnum að þeir gæti ýtrustu varúðar við störf sín og noti ávallt tilskilinn öryggisbúnað. Hvað varðar aðbúnað utan vinnu- tíma segir Ómar það á ábyrgð hvers og eins að hafa ofan af fyrir sér. „Impregilo getur ekki ábyrgst að allir sem ráða sig til starfa við Kárahnjúka falli vel að þeim hópi sem þar er fyrir. Flestum gengur vel, þó sumir mæti auðvitað nei- kvæðir á svæðið og gangi illa að aðlagast.“ ■ Gyðingahatur skýtur rótum í Evrópu Margt bendir til þess að hatur og fordómar í garð gyðinga hafi vaxið verulega á undanförnum árum í Evrópu. Árásum gegn gyðingum hefur fjölgað og margir finna til öryggisleysis. Ofsóknirnar eru að hluta til raktar til fjölgunar innflytjenda frá arabalöndum. ÞÝSKALAND, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, sagði á dögunum að gyðingahatur væri að skjóta rótum í Evrópu að nýju. Ráðherrann vitnaði í nýja könnun Evrópusambandsins sem sýnir að stór hluti Evrópubúa telur að Ísraelsríki sé helsta ógnin við heimsfrið. Þó margir telji að um- mæli Sharons eigi ekki við rök að styðjast er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að gyð- ingar víðs vegar í Evrópu eru teknir að óttast um öryggi sitt. Á undanförnum mánuðum hafa fordómar og andúð á gyðingum komið upp á yfirborðið í formi niðrandi ummæla, hótana og ofbeldisverka. Þykir þetta endur- spegla spennuna í samskiptum Ísraela og Palestínumanna en margir eru á þeirri skoðun að sam- úð Evrópubúa með málstað Palest- ínumanna kyndi undir fordómum í garð gyðinga. Einnig hefur verið bent á að gyðingum sé kennt um bágan efnahag Evrópulanda. Þýskur þingmaður var nýlega rekinn úr flokki Kristilegra demókrata fyrir særandi ummæli um gyðinga. Nýjar kannanir sýna að skemmdarverk og árásir gegn gyðingum í Þýskalandi hafa ekki verið jafntíðar síðan nasistar voru þar við völd. Vandamálið virðist þó vera enn stærra í Frakklandi þar sem það hefur færst í vöxt að ungir innflytjendur frá araba- löndum ógni gyðingunum. For- dómarnir hafa einnig gert vart við sig austar í Evrópu. Gríska tón- skáldið Mikis Þeoðorakis vakti reiði margra þegar hann lét þau orð falla á dögunum að gyðingar væru rót alls ills. Kunnugir segja að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir þær árásir og að- kast sem gyðingar verða fyrir þar sem flest atvikin séu aldrei til- kynnt til yfirvalda. Lögreglan hef- ur einnig verið sökuð um að taka ofsóknir af þessu tagi sem sjálf- sögðum hlut. Þýski blaðamaðurinn Henryk Broder, sem ritað hefur bók um þetta mál, segir að margir gyðing- ar neiti að horfast í augu við veru- leikann þar sem þeir telji það óhugsandi að ofsóknir gegn þeim hefjist að nýju. Broder er sann- færður um að gyðingafordómar séu til staðar í Evrópu og fari vax- andi. „Margir segja að ég sé móð- ursjúkur en ég hef það á tilfinn- ingunni að Evrópubúar séu að vonast til þess að arabar ljúki því verki sem Þjóðverjar hófu árið 1938,“ segir Border. ■ Tekinn með tvö kíló af hassi: Sex mánaða fangelsi HASS Íslendingur búsettur í Dan- mörku sem var tekinn með tvö kíló af hassi á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn var ákærður og dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á föstu- dag. Maðurinn játaði að eiga hassið og að það hafi verið ætlað til sölu hér á landi. Hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja dómnum. ■ ...núna á þremur stöðum Símaband og hólkur 1.490 kr. ...vertu í bandi Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is jólagjöf Hugmynd aðÍ SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 BÆNAHÚS GYÐINGA Í BÚDAPEST Fordómar í garð gyðinga hafa verið að koma upp á yfirborðið með ýmsum hætti í Evrópu að undanförnu. ÓMAR R. VALDIMARSSON Segir yfirlýsingar Stein- dórs Guðmundssonar um aðbúnað í Kára- hnjúkum út í hött. STEINDÓR GUÐMUNDSSON Fékk nóg af Impregilo.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.