Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 24
Hvers vegna að sprengja svona snemma? „Við skoðuðum meðal annars hin frægu Dimmugljúfur, sem eru Grand Canyon Íslendinga, en þau verða eyðilögð að hluta til af s t í f l u n n i . Syðri hlutinn hefur þegar verið sprengd- ur upp og norðurhlutinn, sem mótast hefur af ánni í þúsundir ára, þurrkast upp. Sprengingar í g l j ú f r i n u hófust í mars, nokkrum mán- uðum áður en framkvæmdirnar höfðu endan- lega verið fjármagnaðar, og þeim var sjónvarpað í ríkissjón- varpinu. „Þetta var áróðurs- bragð,“ segir [Guðmundur Páll] Ólafsson. „Alþingiskosningar fóru fram þann 10. maí og ríkis- stjórnin vildi ekki að Kára- hnjúkar yrðu kosningamál. Skilaboðin til kjósenda voru, að þessar framkvæmdir yrðu ekki stöðvaðar úr þessu.“ Sandfok og gruggugt Lagarfljót „Umhverfisáhrifin af fram- kvæmdinni eru engan veginn bundin við framtíðarlegu Háls- lóns, eða við óbyggð svæði ein- göngu. Á sumrin, þegar vatns- yfirborðið verður lágt, munu sterkir vindar blása upp þornað- an aurinn á bökkum lónsins sem mun leiða til sandfoks yfir byggðina í austri. Virkjunin mun einnig beina Jökulsá á Dal úr far- vegi sínum, við aðalstífluna, og niður í göng þar sem hún endar í hinni hægfljótandi Jökulsá í Fljótsdal, sem rennur í lengsta vatn Íslands, Lagarfljót. Spegil- slétt og silfurlitað yfirborð þess- arar náttúruperlu verður grug- gugt, ókyrrt og illt yfirferðar.“ Efast um hæfni ráðherranna „Virkjunarframkvæmdir eru formlega á könnu iðnaðarráð- herra og umhverfisráðherra, sem skipaðar voru 1999, en margir Ís- lendingar efast um hæfni þeirra til þess að taka þátt í upplýst- um rökræðum um efnisatriði málsins. Ferill þeirra er vissu- lega ekki til þess fallinn að auka trú á þeim: sú sem ber ábyrgð á iðnað- ar- og viðskipta- r á ð u n e y t i n u heitir Valgerður Sverrisdóttir , en hún virðist einungis skarta námsskírteini í ensku frá árinu 1972. Siv Frið- leifsdóttir um- h v e r f i s r á ð - herra er sjúkra- þjálfari. Hvor- ug þeirra til- greinir nokkra þingreynslu eða aðra reynslu, sem viðkemur viðfangsefnum ráðuneytanna. Þegar ég fór fram á viðtal við Siv Friðleifsdótt- ur, þá var mér vísað á Sigurð Arn- alds, sem var sagður vera „fremsti sérfræðingur ríkis- stjórnarinnar um Kárahnjúka- framkvæmdina“. Sigurður er yf- irmaður almannatengsla hjá Landsvirkjun. (Þetta er svipað og ef manni yrði vísað á Alastair Campbell, sem fremsta sérfræð- ing bresku ríkisstjórnarinnar um stríðið við Írak.)“ Friðrik talar um rómantík „Friðrik Sophusson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn [Davíðs] Oddssonar og núverandi forstjóri Landsvirkjunar, deilir áhuga á stórframkvæmdum með stjórnarelítunni. Nú þegar hann er sextugur, rifjar hann upp þá tíð þegar Ísland var fátækt land og var þekkt um öll Norðurlönd sem Um síðustu helgi birti breskablaðið The Guardian langa og yfirgripsmikla grein um fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka. Greinin er skrifuð af blaðakonunni Susan De Muth og prýdd fjölda mynda. Blaðakonan fer mjög gagn- rýnum orðum um framkvæmdirnar og á forsíðutilvísun blaðsins, þar sem vísað er í greinina, er talað um „skömm Íslands“ í þessu samhengi. Rakin eru náttúruspjöll sem af framkvæmdinni hljótast og er vitn- að í íslenska náttúruverndarsinna. Þá er einnig talað við íslenska ráða- menn og þeim ekki borin sérstak- lega vel sagan, og er látið að því liggja að framkvæmdin sé ólýðræð- isleg. Friðrik Sophusson er jafn- framt einn viðmælenda blaðsins og Guðbergur Bergsson rithöfundur. Viðtalið endar á orðum hans, þar sem hann segir meðal annars að það eina sem geti fengið Íslendinga til þess að hugsa sig tvisvar um væri ef útlendingar sýndu að þeir hefðu andúð á framkvæmdinni. Fréttablaðið hafði samband við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra í því augnamiði að gefa henni kost á að svara þeim fjölmörgu gagnrýnispunktum sem fram koma í greininni. Siv sagðist hins vegar ekki sjá ástæðu til þess. Margt er hins vegar athyglisvert í efnistök- um The Guardian og nú birtir Fréttablaðið nokkrar valdar tilvitn- anir, lesendum til upplýsingar og umhugsunar. gs@frettabladid.is 24 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Kynningar Ráðgjafi veitir ráðleggingar um val á PTP hársnyrtivörum sem henta þínu hári. Austurstræti mánudaginn 8. desember Kringlunni þriðjudaginn 9. desember Mjódd miðvikudaginn 10. desember Domus fimmtudaginn 11. desember Austurveri föstudaginn 12. desember kl. 15-18 kl. 15-18 kl. 15-18 kl. 15-18 kl. 15-18 Kynningar í verslunum Lyf & heilsu: Frábærar jólagjafir Opið í dag sunnudag kl. 13–17 Mörkinni 3, sími 588 0640 Sykurkarl kr. 1690 Upptakari kr. 1360 Skóhorn kr. 1700 Naglaklippur kr. 1580 frá Um síðustu helgi birti breska dagblaðið The Guardian langa grein um Kárahnjúkavirkjun eftir blaðakonuna Susan De Muth. Þar er vægast sagt farið gagnrýnum orðum um framkvæmdina og talað um „skömm Íslands“ í forsíðutilvísun blaðsins: Hvað var The Guardian að skrifa um Kárahnjúka? DIMMUGLJÚFUR Guardian kallar Dimmugljúfur „Grand Canyon“ Íslendinga, og vísar þar með til náttúruperlunnar í Bandaríkjunum. GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON Segir að sprengingar í Dimmugljúfrum hafi hafist fyrr en þörf var á, í áróðursskyni. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Lýst er yfir efa- semdum um hæfni hennar til þess að fara fyrir mála- flokknum. SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR Þegar blaðamaður Guardian vildi ná tali af henni, var vísað á almannatengslafull- trúa Landsvirkjunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.