Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 22
22 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Enn ein rimman hefur nú átt sérstað á milli ríkisstjórnarinnar og Öryrkjabandalagsins. Ríkis- stjórnin telur sig standa við sam- komulag, sem gert var fyrir kosn- ingar um hækkun á öryrkjabót- um, þótt 500 milljónir vanti upp á framlagið. Þessu hefur Öryrkja- bandalagið mótmælt kröftuglega. Síðastliðinn föstudag var felld á Alþingi tillaga stjórnarandstöð- unnar um að bæta við þessum 500 milljónum sem öryrkjar telja sig eiga rétt á. Harðar umræður urðu um málið þar sem stjórnarþing- menn og stjórnarandstaða spöruðu ekki stóru orðin. Guðni Ágústsson bað til dæmis Guð um að fyrirgefa forsvarsmönnum ör- yrkja því þeir vissu ekki hvað þeir væru að gera. „Mér líður eins og manni sem hefur fest kaup á þriggja hæða húsi en þegar að afhendingu kem- ur er honum sagt að óvíst sé að hann fái þriðju hæðina þar sem seljandinn sé að hugsa um að búa þar áfram,“ segir Garðar Sverris- son, formaður Öryrkjasambands- ins. „Þetta samkomulag var út- skýrt rækilega fyrir alþjóð í fjöl- miðlum og ráðamenn þjóðarinnar lýstu því yfir að þeir tryðu því ekki að hver sú ríkisstjórn sem tæki við myndi láta sér til hugar koma að hrófla við því. Það segir allt sem segja þarf um siðvit Framsóknarflokksins að hann skuli fást til að leggjast gegn því að þessum 500 milljónum sem á vantar verði bætt við. Framsókn- arflokkurinn gefur sig ætíð út fyrir það að vilja vel, það séu Davíð Oddsson og vondi Sjálf- stæðisflokkurinn sem stöðvi framsóknarmenn í að gera allt það góða sem þeir vildu gjöra. Sjálfir séu þeir alltaf að reyna að mjaka málum áfram: „Ég er á leiðinni. Alltaf á leiðinni...“ En það er ekki lengur hægt að benda sí- fellt á Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki hreinan meirihluta á þingi.“ Lögðum Framsókn óbeint lið Voru ráðin tekin af trygginga- málaráðherra í þessu máli? „Nú er dagskipunin til stjórn- arliðsins að hamra bara nógu oft á því að milljarður séu miklar rétt- arbætur og Jón Kristjánsson sé sannsögull maður. Hvers vegna trúa þeir honum þá ekki þegar hann staðfestir að það vanti hálf- an milljarð til að efna samning- inn? Við Jón erum fullkomlega sammála um þann kjarna málsins. Svo nefna þeir auðvitað aldrei að vegna þróunar skattleysismarka síðustu árin kemur tæpur helm- ingur þessara fjárhæðar aldrei til útborgunar. En nú er svo komið að skatturinn er farinn að hirða um 150 þúsund krónur á ári af þeim sem ekkert hafa nema bætur al- mannatrygginga. Það jafngildir nærri tveggja mánaða útborgun á ári. Þegar búið verður að skatt- leggja þessa þúsundkalla sem koma í byrjun næsta árs, verður afgangurinn fjarri því að bæta upp skaðann af þróun skattleysis- markanna. Nei, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa brugðist alvarlega í þessu máli. Báðir fela sig bak við tryggingamálaráð- herra. Hafi þeir ekki vitað hvað þeir voru efnislega að samþykkja í ríkisstjórninni í mars síðastliðn- Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar, og þá sérstaklega Framsóknarflokksins í viðtali um nýjustu atburði í viðureign ríkisstjórnarinnar og öryrkja, sem virðist ætla að vera langvarandi, þjóðfélagsmál og stöðu þeirra sem minna mega sín. Ljótur leikur ríkisstjórnarinnar GARÐAR SVERRISSON „Ég sagðist ítrekað treysta því að staðið yrði við samkomulagið. Það voru margir sem vantreystu því og töldu mig vera of bláeygan, sögðu að það væri barnaskapur að trúa því að loforðin yrðu efnd þegar búið væri að telja upp úr kössunum. Ég svaraði því til að það gæti ekki hvarflað að nokkrum manni að svíkja samkomulag sem kynnt hefði verið svo rækilega á opinberum vettfangi.“ Svo koma þeir nú, þessir kjarkmenn, og reyna að skýla sér bak við persónu Jóns Kristjánssonar, eina mannsins sem hefur ítrekað viðurkennt að það vanti litlar fimm hundruð milljónir til að standa við samninginn. Halda að þjóðin sjái ekki hverjir eru hinir raunverulegu vesalingar í þessu máli, þingmennirnir ellefu sem fóru með fagurgala um landið í vor en eru nú forherðingin ein, með stjórn- vitringinn Guðna Ágústsson í broddi fylkingar á meðan formaðurinn flækist um heiminn í þeirri von að fá alræmd- ustu mannréttindabrjóta sem uppi eru til að mynda með okkur kosningabandalag í því þjóðþrifamáli að koma litla Ís- landi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.