Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 2
2 7. desember 2003 SUNNUDAGUR „Já, prýðilega. Mér finnst alveg sjálfsagt að stjórnmálaflokkar fái opinberan stuðning í stað þess að þeir lifi á sníkjum frá fyrirtækjum. Það er ósiður sem ber að leggja af.“ Alþingi samþykkti í fyrradag breytingartillögu við fjárlögin upp á 30 milljóna króna hækkun á styrk til stjórnmálaflokkanna. Fimm þingmenn úr öllum flokkum stóðu að tillögunum, meðal annars Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG. Spurningdagsins Ögmundur, ertu með góða samvisku? Fullar efndir hefðu kostað milljarð Auknar bótagreiðslur til öryrkja koma að fullu til skatts og því hefðu tæp 40% aldurstengdra örorkubóta skilað sér til baka í ríkissjóð í formi skatta. Það hefði því kostað tæpan milljarð að efna samkomulagið að fullu. ÖRORKULÍFEYRIR „Ríkisstjórnin hefði getað staðið að fullu við sam- komulagið sem gert var við Ör- yrkjabandalagið um tvöföldun grunnlífeyris, með þeim milljarði króna sem um er rætt. Allar þess- ar viðbótar- greiðslur til ör- yrkja samkvæmt samkomulaginu, koma að fullu til skatts, öryrkjar greiða tæplega 40% bótaupp- hæðarinnar til baka með tekju- skatti. Þannig að raunútgjöld rík- issjóðs eru ekki nema brot af þessari upphæð sem talað er um, kannski 600 milljónir króna af þeim milljarði sem alltaf er talað um,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi heil- brigðisráðherra, sem mælt var fyrir á Alþingi í gær, fá öryrkjar aldurstengda örorkuuppbót frá og með 1. janúar næstkomandi. Upp- bótin miðast við þann aldur sem einstaklingur er í fyrsta sinn met- inn 75% öryrki. Yngstu öryrkjarnir, 18 og 19 ára, fá 100% örorkuuppbót en hún lækkar svo eftir því sem einstak- lingur eldist og fellur alveg niður við 67 ára aldur. Þessi útfærsla kostar ríkissjóð um einn milljarð króna á ári. Af því fær ríkissjóður, eins og áður segir, tæpar 400 millj- ónir króna til baka í formi skatta. Leið Öryrkjabandalagsins, það er að segja tvöföldun grunnlífeyr- is allra öryrkja, hefði kostað 1.528,8 milljónir króna. Af því hefðu tæpar 590 milljónir skilað sér til baka í formi skatta. Raun- útgjöld hefðu því verið tæpar 940 milljónir króna. „Það lítur þannig út að viljinn hafi einfaldlega ekki verið fyrir hendi til að standa að fullu við samkomulagið við Öryrkjabanda- lagið, hver sem hefur svo ráðið því,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir. Hún segist líka velta því fyrir sér hvar 16 og 17 ára öryrkjar standi í þessu máli, þeir fái engar uppbætur á grunnlífeyri. „Samkvæmt almannatrygg- ingalögunum geta menn fengið ör- orkulífeyri frá 16 ára aldri. Fólk sem missir starfsorkuna svo snemma á lífsleiðinni, hefur ekki áunnið sér réttindi í lífeyrissjóði og hefur engin tök á að auka tekj- ur sínar á nokkurn hátt í gegnum allt lífið. Þetta er greinilega gleymdur hópur og ég spyr ráð- herra hvað veldur.“ Samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar kostar um 120 milljónir króna á ári að tvö- falda grunnlífeyri 16 og 17 ára öryrkja með sama hætti og þeirra sem eldri eru. the@frettabladid.is Tveir starfsmenn undirverktaka við Kárahnjúka: Teknir fullir á jarðýtu og veghefli KÁRAHNJÚKAR Tveir starfsmenn undirverktaka Impregilo við Kára- hnjúka voru teknir af lögreglunni á Egilsstöðum í gær grunaðir um ölvun við akstur á jarðýtu og veg- hefli. Lögreglan kom á svæðið til að sinna hefðbundnu eftirliti og við athugun á réttindum og ástandi ökumanna var ákveðið að láta tvo starfsmenn blása í mæli. Málið er enn í rannsókn og verið er að bíða eftir niðurstöðum úr blóðrann- sókn. Ómar R. Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregilo, segir fyrir- tækið líta málið alvarlegum aug- um. „Okkur þykir þetta ákaflega miður en eins og annars staðar er hér misjafn sauðurinn. Ef niður- stöður sína að starfsmennirnir eru sekir verður þessum mönnum um- svifalaust vísað úr starfi og þeir sendir til sinna heima.“ Ómar segir að fyrirtækið komi til með að herða eftirlit til muna á svæðinu í kjölfar atviksins. „Við höfum þegar brugðist við þessu og í gær var farið í að kaupa áfengis- prufur í apóteki sem munu verða notaðar sem stykkprufur á starfs- menn en auk þess sér lögregla um hefðbundið eftirlit á svæðinu.