Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 21
21SUNNUDAGUR 7. desember 2003 Fagni› n‡ju ári í dásamlegum hl‡indum og hla›i› batteríin. Kanaríeyjar eru lífsins lystisemdir, stórbroti› landslag og endalaust gó›vi›ri. Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 4 nætur. 49.900 kr.*Ver›: Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› m/morgunver›i á Barbacan Sol í 4 nætur. 69.900 kr.*Ver›: Sta›greitt á mann í tvíb‡li me› 1/2 fæ›i á Hótel Las Margaritas í 4 nætur. 69.900 kr.*Ver›: Sta›greitt á mann í m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 18 nætur. 79.830 kr.*Ver› frá: * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting skv. ofangreindu, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 29 90 11 /2 00 3 Slúðrað ásunnudegi Hver er maðurinn? „NÖRDARNIR“ KEPPA Í POPP- PUNKTI Popppunktur er einn vin- sælasti þáttur í íslensku sjónvarpi og í gærkvöldi áttust við hljóm- sveitirnar Ensími og Papar. Ensími hafði Papa naumlega sem kom nokkuð á óvart því Paparnir þóttu sigurstranglegir. Þeir geta þó huggað sig við góða plötusölu nú um stundir. Þá hef- ur verið tekinn upp þáttur sem dr. Gunni, spyrillinn ógurlegi, hefur kosið að kalla „Nördaþáttinn“. Þar eigast við fag- menn og svo popp- spekingar af göt- unni. Lið fagmannanna er allt ann- að en árennilegt, því þar er að finna Óla Palla af Rás 2, Arnar Eggert Thoroddsen á Mogganum og svo sjálft tæknitröllið Þráinn Steinsson, sem er yfir öllum tækni- málum á Norðurljósum og er jafn- framt með sinn þátt á útvarpsstöð- inni Skonrokk - Fm 90,9. Mun þetta hafa verið hörð viðureign en Fréttablaðið ætlar sér ekki að skemma fyrir með að upplýsa um úrslitin. PÁLL ÁSGEIR ÁVARPAR ÞJÓÐINA Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson er farinn að láta til sín taka í bloggheimum en slóðin á vefsvæði hans er pallas- geir.blogspot.com. Þar viðrar hann skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum sem og dýrum. Heimilis- kötturinn heitir Raggi og er heimskur að mati Páls Ásgeirs en Raggi stendur í þeirri meiningu að allir menn séu góð- ir. Fyrsta færsla Páls Ásgeirs er svohljóðandi: „Mig langar til þess að ávarpa þjóð mína og aðdáendur. Þetta er að mestu leyti sami mark- hópurinn svo með þessu netvædda dagbókarformi slæ ég tvær ef ekki þrjár flugur í sama höfuðið.“ GUÐBERGUR Á RANNSÓKNAR- ÆFINGU Í gærkvöldi var haldin svokölluð rannsóknaræfing í Há- skóla Íslands. Þetta fyrirbæri gerði Þórarinn Eldjárn ódauðlegt í snill- arlegri smásögu sinni sem heitir „Síðasta rannsóknaræfingin“. Þá koma fræðimenn saman, lyfta glös- um og fá sér í svanginn, spá og spekúlera. Reyndar fór það svo að hin akademíska elíta nánast þurrk- aðist út vegna matareitrunar sem upp kom. Vonandi hefur ekkert slíkt hent í gær- kvöldi. Að þessu sinni var Guðberg- ur Bergsson feng- inn til að flytja fyrirlestur. Þegar leitað var til Guð- bergs tók hann vel í erindið en vildi hins vegar ekkert gefa upp um efni ræðu sinnar utan að hún bæri yfir- skriftina „Buxur“. Ríkti því nokkur spenna fyrir æfinguna meðal fræðimannanna. HÖFUNDUR UNDIRBÝR BLOGG- FÆRSLU Ríkey Ingimundardóttir sendi dóttur sinni Ruth Reginalds tóninn í síðasta helgarblaði og vakti það mikla athygli. Þar sakar hún Ruth um miklar rangfærslur. Út- gefandi Ruthar, Kristján B. Jónas- son fær einnig á baukinn sem og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir sem skrásetti. Kristján virðist ekki ætla að svara Ríkey og ekki hefur neitt heyrst frá Þórunni Hrefnu sem kemur mörg- um á óvart því hún liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Á því kann að verða breyting en á bloggsíðu sinni segir Þórunn Hrefna: „... er þó að undirbúa allsvakalega blogg- færslu sem ég vona að ég þori að birta einhvern tíma á næstu dögum.“ ÞRÁINN KEPPIR Í POPP- PUNKTI PÁLL ÁSGEIR BLOGGAR GUÐBERGUR FLYTUR FYRIRLESTUR ÞÓRUNN HREFNA UND- IRBÝR BLOGG Grjótharður nagli og viðkvæmur drengur Hann er furðulegt sambland afgrjóthörðum nagla og alveg ofboðslega viðkvæmum dreng. Hann er fagurkeri en hræðist ekki ruslið. Býr yfir Husler-elem- ent að geta farið í gegnum hvaða rugl sem er, tekið þátt í hvaða vit- leysu sem er, en samt komið út úr því sem ósnertur. Svoldið líkt og að stökkva vatni á gæs. Tekst að snúa vonlausri aðstöð sér í vil,“ segir Kristján B. Jónasson for- leggjari um manninn sem um er spurt. Kristján vann með um- ræddum á árum áður og segir það hafa við ævintýralegt á margan hátt. Annar sem hefur haft talsvert af viðkomandi að segja er Eiríkur Jónsson blaðamaður, einkum á árum áður. Hann notar þessi orð um manninn: „Hann er gáfaður og útsjónarsamur. Virðist hafa feng- ið viðskiptaáráttu í vöggugjöf. Viðkvæm sál og ekki allra. Gat verið stórbrotið að drekka með honum og yfirleitt var það með óvæntum afleiðingum.“ Hann er óþrjótandi hug- myndabrunnur og orkubolti sem virðist vaxa ásmegin með aldrin- um. Hann er örugglega einn snjallasti sölumaður sem Ísland hefur alið og færi létt með að selja ömmu sína biði honum svo við að horfa. Hann er líka við- kvæm tilfinningavera sem vill láta gott af sér leiða í þessum heimi,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, um þennan lit- ríka mann. Og hver skyldi hann nú vera? Svar á blaðsíðu 30. ■ FAGURKERI Hann er sagður hafa fengið viðskipaáráttu í vöggugjöf, talinn gáfaður orkubolti og hugmyndabrunnur. Hverjum er lýst svo?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.