Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 39
HANDBOLTI Haukar hirtu annað sæti Remax-deildar kvenna úr höndum Valsstúlkna með góðum sigri að Hlíðarenda í gær, 19-18. Þessi tvö lið hafa ásamt ÍBV skipað sér í sérflokk í deildinni og virðast ætla að gera út um deildarbaráttuna sín á milli og sigur Haukastúlkna í gær var því afar mikilvægur. Hafnar- fjarðarliðið hóf leikinn af mikl- um krafti og hafði yfirhöndina lengstum í fyrri hálfleik, þær létu það ekki slá sig alfarið út af laginu að Valsstúlkur tóku tvær þeirra úr umferð og Valur náði aðeins einu sinni að jafna metin, 6-6. Þegar flautað var til leik- hlés var munurinn tvö mörk, 10- 8, fyrir Hauka. Stuðningsmenn Vals hafa væntanlega reiknað með að þeirra lið mætti einbeitt til síðari hálfleiks, en það voru Haukar sem hófu síðari hálfleik- inn betur og náðu fljótlega fjög- urra marka forystu. Valsstúlkur voru ekki á því að gefa sitt eftir baráttulaust og þeim tókst hægt og bítandi að saxa á þetta for- skot Haukanna. Þetta bauð upp á ansi spennuþrungnar lokamín- útur; Valsstúlkum tókst að minnka muninn í eitt mark und- ir lokin en nær komust þær ekki þrátt fyrir nokkur ágæt tæki- færi og Haukar fögnuðu ákaft í leikslok. Ramune Pekarskyte var einu sinni sem fyrr marka- hæst hjá Haukunum með sjö mörk, en hefur reyndar oftast náð betri skotnýtingu, og Ragn- hildur Guðmundsdóttir átti ágætan leik og skoraði sex mörk. Þá varði Kristina Matuzeviciute vel í markinu, alls 20 skot, og var að öðrum ólöstuðum besti maður Hauka. Gerður Beta Jóhannsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Sig- urlaug Rúnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir Val og Berglind Hansdóttir varði 19 skot í markinu. ■ 39SUNNUDAGUR 7. desember 2003 HANDBOLTI Valsmenn tryggðu sér í gær sæti í úrvalsdeildinni í hand- knattleik eftir áramót, en sætið þar tryggðu þeir endanlega með sigri á Fram í Safamýrinni, 27-21. Vals- menn fara ásamt KA, Fram og Gróttu/KR upp í úrvalsdeildina úr norðurriðli Remax-deildar karla, en Víkingur verður í 1. deild rétt eins og Afturelding og Þór. Sigur Vals- manna á Frömurum var nokkuð sannfærandi og í raun aldrei í hætt. Markús Máni Michaelsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk og þeir Hjalti Pálmason og Hjalti Gylfason gerðu sex mörk hvor, en hjá Fram skoraði Valdimar Þórsson sjö mörk og Jón Björgvin Pétursson skoraði sex mörk. ■ MARKÚS LÉT TIL SÍN TAKA Markús Máni Michaelsson skoraði sjö mörk þegar Valsmenn unnu Framara og tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í handknattleik eftir áramót. Valsmenn komnir í úrvalsdeildina REMAX-DEILD KARLA NORÐURRIÐILL Föstudagur Grótta/KR - Afturelding 24-23 Víkingur - KA 31-29 Laugardagur Fram - Valur 21-27 Staðan 1. Valur 11 7-2-2 16 2. KA 11 6-2-3 14 3. Grótta/KR 11 6-2-3 14 4. Fram 11 6-2-3 14 5. Víkingur 12 6-2-4 14 6. Afturelding 11 2-1-8 5 7. Þór 11 0-1-10 1 REMAX-DEILD KARLA SUÐURRIÐILL: Föstudagur ÍR - Stjarnan 28-26 Selfoss - Haukar 29-42 Staðan 1. ÍR 14 11-2-1 24 2. Haukar 13 9-1-3 19 3. HK 12 8-1-3 17 4. Stjarnan 13 7-1-5 15 5. FH 11 6-0-5 12 6. ÍBV 12 3-1-8 7 7. Breiðablik 12 2-0-10 4 8. Selfoss 13 1-0-12 2 STÓÐ FYRIR SÍNU Kristina Matuzeviciute lagði grunninn að góðum sigri Hauka á Val með því að verja 20 skot í markinu. Remax-deild kvenna í handknattleik: Haukar höfðu betur í slagnum REMAX-DEILD KVENNA Úrslit föstudag Fram - Víkingur 19-25 Úrslit laugardag Valur - Haukar 18-19 Grótta/KR - Stjarnan 23-18 KA/Þór - Fylkir/ÍR 31-28 Staðan 1. ÍBV 12 11-0-1 22 2. Haukar 13 10-1-2 21 3. Valur 12 9-1-2 19 4. FH 13 7-0-6 14 5. Stjarnan 12 7-0-5 14 6. Grótta/KR 12 4-2-6 10 7. Víkingur 12 4-1-7 9 8. KA/Þór 13 4-1-8 9 9. Fylkir/ÍR 12 1-0-11 2 10. Fram 11 1-0-10 2 JASON KIDD Kidd var mjög ósáttur við frammistöðu dómaranna í leiknum gegn Memphis. Kidd sektaður: Blótaði dómurum NBA Jason Kidd, leikmaður New Jersey Nets, hefur verið sektaður um 800 þúsund krónur fyrir að blóta dómurum og gagnrýna þá í leik gegn Memphis Grizzlies. Kidd missti boltann tvisvar og mistókst að hitta úr tveimur víta- skotum á lokamínútum leiksins, sem Nets tapaði með þremur stig- um. Kidd var mjög ósáttur við frammistöðu dómaranna í leikn- um og fannst að brotið hefði verið á sér þegar hann missti boltann. Ólíklegt verður að teljast að sektin muni hafa veruleg áhrif á fjárhag leikmannsins sem er með tugi milljóna í árslaun. ■ Á FLEYGIFERÐ Hermann Maier hafði ekki sigrað í bruni síðan í mars árið 2001. Heimsbikarinn í bruni: Óvæntur sigur Maier SKÍÐI Austurríski skíðamaðurinn Hermann Maier kom geysilega á óvart í gær þegar hann sigraði í bruni á heimsbikarmótinu í Bever Creek í Colorado í Bandaríkjun- um. Þetta var fyrsti sigur Maier í bruni síðan í mars árið 2001, en í ágúst það ár lenti hann í alvarlegu mótorhjólaslysi. Maier bar meðal annars sigurorð af samlöndum sínum Hans Knauss og Andreas Schifferer, sem lentu í öðru og þriðja sæti. Maier er greinilega kominn aftur í sitt góða form, því fyrir viku sigraði hann í risastór- svigi í Lake Louise í Kanada. ■ Hungurverkfall í Hondúras: Fá ekki borguð laun FÓTBOLTI Átján knattspyrnumenn sem leika með Patepluma í fyrstu deild- inni í Hondúras eru í hungurverkfall til að mótmæla bágum kjörum. Leikmennirnir hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og segja félagið skulda sér samtals þrjár milljónir króna. Þeir hafa verið án matar í sex daga. Forsvarsmenn liðsins segjast hafa reynt allt til að stöðva hungurverkfallið, meðal ann- ars hafi þeir selt bifreið í eigu fé- lagsins á rúmar 800 þúsund til að greiða upp í launaskuldina. Leik- mennirnir hafi neitað að taka við peningunum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.