“ ■ ELSTI KARLSTEINGERVINGURINN Það sem er óvenjulegt við steingervinginn er að mjúkir vefir hans hafa varðveist jafnt sem hörð skelin. Elsti limur heims: 425 milljón ára gamall BRETLAND Breskir vísindamenn hafa uppgötvað elsta steingerving af karldýri sem vitað er um í heiminum. Um er að ræða stein- gerving af sjávarskeldýri sem uppgötvaðist í 425 milljón ára gamalli klettamyndun í Hereford- sýslu í Englandi. Það sem er óvenjulegt við steingervinginn er að mjúkir vefir hans hafa varð- veist jafnt sem hörð skelin. Þessi óþekkta dýrategund hef- ur haft limi sem hún hefur notað til þess að synda með og afla sér fæðu. Að sögn vísindamannanna uppgötvuðu þeir einnig getnaðar- lim dýrsins sem mun sá elsti sem sögur fara af í heiminum. ■ Vanefndir samkomulags: Gróf brot á samningi ÖRORKULÍFEYRIR „Það er ömurleg tilhugsun að hægt sé að safna saman 32 fullveðja og lögráða Ís- lendingum til þess að brjóta svo gróflega kjarasamning sem gerð- ur var við öryrkja. Sérstaklega á það við um þing- menn Framsókn- arflokksins, sem héldu að þeir gætu falið sig bak- við persónu Jóns Kristjánssonar,“ segir Garðar sverrisson, for- maður Öryrkja- bandalagsins. Þá var nýlokið atkvæðagreiðslu um fjárlagafrum- varp næsta árs og tillögur stjórnarandstöðunnar um viðbótarframlag til að standa að fullu við samkomulag um tvöföld- un grunnlífeyris öryrkja. Flokkslínur réðu afstöðu þing- manna. 28 þingmenn stjórnarand- stöðu sögðu já, en 32 þingmenn stjórnarflokkanna sögðu nei. ■ edda.is Nau›synlegt hjálpartæki vi› leik og störf Loksins er komin n‡ útgáfa ensk-íslensku íslensk-ensku tölvuor›abókarinnar sem hefur noti› mikilla vinsælda undanfarin ár. Miklir uppflettimögu- leikar og ómissandi vi› villuleit. Bók sem be›i› hefur veri› eftir. Komin í ver slaniri í l i GLEYMDUST 16 OG 17 ÁRA ÖRYRKJAR? Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr hverju það sæti að 16 og 17 ára öryrkjar fái ekki uppbætur, líkt og aðrir öryrkjar. Það hefði kostað 120 milljónir króna á ári að greiða þeim uppbætur líka. „Það lítur þannig út að viljinn hafi einfaldlega ekki verið fyrir hendi til að standa að fullu við sam- komulagið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÖLVUNARAKSTUR VIÐ KÁRAHNJÚKA Impreglio lítur atvikið alvarlegum augum og mönnunum tveimur verður umsvifalaust vikið úr starfi ef niðurstaða rannsókna leiða sekt starfsmanna í ljós. Nefnd á leið til Íslands: Fundað um varnarmál UTANRÍKISMÁL Bandarísk nefnd um endurskipulagninu heraflans er væntanleg til Íslands á fimmtu- dag. Nefndin mun eiga viðræður við íslenska ráðamenn um varnar- samstarf ríkjanna. Sendinefndin, sem er undir forystu aðstoðarutanríkisráðherrans Marc Grossman, mun eiga við- ræður við Íslendinga á föstudags- morgun, en ekki er frekar reiknað með sérstökum skilaboðum varð- andi tvíhliða samkomulag Íslands og Bandaríkjamanna um varnar- mál í þessum viðræðum. ■ GARÐAR SVERRISSON Telur stjórnvöld hafa brotið gróf- lega kjarasamn- ing. Hjördís Torfadóttir í Svíþjóð: Jólatréð stóð af sér óveðrið NORÐURLÖND Sænskur ökumaður lést skammt frá bænum Jönköp- ing eftir að tré féll á bíl hans. Mikið óveður gekk yfir Svíþjóð í fyrrinótt og fór rafmagn af fjöl- da heimila. Talið er að um sextíu þúsund manns hafi verið án rafmagns til afnota. Veðrið var verst í mið- og suðurhluta Svíþjóðar. Þrátt fyrir að fjölmargir starfsmenn hafi verið kallaðir út til að gera við raflínur var ekki talið að raf- magn kæmist aftur á fyrr en í dag. Veður var einnig slæmt í suðurhluta Noregs. Þar fór raf- magn af og skapaði það ýmis vandræði. Hjördís Torfadóttir býr í Helsingborg í Svíþjóð og náði Fréttablaðið tali af henni í gær. „Ég svaf af mér óveðrið. Íslend- ingar eru vanir því þegar það blæs,“ sagði Hjördís. „Það er ró- legt og fínt í dag. Þeir sögðu í gærkvöldi að þetta gengi snöggt yfir og í morgun þegar ég vakn- aði var fallegt veður.“ Hjördís segir að ekkert raf- magnsleysi hafi verið í Helsing- borg en víða annars staðar, þar á meðal í Gautalandi, hafi fólk verið án rafmagns. „Ég var svo- lítið áhyggjufull út af jólatrénu sem stendur hérna í miðborg- inni. Það fauk um koll í fyrra en það stóð af sér óveðrið,“ sagði Hjördís. ■ NORSKT JÓLATRÉ Kveikt var á þessu fallega norska jólatré á Trafalgar-torgi í Lundúnum á dögunum. Jólatréð í miðborg Helsingborgar fauk um koll í óveðri í fyrra en slapp fyrir horn í fyrrinótt. BELTIN BJÖRGUÐU Bílvelta varð í Biskupshálsi á Jökuldalsheiði í gær. Ökumaður var ekki á mikilli ferð en hálka var á veginum og ökumaður missti stjórn á bílnum. Mildi var að ekki fór verr. Einn farþegi var í bílnum auk öku- manns en báðir voru í beltum og báðir sluppu ómeiddir. INNBROT Í VESTURBÆNUM Um miðjan daginn í gær var brotist inn í íbúð í vesturbænumm, síma, skartgripum og fleiri smáhlutum var stolið á meðan eigandi íbúð- arinnar var staddur í sameign- inni. Málið er í rannsókn. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.